Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 14
14 Bændabkiðið Þriðjudagur 25. mars 2003 Sigrídur Jóhannesdóttir SJ sagði að aðgerðir til að bæta hag starfandi bænda í landinu hefðu látið á sér standa; afkoma bænda væri afar slök - sérstaklega á sauðíjárbúum - þrátt fyrir að "beingreiðslur og sfyrkir vegna bú- vöruframleiðslu á íslandi hafí á því herrans ári 2001 numið 5,7 mill- jörðum kr. samkvæmt útreikn- ingum ffá OECD ... Þetta hlýtur að kalla á vangaveltur um hvort ekki megi koma þessum styrkjum með beinni hætti til bænda, t.d. í formi stuðnings við atvinnuvegi í sveit- um, því að það má ljóst vera að bændur á smærri og meðalstórum búum lifa ekki af búrekstrinum einum saman. Ef við teljum, sem ég vona að allir séu sammála um, að brýnt sé að halda landinu sem mest í byggð tel ég að hvort tveggja þurfí að koma til, breyta þurfí fyrirkomulagi á styrkjum til íandbúnaðar þannig að þeir verði byggðatengdir og að sfyrkja þurfi enn frekar uppbyggingu atvinnu- lífs í sveitum." Sigríður spurði landbúnaðarráðherra til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til að bæta kjör bænda og einnig vildi hún vita hvort von væri á aðgerðum til að bæta starfskjör í landbúnaði fyrir kosningar. r A dögunum fór fram umrœða á Alþingi um fátœkt bœnda. Um- rœðan var að beiðni Sigríðar Jóhannes- dóttur. Við grípum niður í rœður nokkurra þeirra þingmanna sem tóku til máls. 'Guðni Agústsson GA sagði að verðmætasköpun í landbúanði væri 22-25 milljaðar. Það ríkti krafitur í flestum bú- greinum og mikil fjárfesting hefði átt sér stað - ekki síst í mjólk- urframleiðslu. Ráðherra sagði að kjör sauðfjárbænda væru slök en þau hefðu þó batnað ffá 1995 um 20%. Þá sagði GÁ að hafín vasri samningagerð við kúabændur. "Ég mun gera allt sem ég get til þess að reyna að taka á með bændunum í heild sinni. Það eru mikil sókn- arfæri hjá sauðfjárbændum og í kjötffamleiðslunni," sagði GÁ og bætti við að þar væri vissulega um vanda að etja og að hann teldi að stjómvöld ættu að aðstoða bændur án þess að ganga gegn samkeppni og samkeppnislögum. Þuríður Backman ÞB sagði nú væri offfamleiðsla í "hvíta kjötinu" og afurðir seldar undir framleiðsluverði. "Fram- leiðendur nautakjöts hafa um lang- an tíma orðið að selja sínar afúrðir undir ffamleiðsluverði og blasir gjaldþrot við þeim innan tíðar ef ekkert verður að gert," sagði ÞB "Offfamleiðsla er mikil og sláturleyfishafar og bankar bera ábyrgð á því ástandi sem nú ríkir á kjötmarkaði." Drífa Hjartardóttir DH sagði mikla hagræðingu hafa átt sér stað í mjólkurffam- leiðslu á síðustu ámm. "Kynbætur hafa bætt stöðuna með vaxandi af- urðum og hagkvæmni í fram- leiðslunni og framtíð þessara bænda er best tryggð með stöðug- leika í rekstrarumhverfi sem best verður treyst með ffamlengingu á óbreyttum samningi." DH sagði stöðu sauðfjárbænda sem ekki hefðu annað starf slæma. "Það er mikið hagsmunamál fyrir lands- byggðina að finna leiðir til lækkunar á flutningskostnaði. Það þarf að halda áffam að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi í sveitum landsins með öflugan landbúnað sem kjölfestu." Jón Bjarnason JB sagði mikið af kjöti koma á markað á undirverði. Þegar við bættist fákeppni á smásölumarkaði hlyti eitthvað undan að láta. Venjulegir bændur, sagði JB, svo ekki væri talað um sauðljárbændur gætu "ekki keppt við langtíma- niðurboð studd af öflugustu fjár- málastofnunum landsins." JB sagði heilbrigða og gagnsæja sam- keppni sjálfsagða en ef það væri hægt að rústa byggð og bú- setumynstri í landinu á örfáum misserum í skjóli samkeppnislaga eða annarra slíkra laga þyrfti að breyta þeim lögum. "Það verður að grípa tafarlaust í taumana og rétta hlut bænda í þeim frumskógi villimennskunnar sem nú ríkir á kjötmarkaði," sagði JB. Einar Oddur Kristjánsson EOK sagði að sauðfjárræktin ætti í gríðarlegum vandræðum og vandi hennar væri vandi byggð- anna. "Ég lít svo á að það sé lífs- nauðsynlegt að sfyrkja íslenska sauðíjárrækt. En við verðum að gera það á réttum forsendum og við eigum að standa rétt að því. ... við ætlum að standa með íslensk- um landbúnaði og hjálpa bændum í gegnum þessi vandræði." Sigríður Jóhannesdóttir SJ sagði æskilegt að minnka milliliðakostnað í hefðbundnum búgreinum "þannig að bóndinn fái sanngjamara hlutfall í sinn vasa af afúrðaverði." ' Guðni Agústsson GÁ sagði sauðfjárbúskap góða aukabúgrein og rekinn á þeim for- sendum til hliðar við margt annað. Landbúnaðarráðherra sagði að nú væri verið að skoða hvemig væri hægt að hindra gjaldþrot sem af- leiðingu offramleiðslunnar. louisen www.poulsen.is Ljósabretti á kerrur og vagna L: 123 cm. B:14cm. Rafmagnssnúra 6 m. Stök Ijós ■ 4 í einu Bremsu-, stefnu-, stöðu- og númeraljós Skeifunni 2-108 Reykjavík Sími 530 5900 • poulsen@poulsen.is Orkuver ehf Heildarlausn fyrir þig! Hugaðu að bæjarlæknum. Bjóðum eftirfarandi búnað til virkjana Túrbínur 0.5- 20.000 kW Rafalar / allar stærðir Jarððstrengir Rafbúnaður / stýringar Þrýstipípur / margar gerðir og stærðir fáanl. Leitið upplýsinga! S: 5 34 34 35 VlDSklPl AVINIIÍ VI IIU(.II) VÁRAN SEND frítt HEIM TIL 1. MAÍ EF PANTAÐ ER f NETVERSLUN V&Þ www.velar.is VÉLARi ÞJðNUST/W__________________________ ÞfJJlTI* fhur ►JÓNUSTV JUunUui 1(11« RitkjavIk ■ SlMl: 5-800-100 . Fax: 5-800-110 . www.rtUi.il ótmi U ■ 603 Aittmi • SImi: 361-4040 ■ Fac 461-4044 linder Súrkornsbásar VELAVAL-Varmahlíö m Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.