Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 25. mars 2003 Bændablaðið er máigagn íslenskra bænda Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Þvi er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaöinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur aö blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll viö Hagatorg, 107 Reykjavik. Simi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eirikur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Bændablaðinu er dreift i tæpum 8000 eintökum. islandspóstur annast þaö verk aö mestu leyti. ISSN 1025-5621 Þjóðlendur Hinn 1. júlí 1998 tóku gildi lög nr. 58/1998, Þjóðlendulög. Fram kemur þar að hlutverk laganna sé að leysa úr þeirri óvissu sem uppi hafði verið um eignarhald á ákveðnum hálendissvæðum landsins. 1 greinargerðinni með frumvarpinu segir svo: "Undirbúningur að þessari lagasetningu hafði staðið um árabil, en það var á ríkisstjómarfundi 13. mars 1984 að samþykkt var að skipa þriggja manna nefnd til að gera drög að frumvarpi til laga um eignarrétt að almenningum og afréttum". Gunnar Sæmundsson, stjórnarmaður í BÍ, vakti athygli á því á fundi í Öræfunum að í greinargerðinni væri ekki látið að því liggja að ráðast eigi að eignarrétti einstakra jarða, eins og hefur orðið raunin. Óbyggðanefnd var skipuð og tók til starfa. Hinn 1. mars 1999 birtist fyrsta tilkynning frá henni þar sem auglýst eru þau landssvæði í Ámessýslu sem nefndin hafói ákveðið að taka til meðferðar. "Þarna hygg ég að mönnum bregði fyrst alvarlega. Tilkynningin náði yfir land sem í hugum manna hafði ekki fyrr verið flokkað sem afréttir eða almenningar," sagði Gunnar á áðumefndum fundi. Búnaðarþing ljallaði um málið á fundi sínum á dögunum og mótmælti því harðlega að "fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjómar íslands skuli hafa áfrýjað úrskurði Óbyggðanefndar í Ámessýslu til dómstóla. Ekki verður annað séð en stefnt sé að stórfelldri eignaupptöku á landi sem er í einkaeign. Búnaðarþing mótmælir því harðlega og minnir á ákvæði í 72. gr. Stjómarskrár Islands um eignarrétt." Þingið samþykkti að "Við ákvörðun þjóðlendumarka verði tekið fullt tillit til þinglýsts eignarréttar. Jafnframt er þess krafist að allar þinglýsingar á vegum fjármálaráðherra, sem fara í bága við eldri þinglýsingar, verði þegar í stað dregnar til baka og afmáðar úr veðmálabókum. Að kröfugerð fjármálaráðherra sem gengur í berhögg við ofangreind grundvallaratriði verði þegar í stað afturkölluð, bæði fyrir Óbyggðanefnd og dómstólum. Að staðið verði við þau fyrirheit að ríkissjóður greiði allan kostnað landeigenda fyrir Óbyggðanefnd og dómsstólum. Óbyggðanefnd verði gert skylt að leita sátta með málsaðilum á hverju því landssvæði sem tekið er fyrir áður en mál em tekin til úrskurðar. Óbyggðanefnd leggi fram á árinu 2003 áætlun um hvaða landssvæði hún hyggst taka til úrskurðar og í hvaða röð. Ef ekki fæst ásættanleg niðurstaða fyrir íslenskum dómsstólum verði farið með málið fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassburg," sagði í ályktun Búnaðarþings um þjóðlendumál. Gunnar Sæmundsson sagði að Bændasamtök íslands hefðu frá upphafi reynt að fylgjast með málinu og fengið m.a. lögfræðinga til að ráðleggja þeim sem standa í baráttunni. "Farið hefur verið á fundi með ráðherrum til að ræða málið. í vetur var rætt sérstaklega við fjármálaráðherra um þann mikla kostnað sem bæði sveitarfélög og bændur hafa nú þegar lent í og við blasir. Við teljum það vanefndir að reikningar vegna undirbúnings mála í Ámessýslu eru ekki greiddir nema að hluta. Þá mun því hafa verið hafnað að fá gjafsókn í þeim málaferlum sem nú standa yfír. Við vitum af því að einstakir bændur hika við að leggja í kostnaðarsöm málaferli, kannski ekki síst nú þegar þrengir að þeim, sérstaklega sauðfjárbændum. Það er líka erfitt fyrir sveitarfélög að standa undir slíkum kostnaði." Bændur og aðrir sem hlut eiga að máli eru hvattir til að spyrja frambjóðendur til alþingis um þeirra afstöðu og fá fram ákveðnar yfirlýsingar. Kröfur hins opinbera eru í andstöðu við upphaflegt markmið laganna. Landeigendur mega ekki láta deigan síga. /ÁÞ. Hannes Jóhannsson, bóndi á Stóru-Sandvík Mikil ásókn í fræ Sandvíkurrúfunnar Hannes Jóhannsson, bóndi á Stóru-Sandvík, hlaut viðurkenningu á síðasta aðalfundi Félags gulrófnabænda fyrir góðan árangur í ræktun á fræi af Sandvíkurrófunni. Sú rófa, sem Hannes á allan heiður af, þykir ein allra besta gulrófan á markaðnum og er fræ hennar því eftirsótt. Hannes sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að hann gæti hvergi nærri annað eftirspurn eftir fræi sem hann annars selur um allt land. Hann var spurður um ástæðuna fyrir því að hann hóf að rækta þetta fræ. Kynntist frœrœkt í Garðyrkjuskólan um „Upphafið má rekja til þess að ég fór í Garðyrkjuskólann og kynntist þar ffæræktinni. Þá var gamall maður frá Vestmanna- eyjum búsettur í Hveragerði og hann stundaði frærækt og ég heim- sótti hann og lærði af honum eins og hægt var til viðbótar því sem kennari minn gat kennt mér í skólanum. Á þessum árum voru gæði Kálfafellsrófúnnar í algeru lágmarki en ffæ hennar hafði á sínum tíma verið ræktað fyrir Is- lendinga í Danmörku. Mikið var um hvítar rófúr og fóðurkál innan um þar sem hún var ræktuð. Faðir minn og bræður hans báðu mig að taka ffæ þessarar rófú og rækta það. Ég gerði það og þá kom í ljós að hvítu rófúmar komu ekki og heldur ekki fóðurkálið. Síðan hef ég haldið þessu sér og reynt að bæta fræin með því að velja alltaf fallegustu rófúmar til ffætöku. Ég sá eitt sinn mjög fallegar rófúr á Rauðabergi við Homafjörð sem vom sagðar ættaðar ffá Norðfirði. Ég fékk frærófú úr þessum garði og notaði ffæið til kynbóta á þeim stofni af Kálfafellsrófunni sem ég var búinn að koma mér upp og upp úr þessu kemur síðan Sandvíkur- rófan," segir Hannes. Tíu til þrjátíu kiló Hann segir að í fyrstu hafi hann ekki verið með meira ffæ en rétt rúmlega það sem hann þurfti að nota sjálfur. En vegna þess hve mikil eftirspum var eftir ffæi hjá honum reisti hann sér gróðurhús, sem er plastdúkur settur yfir boga- grindur, og þar ræktar hann rófna- ffæ og hefúr gert um tíu ára skeið. Þegar hann fór að rækta í gróður- húsinu fékk hann mun stærra og fallegri fræ en meðan ræktunin var utanhúss. Hannes segir að magnið sem hann ræktar af ffæi sé misjafnt milli ára eða frá 10 og upp í 30 kíló. Ef rófnaffæi er sáð með vélum duga um 400 grömm á hektara. Samt vantar mikið á að hann anni eftirspuminni. Hann var spurður hvort ekki væri ástæða til að rækta það mikið af ffæi að það mettaði innanlandsmarkaðinn. „Þá þyrfti ég að byggja annað gróðurhús en afkoman í þessari ræktun hér á landi hefur versnað svo mikið að það er ósköp lítið upp úr þessu að hafa. Ég sel mínar rófur til Sölufélagsins en það gengur ósköp hægt að selja og verðið með allra lægsta móti. Það sem heldur manni við þetta er að við emm með kýr og ég get því unnið í rófnaræktinni um miðjan daginn. Það væri engin leið að lifa af þessu eingöngu," segir Hannes Jóhannsson. Hannes tekur við viðurkenningu úr hendi Hrafnkels Karlssonar, formanns félags Gulrófnarbænda. Þniggja fasa rafmagn Mikilvægi þess að bændur og þeir sem em með lítil iðnfyrirtæki fái aðgang að þriggja fasa rafmagni er mikill. Það getur í raun staðið í vegi fyrir upp- byggingu smáiðnaðar í dreifbýli, fyrir utan hve miklu hagkvæmara í innkaupum allar vélar em sem drifnar em áffam með þriggja fasa rafmagni. I svari iðnaðarráðherra við fyrirspum minni um þriggja fasa raffnagn, kemur ffam að haldið hefúr verið áffam endumýjun rafdreifikerfa Rariks og Orku- bús Vestfjarða til sveita. Lagðir hafa verið þriggja fasa strengir í stað loftlína sem ýmist vom einfasa eða þriggja fasa. Við þetta fjölgaði þeim notendum sem hafa tekið eða fengið aðgang að þriggja fasa rafmagni eins og ffam kemur í töflunni hér á eftir Vesturland 2001 14 2002 13 Norðurland vestra 14 33 Norðurland eystra 23 38 Austurland 10 39 Suöurland 29 55 Vestflrðir 0 4 Samtals 90 ~T82 Á árunum 2001 og 2002 var kostnaður Rariks og Orkubús Vestfjarða við styrkingu, endumýjun og ný- lagnir í sveitum eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. Þessu fjármagni hefúr verið varið til lagningar jarðstrengja sem í öllum tilfellum eru þriggja fasa. Þær línur sem verið er að endumýja em ýmist einfasa eða þriggja fasa en almennt vom aðallínur þriggja fasa en álmur og aðallínur á stijálbýlum svæðum einfasa. 2001 millj. kr. 2002 millj. kr. Vesturland 40 60 Norðurland vestra 30 34 ,5 Norðurland eystra 41 60 ,5 Austurland 2B ,5 58 Suðurland 55 ,5 48“ Vestlirðir 0 0T3~ Samtals 195 261 Fjárveitingar til framkvœmda vió þriggja fasa rafmagn 2003 Hjá Rarik er á árinu 2003 áformað að verja 297 millj. kr. til styrkingar, endumýjunar og nýlagna i sveitum. Eins og áður fer meginhluti fjármagnsins í að leggja þriggja fasa strengi og setja upp tilheyrandi spennistöðvar. Jafnhliða endumýjun kerfisins eykst þannig aðgangur að þriggja fasa raffnagni. Hjá Orku- búi Vestfjarða er ekki fyrirhugað að verja sérstöku fjármagni til vinnu við þriggja fasa rafmagn á árinu 2003. Drífa Hjartardóttir, alþingismaöur og formaóur landbúnaðarnefndar.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.