Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 20
J 20
BændcMaðíð
Þriðjudagur 25. mars 2003
Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara
Bráðabirgðatölur fyrir febrúar 2003
Framleiðsla feb.03 des.02 feb.03 mar.02 feb.03 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % m.v. 12 mán.
2003 febrúar '02 3 mán. 12 mán.
Alifúglakjöt 454.368 1.536.741 5.090.383 62,5 74,3 32,6 20,5%
Hrossakjöt 122.299 339.109 1.095.710 76,5 10,7 4,7 4,4%
Kindakjöt* 1.327 102.231 8.666.814 -80,7 -14,2 0,5 34,9%
Nautgripakjöt 274.227 815.141 3.594.384 -7,5 -4,7 -2,9 14,5%
Svínakjöt 513.094 1.544.442 6.415.257 16,0 16,4 18,5 25,8%
Samtals kjöt 1.365.315 4.337.664 24.862.548 24,7 24,3 9,9
Innvegin mjólk 9.235.988 28.787.615 111.113.538 2,2 2,2 4,6
Sala innanlands
Alifúglakjöt 436.548 1.259.799 4.676.516 56,3 50,6 25,5 21,8%
Hrossakjöt 65.622 142.030 502.278 20,8 14,0 -0,8 2,3%
Kindakjöt 481.860 1.409.171 6.552.214 16,9 16,3 0,4 30,6%
Nautgripakjöt 278.005 824.133 3.658.648 -7,6 -0,4 -0,5 17,1%
Svínakjöt** 461.011 1.426.058 6.055.033 5,5 6,6 11,9 28,2%
Samtals kjöt 1.723.046 5.061.191 21.444.689 16,2 16,7 8,0
Umreiknuð mjólk
Umr. m.v. fitu 7.388.625 24.572.600 97.075.841 1,4 4,6 -0,4
Umr. m.v. prótein 8.282.463 25.604.113 106.541.585 2,5 0,2 -0,2
* Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í ffamangreindri framleiðslu.
Tveir nýir
starfsmenn hjá
Garðyrkjusknlanum
Tveir nýir starfsmenn hafa
hafið störf við Garðyrkju-
skólann. Annars vegar Garðar
Arnason, sem hefur tekið við
stöðu verkefnisstjóra
þróunarverkefna í
grænmetisframleiðslu, og hins
vegar Margrét Lilja
Magnúsdóttir, sem er í 50%
stöðu umsjónarmanns
tilraunavinnustofu. I starfí
Garðars felst m.a. stjórnun
þróunarverkefna í ræktun
grænmetis í samvinnu við
skólayfírvöld og
hagsmunasamtök
garðyrkjunnar, stjórnun
tilrauna á því sviði og útgáfu
tilraunaniðurstaðna á ýmsum
vettvangi. Þá er heimilt er að
fela verkefnisstjóra
þróunarverkefna hlutakennslu
ásamt kennslu á
endurmcnntunarnámskeiðum
skólans.
Umsjónarmaður
tilraunavinnustofu hefur
umsjón með uppbyggingu og
daglegum rekstri
tilraunavinnustofu skólans og
samstarfsstofnana hans. /MHH
Kynbótamat fyrir
endingu mjölkurkúa
Ending íslcnskra mjólkurkúa 1985-2002
Mynd 1. Ending íslenskra mjólkurkúa, 1985-2002
piday*
STRATA: ------Ma-1985019 ° O ° Canaaed »»*= 1985019 ------«*•=1986013 O ° 0 CwiacrBd «»•=1986013
Mynd 2. Ending dætra Þráðar 1986013 og Prests 1985019.
Við vinnslu á kynbótamatinu
nú í mars 2003 var eiginleikinn
ending í fyrsta sinn tekinn með í
ræktunarmarkmiðinu með 8%
vægi. Ástæða þess að endingin er
tekin með, er sú að á undanfomum
árum hefúr ending (tími frá fyrsta
burði að förgun) íslenskra
mjólkurkúa sfyttst verulega, er nú
rétt tæplega 3 ár eins og sjá má á
mynd l. Endingartíminn hefúr því
styttst um ríflega hálft annað ár á
síðustu 17 árum. (Sjá mynd 1).
Við upphaf tímabilsins eru
greinileg áhrif framleiðslu-
stjómunarinnar sem þá var að
koma til ffamkvæmda, á síðari
helmingi þess hafa sífellt auknar
kröfur til júgurheilbrigðis og
mjólkurgæða neikvæð áhrif á
endingu kúnna.
Til samanburðar má geta þess
að ending kúa í Danmörku er
svipuð og hér gerist, t.d. endast
danskar Jersey kýr í 2,7 ár og
hefúr svo verið undanfarin 10 ár,
svartskjöldóttu kýrnar endast í 2,6
ár að jafnaði, endingartími þeirra
hefúr aukist um rétta 100 daga sl.
10 ár, þ.e. fyrir 10 ámm var meðal
endingartími þeirra 840 dagar, er
núí dag um 940 dagar.
Á síðustu ámm hafa komið
fram erlendis nýjar og öflugar
aðferðir til að reikna kynbótamat
fyrir endingu. Því var á árinu 2001
ákveðið að fara í athugun á því
hvort unnt væri að byggja upp
slíkt mat hér á landi. Þeirri vinnu
lauk í október 2002 og var
niðurstaðan sú að það þætti
fysilegur kostur. Það er ljóst að
ending er efnahagslega mjög
þýðingarmikil og erföabreytleiki
eiginleikans mælist svipaður hér
og í öðrum löndum, eða 0,10. Það
þýðir að 10% af breytileikanum á
endingu kúnna á rætur sínar að
rekja til erfanlegra þátta. Af
reiknitæknilegum ástæðum, sem
ekki verður farið nánar út í hér, er
einungis hægt að gera þetta
kynbótamat fyrir nautin, ekki alla
gripi eins og gert er með
einstaklingslíkaninu sem notað er
til að meta aðra eiginleika.
Aðferðin sem notuð er getur
þó hagnýtt öll tiltæk gögn, bæði
fyrir lifandi og dauða gripi. Það
virðist kannski svolítið
einkennilegt að taka lifandi gripi
með í þetta mat, en þeir nýtast við
úrvinnsluna þar sem neðri mörk
líftíma þeirra eru þekkt, það er t.d.
vitað að kýr sem voru á lífi þegar
gagnasöfnun laukýkur 31. janúar
sl. liföu a.m.k. til þess tíma, þær
veita því mikilvægar upplýsingar.
Mynd 2 útskýrir nánar í hverju
matið felst, hún sýnir hvemig
dætur tveggja nauta endast. Þessi
naut em Þráður 1986013 (rauð
lína), sem stendur efstur í
endingarmatinu með 129 í
einkunn og Prestur 1985019 (svört
lína) sem fær heldur slaka
einkunn, 87. Lárétti ásinn sýnir
fjölda daga ffá fyrsta burði,
lóðrétti ásinn sýnir hlutfall dætra
nautsins sem er á lífi.
(Sjá mynd 2) Eins og sjá má á
myndinni týna dætur Prests
tölunni mun hraðar en dætur
Þráðar, eftir 1000 daga (2 ár og 9
mánuði) frá fyrsta burði em 75%
af dætrum Þráðar í tölu lifenda á
meðan réttur helmingur
Pprestsdætranna er enn í
framleiðslu að þeim tíma liðnum.
I kynbótamatinu sem unnið
var núna í mars voru nýtt gögn
yfír kýr sem báru fyrsta kálfi eftir
1. janúar 1990, vom ættfærðar og
milli 15 og 40 mánaða gamlar við
fyrsta burð. Fjöldi kúa var alls
47.048 og þær vom dætur 333
nauta. í töflu 1. má sjá hvaða naut
koma best út í endingarmatinu
ásamt þeim nautum sem lakast
koma út í þessu mati, alls 20 naut.
Tafla 1. Naut sem verma topp-
og botnsætin varðandi endingu
dætra
Þess má til gamans geta að t.d.
móðir Stjóra 1985045, Ljómalind
52 frá Dýrastöðum í Norðurárdal
entist rúm 10 ár. Móðir Prests
1985019, Malagjörð 49 ffá
Kirkjulæk í Fljótshlíð entist líka í
framleiðslu á annan áratug.
Prestur sjálfúr gaf hins vegar af
sér kýr sem entust frekar
takmarkað og sömu sögu er að
segja um syni hans.
Könnuð hafa verið tengsl
endingar og annarra eiginleika í
ræktunarstarfmu. Sterkust em
tengsl gæðaraðar og endingar, því
betri gæðaröðun, því lengri
ending. Einnig er júgurbygging
jákvætt tengd endingu, t.d. em
tengsl hennar og júgurdýptar
fremur náin, þ.e. því betur borið
júgur þeim mun betur endast
kýmar, sama er að segja um
mjaltir og spenagerð. Ekki reynast
tengsl milli kynbótaeinkunnar
fyrir skap og endingar og fæstir af
skrokkeiginleikunum hafa
marktækt tengsl við endingu.
Nánar verður gerð grein fyrir
endingamatinu í
nautgriparæktarblaði Freys sem
kemur út innan skamms /BHB.
Naut Þráöur 1986013 TAFLA! Einkunn l.endingu 129 Sæti 1. Faðir Drangur1978012
Rauöur1982025 125 2. Bróöir 1975001
Jóki 1982008 121 3. Bróöir 1975001
Erró 1989026 119 4. Rauður1982025
Stjóri 1985045 119 5. Forkur 1976010
Hófur 1996027 119 6. Þráöur 1986013
Hafur 1990026 118 7. Jóki 1982008
Drómi 1994025 118 8. Jóki 1982008
Peli 1996004 118 9. Svelgur 1988001
Úi1996016 117 10. Holti 1988017
Ljóri 1991003 79 324. Bjartur 1983024
Adam1989004 78 325. Tvistur 1981026
Svörfuöur 1986019 77 326. Krókur 1978018
Fálki 1990032 77 327. Kaupi 1983016
Krossi 1991032 77 328. Þistill 1984013
Akkur 1993012 73 329. Prestur 1985019
Púki 1992002 72 330. Belgur 1984036
Fáni 1991025 71 331. Kaupi 1983016
Gáski 1993004 69 332. Prestur 1985019
Fílill 1993008 65 333. Prestur 1985019