Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 16
Á 16 Bændofaiaðið Þriðjudagur 25. mars 2003 Óbyggðanefrid kynnti fyrir tæpu ári niðurstöður sínar vegna þjóð- lendumarka í Ámessýslu. Ekki ríkir full sátt um þær niðurstöður og hefur 6 málum verið vísað til dómstóla. Ljóst er að þessi mál eru prófmál og að niðurstaða dómstóla geti haft mikil áhrif á ffamhald vinnu við mörkun þjóðlenda. Ekki er eðlilegt að fjármálaráðuneytið haldi ótrautt áffam að gera tilkall til eigna manna og Óbyggðanefhd að úrskurða sam- kvæmt verklagi sem nú er komið til endurskoðunar hjá dómstólum. Rétt væri að halda að sér höndum og bíða átekta þar til að dómstólar hafa kveðið upp dóm. Óviðunandi er að ríkisvaldið setji eignarhald jarðeig- enda í óvissu, neyði þá til að leggja í mikinn kostnað og fjötri þá í ára- langa óvissu. Jarðeigendur segja að þjóðlendulögin valdi því að jarðir séu margar erfiðar í sölu og hafi jafhvel fallið í veiði, enda eru þing- lýstar kvaðir á eignum um að svæðið sé til meðferðar vegna þjóðlendu- marka. Þannig eru í raun allar jarðir landsins sem að hálendinu liggja verðlitlar og illseljanlegar á meðan á málaferlum þessum stendur, þó svo að þær séu á svæði sem ekki hafi verið tekið til meðferðar enn sem komið er, að því komi, það er ljóst, haldi vinna áffam samkvæmt nú- gildandi lögum. Lög um þjóðlendur tóku gildi fyrirtæpum funm árum. Tilgangur þeirra var að leysa úr þeirri óvissu sem lengi hafði verið uppi um eign- arhald á hálendissvæðum landsins. I lögunum er kveðið á um eignarrétt ríkisins yfir þjóðlendum og er íslenska ríkið samkvæmt annarri grein laganna eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð ein- kaeignarrétti. Stefnt var að því að vinnu skyldi lokið árið 2007. Ýmsir vankantar Óbyggðanefhd hefhr nú þegar tekið nokkur svæði til meðferðar; Ámessýslu, sveitarfélagið Homa- fjörð, Vestur-Skaffafellssýslu og Rangárvallasýslu og hefur nefndin Iokið störfum varðandi skilgreiningu á þjóðlendumörkum í Ámessýslu. Eflir að menn hófu vinnu samkvæmt ákvæðum laganna komu ýmsir van- kantar í ljós og sýnt að ekki túlka allir veiklagsákvæði laganna eins. Þó að almenn sátt hafi ríkt um mark- mið laganna þegar þau vom sett ríkir hún ekki lengur. I ljós hefhr komið að fjármálaráðuneytið hefur gengið mjög langt í kröfugerðum sínum og víða seilst mun lengra en nokkum óraði fyrir. Hveijum hefði, sem dæmi, að óreyndu dottið í hug að fjármálaráðuneytið myndi í kröfh- gerðum sínum skilgreina að þjóð- lenda ætti að ná í haf út, eins og dæmi em um í Skaffafellssýslum? Engum heföi heldur dottið í hug að gera mætti tilkall til allt að 90% eignarhluta jarðar eins og gert er gagnvart jarðeigendum Rauðabergs í Skaflafellssýslu. - Ef og þegar vankantar koma í ljós á lögum sem sett hafa verið er ríkisvaldinu skylt að leiðrétta þá sem allra fyrst. Sýnt er að margir van- kantar vom á þjóðlendulögunum og suma hefur tekist að lagfæra. Verk- lag það sem beitt var við úrskurði í Ámessýslu sýndi sig ekki henta. Þá var skorað á aðila sem tölust hafa eignarréttindi yfir landi eða önnur réttindi svo sem rétt til upprekstrar, beitar, veiði, vatns og fleira, að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir Óbyggðanefhd innan þriggja mánaða. Það reyndist tímafrekt og dýrt og margir áttu erfitt með að átta sig á að snúast þyrffi til vama gagn- vart kröfum sem ekki vom ljósar. Menn vora einhuga um að eðlilegra væri að fjármálaráðuneytið legði fyrst fram kröfur sínar og að eftir að þær væm komnar fram gætu þeir sem hlut að ættu snúist til vama. Tekið var tillit til þessarar gagnrýni og verklaginu breytt til þess vegar og sýnir það eitt að það er bæði eðlilegt og ffamkvæmanlegt að breyta lögum reynist þau ekki skila tilgangi sínum. Eignir í óvissu Það tók hálft ár að safna kröfiim vegna Ámessýslu og vom þær teikn- aðar inn á kort sem birt var 29. október 1999. Stefnt var að því að kynna úrskurði Óbyggðanefndar snemma árs 2000. Sú vinna reyndist hins vegar mun tafsamari og var ekki kynnt fyrr en 21. mars 2002. Öllum er ljóst að um vandasamt verk er að ræða sem og að sama marki tímaffekt. Vissulega má færa rök fyrir því að fyrsta svæðið taki að öll- um líkindum lengstan tíma þar sem menn em jafhhliða að temja sér ákveðið verklag, en ljóst er að tfma- mörkin um að allri vinnu vegna þjóðlendna eigi að vera lokið árið 2007 mun engan veginn standast. Á meðan em eignir manna í óvissu, menn geta ekki gengið út ffá því að þinglýstar eignir þeirra sem þeir hingað til hafa getað ráðstafað sem eign sinni og greitt gjöld af séu í raun eignir þeirra. Öllum má vera Ijós sá vandi sem það setur jarðeig- endur í, sérstaklega þegar litið er til þess óratíma sem tekur að fella úr- skurðina. I lögunum er kveðið á um að hið opinbera muni greiða landeigendum og rétthöfum allan "eðlilegan kostnað" sem afþjóðlendumálum hlýst. Bændur og sveitarstjómir í Ámessýslu hafa kvartað opinberlega og sagt að útlagður kostnaður þeirra hafi alls ekki fengist greiddur að fullu og sunnlenskir sveitarstjómar- menn hafa ályktað um málin og sagt að mikið ósamræmi sé á milli þess kostnaðar sem bændur og sveitarfé- lög lögðu í vegna úrskurða um möríc þjóðlenda og þeirra endurgreiðslna sem þeir fá ffá ríkisvaldinu. Þær nái rétt til helmings þess kostnaðar sem þeir hafi lagt í. Þá er ótalinn allur sá kostnaður sem ríkið ber vegna starfa Óbyggðanefhdar og Þjóðlendu- nefiidar fjármálaráðuneytisins. Fram kom 'i fyrirspumartíma á Alþingi að kostnaður vegna Ámessýslu hafi verið kominn upp í 150 milljónir króna og em þó ekki öll mál til lykta leidd í sýslunni. Sterk rök þarf til að réttlæta allan þann kostnað og hafa ber í huga að Ámessýsla er einungis fyrsta sýslan sem tekin er til með- ferðar vegna þjóðlenda þannig að gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þessa hlaupi á milljörðum ef allar sýslur landsins verða teknar fyrir með sambærilegu verklagi. Uni menn ekki úrskurði Óbyggðanefndar geta þeir leitað til dómstóla en engin ákvæði em um hver eigi að bera kostnaðinn sem af því hlýst. Á heimasíðu Óbyggðanefhdar (www.obyygd.stjr.is) kemur eftir- farandi meðal annars ffam: "Þjóð- lendulög veita ekki heimild til að svipta menn eign sinni, hvoríci eignarlöndum né öðmm réttindum. Lögin lýsa íslenska ríkið einvörð- ungu eiganda landsvæða utan eign- arlanda og þeirra réttinda á þessum svæðum sem ekki em háð einka- eignarrétti. Vandinn liggur hins vegar í því að skilgreina hvað menn eigi, þ.e. hvar viðurkenndar eignar- heimildir séu fyrir hendi og hvar þeim sleppi. Það er einmitt verkefrii óbyggðanefhdar að greina þama á milli. Urlausnir óbyggðanefhdar geta síðan komið til endurskoðunar dómstóla." Vilja endurskoða lögitt Mikill skilningur og sátt ríkti um mikilvægi þess að úrskurða um mörkin þegar að lögin vom sam- þykkt. Menn töldu ljóst að ekki væri ætlunin að seilast inn á eignir manna og að þinglýstar eignarheimildir yrðu virtar. Það vakti því undrun og reiði þegar að fjármálaráðuneytið ákvað að una ekki úrskurði Óbyggðanefndar og vísa úrskurði í einu máli áffam til dómstóla. Menn em flestir samdóma um að sú áfiýjun sé bæði óvænt og ósvífin. Ríkisvaldið gangi ffeklega ffam í kröfúgerðum sínum. Óbyggðanefhd er búin að samþykkja eignar- heimildimar en þá þurfi landeig- endumir að snúast til vamar fyrir dómstólum vegna áffýjunar ríkisins og enn sem fyrr er óljóst hver muni greiða kostnaðinn sem af því hlýst. I kjölfarið hafa þær raddir sem krefjast þess að lögin um þjóðlendur verði endurskoðuð styrkst mjög. Á þeim fimm ámm sem þau hafa verið í gildi hefur komið í ljós að tíma- mörk em allt of knöpp, aldrei mun takast að ljúka verkinu fyrir árið 2007. Allt of óljóst er hvaða kostnað ríkið endurgreiðir landeigendum og gera verður þá kröfh að vamir þeirra gegn aðfor ríkisvaldsins að landi þeirra verði þeim algerlega að kostnaðarlausu. Þá er ekki hægt að segja fyrir um niðurstöður dóms- málanna, þær geta kollvarpað for- sendum fýrir þeirri vinnu sem nú er verið að vinna í Skaftafellssýslum og í Rangárvallasýslu þannig að endur- skoða þurfi allt verklag þar að lút- andi. Því hiýtur það að vera skýlaus krafa að menn haldi nú að sér hönd- um og ffesti ffekari úrskurðum og kröfúgerðum í þjóðlendumálum. Óveijandi er að ríkisvaldið skuli veija hundmðum milljóna til starfa sem jafhvel eigi eftir að sýna sig óréttmæt. Þjóðlendumálið ihnút Þrátt fyrir að margir annmarkar hafi komið í ljós á ffamkvæmd gildandi þjóðlendulaga situr ríkis- stjómin fast við sinn keip og hyggst engu breyta. Jarðeigendur um allt Suðurland em settir í vanda. Full- trúar á Búnaðarþingi hafa tekið undir með sveitarstjómarmönnum á Suð- urlandi og hvatt ríkisvaldið til að beita áhrifúm sínum þannig að Óbyggðanefnd kalli ekki ffam frek- ari kröfúlýsingar um þjóðlendumörk í öðrum landshlutum fyrr en niður- staða dómstóla um ágreiningsmál í Ámessýslu liggi fyrir. Þá kröfú taka flestir sem kynnt hafa sér málin heilshugar undir. Forsætisráðherra, Davíð Oddsson, mælti fyrir ffumvarpinu á Alþingi á sínum tíma og sagði hann þá meðal annars að: "ekki stæði til að taka nein réttindi ffá sveitar- félögum eða þeim sem rétt ættu til upprekstrar á svæðinu. Hins vegar yrði að telja rétt að ríkið fari með forræði lands og landsréttinda á þeim svæðum Islands sem enginn getur sannað eignarrétt sinn á." For- sætisraðherra sagði jafhffamt "Ekki verður fyrir ffarn séð við öllum þeim vandamálum sem kunna upp að koma og úr þeim verður ekki leyst á einu bretti. Eg legg þess vegna áherslu á að með samþykkt þessa ffumvaips er aðeins fýrsta skref á langri leið tekið og með því er ekki svarað hvemig ffamtíðarskipan ýmissa þeirra málaflokka sem nefhdir hafa verið til sögunnar verði háttað. Um það hljótum við að fjalla sérstaklega og ekki í sömu andrá og þetta skref er tekið." Einkaeignarréttur manna er lög- varinn í stjómarskránni og kröfúgerð Þjóðlendunefhdar fjármálaráðu- neytis gengur allt of langt. Bænda- samtök íslands hafa gert opinbert að þau hyggist ekki sitja auðum hönd- um gagnvart ofúrkröfúm fjármála- ráðuneytisins og hefúr tilkynnt að það hyggist flytja mál sitt fýrir Mannréttindadómstólnum. Ákvæð- um laganna hefúr nú þegar verið breytt einu sinni, árið 2000. Þá var ljóst að verklagsákvæðið um ffamlagningu kröfúgerða fyrir Óbyggðanefhd væri óþjál og óeðlileg þar sem að allir þeir sem töldu sig eiga eitthvert tilkall áttu að leggja þær ffam. Breytt var á þann veg að nú leggur fjármálaráðuneytið fyrst fram sína kröfú og menn geta snúist til vama. Þessi breyting sýnir að lítill vandi er að breyta þeim ákvæðum sem ekki reynast réttmæt. Því hlýtur það að vera eðlileg krafa að forsætisráðherra standi við orð sín ogbreyti nú starfsákvæðum Óbyggðanefhdar þannig að hún haldi að sér höndum á meðan að úr fæst skorið hvort þær veridagsreglur sem viðhafðar vom í Ámessýslu standist. Þannig geta menn sparað bæði ómælt fé og fýrirhöfh og skapað sátt í sveitum landsins. Þjóðlendumálið er í hnút, það er á færi og á ábyrgð ríkisstjómarinnar og alþingismanna að leysa þann hnút. Margrét Frimannsdóttir alþingismaður Bændur beittir örd Fátt hefúr borið hærra í umræðum bænda og landeigenda að undanfómu en kröfúgerð ríkis- valdsins á hendur þeim í tengslum við ffumvarp um þjóðlendur. Ríkisvaldið hefur farið ffam með óhóflegar kröfúr á hendur rétt- mætum eigendum lands og þannig stuðlað að þvf að bændur hafa þurft að verja rétt sinn með æmum tilkostnaði. Ljóst er að kröfugerð ríkisvaldsins er í engu samræmi við vilja þann sem lá að baki setningu laganna um þjóðlendur. Þrátt fýrir gagnrýnisraddir í þá vem hefúr ríkisstjómin þráast við og nú er beðið eftir úrskurði Hæstaréttar í deilunum. Á fjölmennum bændafúndi á Hofsstöðum í Öræfasveit þann 15. febrúar síðastliðinn kom megn óánægja bænda með framvindu mála glöggt í ljós. Lögfræðing- amir Sigurður Líndal og Ragnar Aðalsteinsson færðu rök fýrir því að kröfúgerð ríkisins væri óheimil og bændur lýstu viðskiptum sínum við ríkið með tilheyrandi fjárút- látum. Á fúndinum kom ffam sú skoðun að alþingismenn hefðu sofnað á verðinum og ekkert gert til að koma í veg fýrir að málin stefhdu í það óefni sem nú er ljóst að þau em komin í. Það er undir- rituðum ljúf skylda að leiðrétta þann misskilning. Þingmenn Vinstrihreyfmgarinnar - græns ffamboðs hafa ffá upphafi málsins varað við afleiðingum þess að haldið yrði á málum líkt og ríkis- stjómin hefúr gert, með stuðningi meirihluta Alþingis. Þegar við endurskoðun laga- nna um þjóðlendur á Alþingi, í maí árið 2000, lagði Jón Bjamason ffam svohijóðandi breytingartil- lögu: Við bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi: í framhaldi af gildistöku laga þessara verði framkvæmd laganna tekin til endurskoðunar og kröfugerð fjármálaráðherra endurmetin. Þá verði nefnd sú sem ráðherra hefur haft sér til aðstoðar í þessu máli leyst frá störfum. Fjármálaráðherra verði falið að móta nýjar verklagsreglur fyrir kröfugerð ríkisins til þjóðlendna. Honum til aðstoðar verði skipuð fimm manna nefnd eða starfshópur samkvæmt tilnefningum land- búnaðaráðherra, umhverfis- ráðherra, iðnaðarráðherra og félagsmálaráðherra. Fjármála- ráðherra skipar formann eða verkstjóra starfshópsins. Nýjar verklagsreglur skulu settar fyrir 1. október 2000 þannig að vinna geti þá haldið áfram á grundvelli laganna. Ljóst má af þessari breytingar- tillögu vera að þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar - græns ffamboðs, með Jón Bjamason í fararbroddi, gerðu sér fýllilega grein fýrir í hvert óefni málið væri komið og lögðu til að framkvæmd laganna yrði tekin til endurskoðunar. Þar var ekki síst verið að horfa á óhóf- legar kröfur ríkisvaldsins sem neyddu bændur til mikilla fjár- útláta í lögffæðikostnað við að sanna rétt sinn. Vart þarf að taka það ffam að enginn þingmaður ríkisstjómarflokkanna studdi breytingartillögu Jóns Bjama- sonar, hvorki þeir sem enn tilheyra flokkum sínum né þeir sem hafa yfirgefið þá og berjast nú fýrir málinu á öðmm vettvangi. Fyrir utan þingflokk Vinstrihreyfing- arinnar - græns ffamboðs studdi enginn tillöguna nema þingmenn Frjálslynda flokksins. Margrét Frímannsdóttir og Lúðvík Berg- vinsson tóku ekki afstöðu í málinu, nokkrir vom fjarverandi. Þrátt fýrir að ríkisstjómar- flokkamir hafi fellt málið, með stuðningi Samfýlkingarinnar, gáfúst þingmenn Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs ekki upp. Á næsta þingi, 2000-2001, lagði Jón Bjamason ffam fýrir- spum í fjórum liðum til fjármála- ráðherra, þar sem þingmaðurinn reyndi enn að spyma við fótum í þessu réttlætismáli. Þar var enn á ný lagt til að vinnubrögð við ffam- kvæmd laganna yrðu endurskoðuð um leið og ffekari kröfúgerð ríkisins yrði ffestað. Að síðustu spurði Jón: 4. Kemur til greina að ráðherra afturkalli kröfurnar sem hann hefur sett fram gagnvart landeigendum í Austur-Skaftafellssýslu og vinni þær upp á nýtt ef úrskurður Óbyggðanefndar í Árnessýslu verður mjög fjarri þeirri kröfugerð sem hann setti fram í upphafi? Fjármálaráðherra varð ekki við þessum tilmælum og hefúr það haft í för með sér mikil fjárútlát bænda í Austur-Skaftafellssýslu. Loforð um að bændur muni ekki þurfa að bera lögffæðikostnað sjálfir hafa verið svikin þannig að ljóst er að þessar aðgerðir ríkis- valdsins hafa verið mjög íþyngjandi fýrir bændur. A ofansögðu má ljóst vera að Vinstrihreyfmgin - grænt ffamboð hefúr gert sitt til að koma í veg fýrir þann órétt sem ríkisstjómin hefur beitt bændur og landeig- endur, með stuðningi Samfylking- arinnar. Kolbeinn Óttarsson Proppé Oddviti VG i Suðurkjördœmi

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.