Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 25. mars 2003 Bændabloðið 15 k Lausaganga hrossa í Rangárþingi ylra Lausaganga hrossa er víða um land nokkurt vandamál. Ökumenn kvarta sáran yfir hrossum á vegum. Bændur benda aftur á móti á að Vegagerð ríkisins eigi að girða af þjóðvegi landsins auk þess sem lausaganga hrossa sé ekki alls staðar bönnuð. Ellert Þór Benediktsson, dýra- læknir í Rangárþingi ytra, sendi fyrir nokkru hreppsneíhdinni opinbera kvörtun vegna lausagöngu hrossa í sveitarfélaginu. Á fundi hreppsnefndar kom íram tillaga um að samþykkja bann við lausagöngu en síðan var ákveðið að fresta afgreiðslu tillögunnar um bann við lausagöngu búfjár og fela sam- göngunefnd að vinna að málinu. Ellert Þór dýralæknir sagði í samtali við tíðindamanna Bænda- blaðsins að hann hefði viljað vekja athygli á því að það væru mis- munandi áherslur í þessu nýja sveit- arfélagi varðandi lausagöngu búfjár miðað við það sem var í gamla sveitarfélaginu. Hann sagðist hafa orðið fyrir því óhappi að aka á hross þegar hann var á leið í vitjun og það hefði orðið til þess að vekja athygli hans á málinu. Ellert Þór segir að ákveðnir staðir í sveitarfélaginu séu verri en aðrir hvað þetta varðar og þar gerist það stundum að ekið sé á búfé og þá sérstaklega yfir veturinn. „Minni kvörtun var vísað til sam- göngunefhdar og ég spurðist fyrir um málið hjá henni fyrir ekki löngu og mér var þá sagt að það sfyttist í að málið verði afgreitt," sagði Ellert Þór Benediktsson. Qþapfa áhyggjur af skoöunum í seinustu tveimur tölublöðum hafa Þröstur Eysteinsson og Aðal- steinn Sigurgeirsson ritað greinar undir heitinu "Óþarfa áhyggjur af skógi". Þar er lagt út af tveim erind- um á Ráðunautafundi, eftir Önnu Guðrúnu Þórhallsdóttur annars vegar og Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannsson hins vegar. Þremenningamir mega því vel við una; hugleiðingar þeirra hafa vakið upp umræðu. Því miður þykir mér samt að í greinum Þrastar og Aðalsteins beri meira á kappi en forsjá. Þeir falla í þá gryfju að hefja trúvöm fyrir skógrækt af svipaðri gerð og sjá mátti fyrir nokkrum áratugum þegar menn vom annaðhvort með skógrækt og móti sauðkindinni eða öfugt. Hvað er þá svona voðalegt í þessu erindum? Beit og gródurfar Anna Guðrún rekur almennar, og að ég hélt óumdeildar stað- reyndir, um samband beitar og gróðurfars og styður það íslenskum rannsóknaniðurstöðum. Hún bendir á að þar sem beit er aflétt koma upp tegundir sem lítið bar á áður og nefhir þar fyrst til víðitegundir. Þar sem birki er til staðar á annað borð megi vænta þess að það dreifi sér og verði vöxtuglegra. Gróðummhverfi sem einkennast af beitarþolnum, oft grasleitum, plöntum láti undan síga. Spuming hennar er sú hvort ekki beri að hafa þessi sjónarmið í huga við skipulag landnotkununar. Is- lenskir skógræktarmenn hafa verið óþreytandi við að benda á neikvæð áhrif beitar en jákvæð áhrif friðunar á skóglendi landsins. Þess frekar ættu þeir að skilja að menn velti því fyrir sér hvað aflétting beitar hafi á önnur gróðurlendi. Rœktarland Áslaug og Jónatan velta upp löngu tímabærri spumingu: Hvaða auðlegð felst í íslenskri mold sem hugsanlegu ræktarlandi? Er ekki rétt að huga að þessu við skipulag landnotkunar? Þau telja að ffam- tíðarhagsmunir krefjist þess að ræktanlegt landi verði "varið", til dæmis sem sérstakt heiti undir land- búnaðarlandi eins og ræktað land er nú.. Þetta takmarkar nýtingarrétt landeigenda en það er ekkert ný- næmi. Landeigandi getur t.d. í raun fátt aðhafst í birkiskógi. Land sem fer undir mannvirki, sumarhúsa- svæði eða skógrækt er á vissan hátt bundið með því að vemlegir fjár- hagslegir hagsmunir em í húfi ef breyta á landnotkun til fyrra horfs eða til ræktunar. Ekki veldur sá er varir Þessi tvö erindi vöktu verðskuldaða athygli á og utan Ráðunautafundarins. í ellefh- hundmð ár hefur landnotkun byggst á daglegri nauðsyn. Svo er ekki lengur. Nú höfúm við svigrúm og þekkingu til að huga til nokkurrar framtíðar við ákvarðanir um landnotkun. Og ákvarðanimar eiga að byggjast á vandaðri skoðun þeirra hagsmuna og sjónarmiða sem við eiga hverju sinni. Þegar bent er á ný sjónarmið og hagsmuni á að taka því fagnandi því það minnkar hættu á að rétt ákvörðun í dag reynist röng eftir nokkur ár. Nú er ég ekki sannfærður um að íslensk gróðurlendi séu í stórhættu vegna minnkandi beitarálags, að náttúmleg framvinda án beitar sé alfarið neikvæð eða lóan eigi meiri "rétt" til hreiðursstæðis en skógar- þröstur. Samt er ég sannfærður um að við ákvörðun um landnotkun sem þýðir afléttingu beitar beri að meta hver afleiðingin verður. Á sama hátt standa áhyggjur af því að skógrækt sé að leggja undir sig allt ræktanlegt land á íslandi mér ekki fyrir svefni, m.a. vegna þess að ég hef séð til skipulagningar skógræktar á bújörðum. Samt er ég sannfærður um að spuming um verðmæti lands til annarrar ræktunar en skógræktar sé eðlileg og nauðsynleg við ákvarðanatöku. í rauninni hefði ég talið að lang- tímahugsun væri engum tamara en einmitt skógræktarmönnum sem hugsa ekki í ámm, en öldum. Því tré sem plantað er næsta vor byggir á því að þörf verði fyrir það eftir 60- 100 ár. Megum við, eða ffekar eigum við, ekki að hugsa svipað til gróðurlenda og ræktarlands? Ríkharó Brynjólfsson Hvanneyri. Hulti 3 Nint » Æ. MultiMint MultiMint er mýkjandi hitakrem sem m.a. inniheldur japanska piparmintuolíu. MultiMint er sérlega til þess fallið að mýkja upp júgur/júgurhluta og á þann hátt flýtt fyrir lækningu sem og dregið úr vefjaskemmdum júgurhlutans. Forsenda árangurs felst i því að nudda hitakreminu inn í júgurhlutann 2-5 sinnum á dag í 2-5 daga. Pakkningastærð: 250 ml og 500 ml. VARÚÐ! - GEYMIST ÞAR SEM BÖRN NA EKKI TIL. - FORÐIST AD EFNIÐ BERIST í AUGU OG SLÍMHIMNUR. Útsölustaðir: Mjólkurbú og búrekstrarvöruverslanir Innflutningur og dreifing: PharmaNor hf. Bændablaðið kemur næst út 8. apríl Sáðvörur Tegund Yrki Sáðmagn VerÖ pr.kg Pöntun kg/ha í sekkjum* Ráðgjöf byggð á reynslu og þekkingu í innflutningi og meðferð á sáðvömm. Við val á sáðvömm geta margar spumingar vaknað því aðstæður ráða hvaða ffæ hentar á hverjum stað. Mismunandi þarfir á sáðvörum miðlum við reynslu okkar og annarra t.d. um hver sé besti sáðtíminn, hvaða sáðmagn gefur besta uppskem og hver sé endurvöxtur mismunandi stofna. Bændur athugið ✓ A vefsíðum okkar mrf.is era upplýsingar um grasfræ og þar er hægt að gera pantanir. Grasfræblanda K 25 430,- Vallarfoxgras Vega 25 316,- Vallarfoxgras Engmo 25 296,- Vallarfoxgras Grindstad 25 375,- Vallarsveifgras Sobra 15 340,- Túnvingull Reptans 25 255,- Fjölært rýgresi Baristra 35 245,- Fjölært rýgresi Svea 35 245,- Háliðagras 25 1250,- Sumarhafrar Sanna 200 70,- Vetrarhaffar Jalna 200 68,- Sumarrýgresi Barspectra 35 185,- Sumarrýgresi Clipper 35 170,- Vetrarrýgresi EF 486 Dasas 35 170,- Vetrarrýgresi Barmultra 35 185,- Bygg 2ja raða Gunilla 200 49,50,- Bygg 2ja raða Filippa 200 49,50,- Bygg 2ja raða Skegla 200 53,- Bygg 2ja raða Saana 200 70,- Bygg 6ja raða Arve 200 63,- Bygg 6ja raða Olsok 200 68,- Bygg 6ja raða Ven 200 66,- Sumarrepja Pluto 15 850,- Vetrarrepja Barcoli 8 168,- Vetrarrepja Emerald 8 190,- Fóðurmergkál Maris Kestrel 6 1.385,- Fóðumæpur Barkant 1,5 590,- Rauðsmári Bjursele 765,- Mjólkurfélag Reykjavíkur Áætlað verð án vsk* Korngarðar5 • 104 Reykjavík Símar: 5401100 • Fax: 5401101 • www.mrf.is Réttar sáðvörur tryggja góða rœkt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.