Bændablaðið - 25.03.2003, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. mars 2003
Bænckfalaðið
7
Lægri simakostnaður
og ðflugri neHenpg
Bændurnir í Fagradal komnir með nettengingu í gegnum gervilmött
Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttir í Fagradal
við Vík keyptu fyrir nokkru móttökudisk og
gervihnattarmótald til þess að tengjast Netinu. Áður
höfðu þau notast við hefðbundna ISDN- tengingu og
greitt eftir skrefafjölda. Fyrir gervihnattarsambandið
greiða þau 3.500 kr. í fastagjald á mánuði óháð
notkun.
Lœgri simakostnaður
og hraðari tenging
"Það sem mestu máli skiptir
hjá mér er að lækka símakostnað-
inn. Símareikningurinn hefur
vaxið mikið eftir að netnotkun
hófst hér í Fagradal. Hingað til
höfiim við borgað um 6-7 þúsund
krónur á mánuði fyrir tölvunotkun
með ISDN. Það sem ég fæ með
tengingunni við hnöttinn er lægri
símakostnaður og mun öflugri net-
tenging," sagði Jónas þegar
Bændablaðið heimsótti hann á
dögunum.
I Fagradal er komin ISDN-
plús tenging til að senda gögn en
þá er ekki greitt fyrir skrefafjölda
heldur 590 kr. fastagjald á mánuði.
Mánaðargjald fyrir ISDN og plús-
inn er samanlagt 2.185 kr. Heildar-
netkostnaður í Fagradal er því
5.685 kr. á mánuði. Hér ber að
athuga að hluti þessa gjalds er
fastagjald af símanum sem alltaf
þarf að greiða.
Tengingin gekk ekki þrautalaust
Nýjungin felst í því að öll
gagnamóttaka, s.s. að skoða síður
á Netinu fer í gegnum gervihnött
og er sítengd. Gögn, eins og tölvu-
póstur, sem fara frá notanda fara í
gegnum símalínu eins og áður.
Blaðamaður Bændablaðsins og
forstöðumaður tölvudeildar
Bændasamtakanna sannreyndu
búnaðinn í Fagradal og könnuðu
hvort auðvelt væri að scnda gögn
inn í miðlæga gagnagrunna sam-
takanna. Nokkur vandkvæði voru
á tengingunni til að byrja með og
þjónustumenn bæði frá hýsingar-
aðilanum Islandia og Svari ehfl,
sem ber ábyrgð á gervihnatta-
sambandinu, voru í símasambandi
til að leiðbeina með tengingar. Allt
gekk þó upp að lokum. "Diskurinn
sjálfúr var mjög einfaldur í upp-
setningu en ég og Andrés Pálma-
son, nágranni minn í Kerlingadal,
smíðuðum festingar og festum
hann á húsið. Það er mjög mikil-
vægt að hægt sé að nálgast ítar-
legar leiðbeiningar á íslensku.
Þjónustan þarf að vera hnökralaus
því menn verða að geta bjargað sér
ef eitthvað kemur uppá," sagði
Jónas.
Byggjum afkomu okkar að hluta
til á góðri nettengingu
"Upphafið að því að tengjast
hnettinum var að við áttum aldrei
þann möguleika að fá ADSL.
Okkur fannst að við yrðum að leita
annarra leiða og svo bauðst okkur
þessi búnaður eftir kynningu hér í
Vík. Við byggjum afkomu okkar
að hluta til á góðri nettengingu. Eg
sendi t.d. Morgunblaðinu efni og
myndir reglulega með tölvupósti.
Svo notum við Fjárvísi og sendum
þannig gögn fram og til baka."
Getur horft á sjónvarpið i
gegnum Netið
Fagridalur er nú tengdur við
um 30 erlendar sjónvarpsrásir sem
hægt er að horfa á í tölvunni. Skjá
1 er einnig hægt að ná i af Netinu.
Jónas er búinn að kaupa sér
skjákort í vélina fyrir um 6.000
krónur og þá er hægt að leiða kapal
yfir í sjónvarpstæki. Til þess að ná
fleiri stöðvum er hægt að kaupa
sérstakan móttakara sem er af
svipaðri stærð og DVD-spilari.
Það tæki kostar um 30 þúsund
krónur
Öflug nettenging er
orðin hreint byggðamál
Jónas og Ragnhildur nota
Netið daglega. "Fyrsta sem ég geri
á morgnana er að kveikja á
tölvunni og skoða Mbl.is og
skjálftakortið. Svo kannar maður
póstinn sinn. Þetta er orðinn hluti
af daglegu lífi, öryggistæki og
upplýsingaveita. Öflug nettenging
er orðið hreint byggðamál. Ef ég
væri að velta fyrir mér að flytja
eitthvað út í sveit þá væri þetta eitt
af þeim málum sem ég myndi
leggja fyrir mig varðandi búsetu.
Eins er með gsm-símasamband.
Fjarskiptamál skipta svo miklu
varðandi öryggi nú til dag,." sagði
Jónas.
Stórt skref inn íframtiðina
Jón Baldur Lorange tók undir
með Jónasi hve mikilvægt
byggðamál öflug og ódýr
nettenging væri. "Með þessum
nýja möguleika á tengingu við
Netið er stigið stórt skref inn í
framtíðina. Möguleikinn að geta
tengst Netinu með öflugri tengingu
hvar sem er með tiltölulega litlum
tilkostnaði opnar nýja möguleika
fyrir bændur. Það sem kórónar
þetta er ISDN-plús tengingin frá
Landssímanum sem gerir það
mögulegt að vera sítengdur við
netið gegn fastri mánaðargreiðslu
óháð notkun. í Fagradal prófuðum
við skráningu í miðlæga
gagnagrunna Bændasamtakanna
án nokkurra vandkvæða þótt
hraðinn á sambandinu út á Netið
væri aðeins 9.600 b/s í gegnum D-
rásina (ISDN-plús). Við þurftum
því ekki á B-rásinni að halda en
þegar hún opnast þá fara skrefin að
telja í símareikningnum með
tilheyrandi simakostnaði,” sagði
Jón Baldur að lokum.
Ragnhildur Jónsdóttir, Jónas Erlendsson og Jón Baldur Lorange fyrir
framan móttökudiskinn í Fagradal
KlaufskurOur
Klaufskurður er vanrækta starfið á flestum
bæjum. Það er að vonum vegna þess að hann
er erfitt tveggja manna tak og aðstaða til þess
er víðast hvar bágborin.
Þörfin á klaufskurði er misjöfh milli bæja.
Hún er mikil á bæjum þar sem stutt er á
beitilönd, kýmar ganga aldrei á malarvegum
og þær standa bundnar á mottuklæddum
básum. Við slíkar aðstæður er mjög líklegt að
klauflmar vaxi mikið og fótstaða kúnna verði
röng. Það veldur álagi á sinar, sársauka og að
lokum varanlegri breytingu á fótstöðu. Annað
vandamál sem ofl sést er að kýmar standa með
afturfætumar á ristum úr kambstáli og í
klaufimar em komnar djúpar skomr sem stálið
hefur sorfið upp í sólann. Kýrin kemst ekki hjá
því að standa þannig á ristunum að stálið sé í
skomnni. Það er líka til í dæminu að klauflr
slitni of mikið að framan þannig að hallinn á
klaufúnum verði of mikill.
Afleiðingin af slíkum klaufum er aukið
álag sem blasir ekki við nema farið sé að velta
því fyrir sér. Kúnni líður ekki vel, hún étur
minna, fóðumýtingin minnkar og hún mjólkar
þess vegna minna. Það er líklegt að henni sé
hættara við að fá súrdoða að hún beiði seinna
eftir burðinn og hún sýni lítil eða engin
beiðsliseinkenni
þegar hún beiðir.
Kúm með vaxnar
eða skemmdar
klaufír er hættara
við að stíga á spena.
Það er ekki
auðvelt að sjá hvort
þörf er á að skera
klaufir á kúm. Það
er algengt þegar
búið er að lyfta fæti
sem fljótt á litið
virðist vera í góðu
lagi að í ljós kemur
skemmd í sólanum.
Slíkar kýr finna oft
svo mikið til að það
kemur niður á
líkamsstarfsemi þeirra. Þannig er ástæða til
þess að laga einhveijar klauflr á kúm í öllum
fjósum.
Eins og sagt var í upphafl er aðstaða til
þess að skera klaufir víða bágborin og án
hennar er verkið mjög erfitt. Þrautalendingin
verður oft sú að farið er með naglbít, eða
klaufaklippur og það mesta klippt framan af
tánni. Sólinn er eftir sem áður jafn þykkur,
fótstaðan jafn slæm og táin vex áfram í
vitlausa átt. Hins vegar er klaufskurður ekkert
vandasamari en að jáma hest, ef menn kunna
til verka og hafa til þess verkfæri. Það hafa
verið haldin allmörg námskeið í klaufskurði á
Hvanneyri á undanfömum ámm. Undirritaður
hefúr einnig haldið stutt námskeið á
Suðurlandi ef eftir því hefur verið óskað.
Til þess að skera klaufir er nauðsynlegt að
hafa klaufskurðarbás. Þeir em af ýmsum
gerðum og em víða til, en em því miður lítið
notaðir. Besta verkfærið til að slípa klaufir er
lítill slípirokkur með grófúm sandpappír á
plast- eða gúmmískífú, verkfæri sem til er á
flestum bæjum, en hann þarf að vera að
minnsta kosti 800 W með 10.000 snúninga á
mínútu. Auk þess þarf hófhnífa og hófbít.
Það er umhugsunarefni hvort ekki ætti að
vera klaufskurðar- og aðgerðabás í öllum
nýjum og nýuppgerðum fjósum. Fótamein em
einhverjir algengustu sjúkdómamir í stómm
lausagöngufjósum erlendis og það má búast
við að slíkum kvillum fjölgi hér á landi þegar
kýmar stækka, fóðmnin verður sterkari og þær
ganga mest allt árið á hörðu gólfi. Hitt er svo
umhugsunarefni hvort slitflötur gólfsins sem
kýmar ganga á getur orðið of grófúr. Erlendis
em dæmi um það.
Ég hvet bændur til þess að sækja
klaufskurðamámskeið og óska eftir slíkum
námskeiðum.
Þorsteinn Olafsson,
dýralœknir
Mælt af
munni fram
Stefán Vilhjálmsson kjötmatsfor-
maöur á Akureyri lagði eitt sinn
spurningu fyrir Magnús Steinars-
son, ágætan hagyrðing sem nú
sýslar með tryggingamál Hafn-
firðinga Spurningin var þessi: Hvað
rímar á móti ærlær? Skömmu síðar
sendi Magnús svar til Stefáns í
tveimur stökum:
Kjötiðnaði kær hlær
kappinn og á lær slær,
mggar sér og rær nær
ríma kunni ærlær.
Tindra af gleöi tær skær
tinnuaugun nær fær
flink að taka fær mær
feitt í sundur ærlær.
Þótti Stefáni spurningunni
fullsvaraðl
Um ólíkt eðli
Stefán sendi á Leirinn eina „ekki er
því að leyna" vísu um ólíkt eðli
þeirra Davíðs Oddsonar:
Hneykslast mundi hvorki né
heimi frá því greina
ef einhver bæri á mig fé
- ekki er því að leyna.
Illt er að
halla á ólánsmann
Á dögunum var spurt um hvort
einhver þekkti höfund þessarar
visu:
lllt er að halla á ólánsmann
það ættum valla að gera.
Við höfum allir eins og hann
einhvern galla að bera.
Ég hef ekki séð neitt svar.
Kyrrstaðan
er mér til meins
Séra Hjálmar Jónsson segir frá því
að hann hafi verið að prófa friskari
blæ og brag á messunni þegar
hann var prestur á Sauðárkróki.
Á leið til messu kl. 14.00 hitti hann
Þorberg Þorsteinsson frá Sauðá
(hálfbróður Indriða G.) á
Kirkjutorginu á Króknum. Hjálmar
spurði hann frétta og þá svaraði
Þorbergur með þessari vísu:
Kyrrstaðan er mér til meins
margt er viö að glíma.
Presturinn messar alltaf eins
og alltaf á sama tima.
Þó við byndi
Bakkus ást
Við útför Þorbergs fáum árum
síðar fór Hjálmar með þessa vísu
hans og tíndi fleira til um þennan
ágæta vin sinn. Hjálmar segir að
um hann hefði mátt yrkja þessa
vísu:
Þó við byndi Bakkus ást
og bæri lyndisgalla
heilsteypt mynd af manni sást
milli syndafalla.
(Mér fannst hann að vísu ekki bera
lyndisgalla, segir Hjálmar.)
Ekki er því
að leyna
Hér kemur svo ein „ekki er því aö
leyna," vísa eftir Rósberg G.
Snædai:
Fram ég strekki og fjalliö klíf
fyrir blekking eina.
Það er brekka þetta líf,
því er ekki að leyna.
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson.
Netfang: ss@bondi.is