Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 18
18 Bændabtaðið Þriðjudagur 25. mars 2003 Bœrinn Hraun á Skaga er nyrsti bœr við vestanverðan Skagafjörð og nœr landareign jarðarinnar að sýslumörkum Austur- Húnavatnssýslu. Húsin á jörðinni standa á svokallaðri Skagatá ogyst á henni er Skagatárviti. Frá Hrauni til Sauðákróks eru 55 kílómetrar en til Skagastrandar eru 45 kílómetrar. Jörðin tilheyrði Skefisstaðahreppi áður en sameining sveitarfélaga varð fyrir nokkrum árum. Það hefur mikið verið talað um fólksflótta úr dreifbýlinu undanfarin ár og ekki síst hafa sveitirnar átt undir högg að sækja. Astæður búferlaflutninga eru eflaust ýmsar og oft hefur lakari afkomu þeirra sem stunda búskap, einkum með sauðfé, verið kennt um jafnframt því að fólk hafi það svo gott á suðvesturhorni landsins þar sem er bullandi þensla og stöðugt góðœri. I raun má segja að fólkið á Hrauni séu verðugir fulltrúar þeirra sem láta áðurnefnt tal sem vind um eyru þjóta. Utsendari blaðsins hélt á Skagann fyrir nokkru og lagði fyrst leið sína til yngri hjónanna Merete Rabolle og Steins Rögnvaldssonar og tók þau tali. Fyrst voru þau beðin að segja deili á sér. Steinn „Ég er fæddur hér og hef átt hér heima alla tíð en fór í burtu tíma og tíma í vinnu sem unglingur. Faðir minn, Rögnvaldur Steinsson, er fæddur hér árið 1918 en móðir mín, Guðlaug Jóhannsdóttir, er fædd í Saurbæ í Lýtingsstaðahreppi árið 1936. Hún flutti hingað að Hrauni árið 1956. Við erum fjórir bræðumir og ég er elstur. Næstur í röðinni er Jón sem bjó hér á Hrauni þar til árið 1998. Hann býr nú rétt hjá Blönduósi og sækir vinnu þangað. Yngsti bróðirinn er Gunnar sem er staðarhaldari á Löngumýri en var áður bústjóri á skólabúinu á Hólum. Þeir em báðir fjölskyldumenn. Næst yngsturokkar bræðranna er Jóhann. Hann átti heima á Sauðárkróki í nokkur ár en tók við skólaakstri hér í sveitinni fyrir þremur ámm og flutti þá hingað úteftir og hefúr búið hjá foreldrum okkar en er að byggja sér íbúðarhús hér á Flrauni. Það er smíðað inni á Sauðákróki en verður væntanlega flutt hingað í vor nánast tilbúið." Merete „Ég er fædd og uppalin í sveit í Danmörku, nánar tiltekið á Fjóni. Faðir minn var svínabóndi en er nú hættur búskapnum. Móðir mín er gmnnskólakennari. Ég á tvo bræður, sá eldri er tekinn við svínabúskapnum en sá yngri vinnur ýmis störf. Ég flutti hingað að Hrauni í ágúst árið 1991 og nú eigum við Steini þrjú böm. Elst er Herdis Guðlaug sem er 9 ára, næst er Karen Heiga sem er 7 ára og yngstur er Rögnvaldur Tómas 5 ára. Sannfærðist i Astralíu en lenti á íslandi En hversvegna kom Merete til íslands? Merete „Sem unglingur velti ég því mikið lyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur. Ég tók stúdentspróf og jafnhliða náminu vann ég í afleysingum á elliheimili. Ég var mikið að velta fyrir mér hjúkmnamámi en það var komin í mig talsverð ævintýraþrá á þesum árum þannig að ég ákvað að fara til Astralíu. Mig var búið að langa þangað og komst þetta sem skiptinemi fyrir unglinga úr sveit. Þama var ég í átta mánuði. Ég vann hjá bónda sem var með um eitthundrað kýr. Það var þama líka sænsk stelpa og við sáum að mestu um mjaltimar á búinu. Þama í Ástralíu sannfærðist ég um að ég vildi búa í sveit og vera bóndi. Geta verið úti í náttúmnni og unnið við dýr og skepnur. Þegar heim kom fór ég í bændaskóla og þar sem ég hafði stúdentspróf þurfti ég aðeins að vera í 9 vikur í skólanum og fór þá í verknám á bændabýli. Ég vann í eitt og hálft ár á kúabúi á Jótlandi en mér fannst ég líka þurfa að kynnast svíabúskap og fékk mér vinnu á svínabúi á Fjóni. En það líkaði mér ekki eins vel og að vinna við kýmar því ég taldi mig í raun þokkalegan kúabónda eftir dvölina i Ástralíu og á Jótlandi." Veturinn 1990 fór Merete ásamt vinkonu sinni á fyrirlestur um sauðfjárbúskap á Islandi og hann vakti forvitni þeirra. Þær spurðu fyrirlesarann, sem var ung íslensk kona, um vinnu á íslenskum sveitabæ og fljótlega kom svar: það vantaði vinnukonur á tvö sauðfjárbú á Skaga. Niðurstaðan varð sú að Merete fór til Bjama og Elínar að Hvalnesi en vinkonan fór í vinnu að Hrauni. Þær stöllur komu til landsins 3 maí og fóm norður daginn eftir. Sú ferð líður þeim ekki úr minni því eftir því sem þær nálguðust Skagafjörðinn varð meiri og meiri snjór og á Laxárdalsheiðinni vom djúp snjógöng. Óneitanlega leitaði á hugann spumingin um hvert í ósköpunum þær væm að fara. En þó Skaginn heilsaði ekki sérlega hlýlega þetta vor var affáðið um Heimilsfólkið aö Hrauni á Skaga nema Jóhann sem var fjarverandi þegar nyndin var tekin. Bæjarskiltió viö Hraun 2 er bæöi óvenjulegt og fallegt. haustið þegar Merete fór heim til Danmerkur að hún settist að á Hrauni. í rauninni fór hún aðeins heim aftur til að ljúka bændaskólanáminu, en vinkonan sem áður er getið er nú bóndakona á suður Jótlandi. Fjörubeitin minna nýtt en áður Ég bið Stein að segja ffá búskapnum á Hrauni. Steinn „Hér hefúr alltaf verið búið með sauðfé enda er landið frekar þægilegt, auðvelt að smala og féð okkar gengur á nokkuð afmörkuðu svæði. Þegar ég var að alast upp var náttúmlega beitt í fjömna eins og hægt var og heyin spömð eins og kostur var. Hér er yfirleitt snjólétt þannig að féð var oft létt á fóðmm. Flest var þetta hin svokölluðu viðmiðunarár 1983-4, eða um 370 á fóðmm, en eftir að skerðingin kom fækkuðum við og féð hefúr verið um 300 síðustu árin en hefúr þó farið heldur fjölgandi aftur. Nú er hins vegar fjömbeitin minna nýtt yfir veturinn. Síðustu tvö ár hef ég tekið féð inn snemma í desember og tekið af því. En mér finnst alveg á mörkunum að það borgi sig, miðað við þær aðstæður sem við búum við hér. Núna var tíðin svo góð að ég lofaði flestum ánum að ganga úti til 19 desember og það má vel vera að ég lofi þeim eitthvað í fjöruna í vetur og klippi svo bara í endaðan mars. Þegar ég var að alast upp var allt hey þurrkað en upp úr 1970 var farið að verka í vothey og það var þannig til ársins 1999 að féð var mest fóðrað á votheyi. Eftir að við fómm meira að sinna útgerðinni hefúr mest verið heyjað í rúllur. Það er mun fljótlegra en þegar heyjað var með sláttutætara. Síðustu árin sem við heyjuðum í vothey vomm við reyndar komin með múgsaxara og líkaði það vel. Rúlluheyskapurinn gefúr manni meiri tíma til að stunda sjóinn yfir sumarið. Við og fólkið í Víkum í Skagahreppi eigum saman rúllu- og pökkunarvél og höfúm hjálpast að við heyskapinn síðan þessi tæki vom keypt. En varðandi kindumar þá em sumarhagar svona þokkalegir. Það grær tiltölulega snemma á vorin en landið er ffekar lágt þannig að gróður fellur ffekar snemma svo það þarf að hafa þokkalega beit handa lömbunum á haustin. Aukin áhersla á útgerðina En héðan hefúr verið stunduð sjósókn um árabil, er ekki svo? Steinn „Hér hefúr lengi verið til bátur og verið stundaður sjór, en mismikið þó. En sjósókn hefur verið hluti af afkomu heimilisins alveg frá því afi minn bjó hér. Við Jói bróðir, pabbi og Ámi nágranni okkar í Víkum vomm í mörg ár með tveggja tonna bát; svokallaðan Færeying sem keyptur var árið 1986. Það hefúr verið gert út á grásleppu til fjölda ára og auðvitað gengið upp og niður eins og gengur og svo var líka verið á handfæmm. Árið 2001 stofnuðum við félag um útgerðina og létum smíða fyrir okkur 4.5 tonna bát. Hann var smíðaður á Akranesi og kom hingað í maí 2001. Við fluttum að sjálfsögðu veiðiheimildimar af þeim gamla yfir á þann nýja og seldum síðan gamla bátinn. Hann er í þessu sóknardagakerfi sem er þannig að í ár megum við vera alls 21 sólarhring á veiðum. Nú er búið að laga kerfið því áður var þetta þannig að ef þú varst í róðri og gerði brælu eftir t.d. 5 tíma og þú varðst að fara í land þá var það sem eftir var af sólarhringnum ónýtt. En nú em bara taldir þeir tímar sem þú ert á sjó þangað til þessi 21 sólarhringur sem er jú 504 klukkustundir er búinn sem er náttúmlega miklu manneskjulegra kerfi en hitt. Og þennan tíma má veiða eins og maður getur, en þetta er að sjálfsögðu bundið við handfæri. Við löndum oftast inni á Skagaströnd og fiskurinn fer í vinnslu þar eða á Blönduósi, en það kemur hins vegar fyrir að við löndum á Sauðákróki eða Selvík eftir því hvar við emm á veiðum. Gamla bátinn vomm við með í Mánavík sem er héma vestan við. Þar er lendingaraðstaða ffá náttúmnnar hendi og báturinn var svo tekinn í vagn og dreginn á land með traktor eftir hveija sjóferð. En þegar við emm í grásleppunni löndum við í Selvíkinni og höfúm alltaf gert síðan við fengum nýja bátinn. Það má segja að lendingaraðstaðan sem ráðist var í að gera þar fyrir nokkmm ámm sé rækilega búin að sanna sig og hefúr verið mikið hagsmunamál fyrir þetta byggðarlag." Frúin er landpóstur En nú sný ég að Merete aftur því ég veit að meðal annars sem hún fæst við auk hefðbundinna bústarfa þá er hún landpóstur. Merete „ Já, ég keyri póstinn oftast yfir sumarið og meðan færðin er þokkaleg yfir veturinn. En Steini og bræður hans vom búnir að vera með póstinn lengi áður en ég kom hingað. Við emm með Skagann þar sem em 12 heimili og svo Reykjaströndina þar sem em 6 heimili, en þetta em um 150 kílómetra akstur í ferð. Póstferðin tekur um 3 tíma með því að stansa nánast ekkert, en þegar ferðunum var fjölgað úr þremur í fimm í viku fengum við með samþykki íslandspósts hjónin á Hvalnesi til að taka tvær ferðir í viku. Mér fannst of mikið að vera í þessu alla virka daga þá væri maður alltaf á ferðinni og hefði lítinn tíma til þess að njóta þess að búa í sveitinni, sinna bömunum og vera með skepnunum sem ég legg svo mikið upp úr." En sinnir þú skepnunum? „Já já, ég fer oft í fjárhúsin og sé stundum um að gefa kindunum, sérstaklega þegar fer að nálgast vorið og Steini er kominn í grásleppuna. Svo hef ég ákaflega gaman af hrossunum, bæði að gefa þeim og umgangast þau. Hrossin eru ekki mörg og Gunnar mágur minn á hluta af þeim. Það er nauðsynlegt að hafa þau í smalamennskur á haustin og svo reyni ég að fara í a.m.k. einn góðan útreiðartúr á sumrin. En vorið er skemmtilegasti tíminn hér, þegar er bjart nánast allan sólarhringinn og allt er að lifna eftir veturinn, lömbin að fæðast, æðarvarpið iðar af lífi og svo þarf að gefa lágfótu gætur. Þessu ævintýri vildi ég ekki missa af." En hér er eru fleiri hlunnindi? Steinn „Jú æðarvarpið eru mikil hlunnindi og gefúr oft ágætar tekjur, en þú skalt tala við pabba um varpið því hann hefúr fylgst vel með því í áratugi. Svo eru nokkur vötn héma ffam í heiðinni og í þeim er silungur. Við höfúm síðustu árin komið upp húsum við þrjú þessara vatna og leigjum þau út með veiðileyfúm yfir sumarið. Það er vaxandi ásókn í þetta, enda virðast þéttbýlisbúar sækja í auknum mæli út í náttúruna og ekki síst þar á afskekkta staði. Það er móðir mín sem annast þennan ferðaþjónustuþátt hér en við nýtum lítillega veiðina sjálf bæði sumar og vetur en þetta var þó stundað meira áður. Þá er talsverður reki sem við nýtum nokkuð. Nágrannar okkar í Víkum hafa sagað fyrir okkur rekaviðinn eftir því sem við höfúm þurft að nota hann. Þegar við byggðum fjárhúsin fyrir nokkrum árum keyptum við sáralítið timbur. Rekaviðnum var rennt niður í

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.