Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 12
12 Bændabiqðlð Þriðjudagur 9. desember 2003 r I augum margra útlendinga er það jákvœtt að skipta við lítinn aðila í strjálli byggð - Segir Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulœk Mikið vatn hefur unnið til sjávar síðan Arinbjöm Jóhannsson ákvað að láta slag standa og gerast ferðaþjónustubóndi. Að vísu segir hann um annað munnvikið að hann hafi hvort eð er ekki kunnað neitt annað. Þegar sveitastrákurinn á Brekkulæk í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu leitaði sér dægrastyttingar undi hann sér best við veiðiskap og hestamennsku á Amarvatnsheiði. í tæpan áratug dvaldi hann í Þýskalandi og nam m.a. mannfræði í háskóla í sunnanverðu landinu - kynntist menningu og þjóð. Nokkmm ámm síðar fór hann gjarnan með útlenska vini ríðandi um Amarvatnsheiði og þeir renndu fyrir silung. Líklega var það þá sem hann fann hvemig íslensk náttúra heillaði þýsku vinina þannig að þeir fóru ekki samir heim. Arinbjörn setti ferðaþjónustu á laggimar árið 1979 en brekkan var brött og laun ferðaþjónustubændanna létt í vasa. Fyrstu ferðimar skipulagði Arinbjöm ásamt Gudrunu Hanneck-Kloes en það vom fimm daga ferðir á hestum upp á Amarvatnsheiði með Aðalból í Miðfirði sem miðstöð. Næstu árin voru mögur - sum reyndar grindhomð - og það var ekki fyrr en nú á síðustu ámm sem innkoman vegur ögn þyngra en útgjöldin. Nú er svo komið að á þessu ári voru skipulagðar um 30 hópferðir, þar af 14 langar hestaferðir auk gesta á gistiheimilinu. Ferðaþjónusta í sveit er ekki upphaf auðsöfnunar! Aldrei má slaka á klónni því hættumar leynast víða. Stundum er það óhagstæð gengisþróun sem pirrar veskið og stundum er það eitthvað annað. Allan þennan tíma hefur Arinbjöm verið félagi í Ferðaþjónustu bænda sem hann hrósar í hástert. Án hennar gætu menn til dæmis ekki haslað sér völl í ferðaþjónustunni. Rösklega fimm ársverk em bundin ferðaþjónustunni á Brekkulæk en mikið er umleikis á sumrin þegar starfsmennimir eru á annan tuginn. Hestar Arinbjamar fylla lífi og sál og hefur líka pappír upp á það frá ráðuneytinu að mega kalla sig "ferðaskipuleggjanda" - eða B-leyfishafa - en þá fara framlagðar tryggingar eftir veltu. Hafa útlendingar þann áhuga á íslandi sem við íslendingar teljum sjálfsagt að þeir hafi? Eiga útlendingar að storma til íslands? Arinbjörn hristir höfuðið og segir að að þekking og áhugi á íslandi og íslenskum málefnum sé bundinn við afar fáa. "Hins vegar er ekki útlokað að vekja áhuga manna á landi og þjóð og þá ekki síst ef um útivistarfólk er að ræða eða fólk sem hefúr áhuga á hestum. Ég fer á hestasýningar á meginlandinu og hitti þá svona fólk en líka er ég í sambandi við ferðaheildsala ytra." Arinbjöm segir að íslenski hesturinn sé sá segull sem virkar einna best. Utlendingar hafi áhuga á hestaferðum enda séu þær engu líkar. Hann er sammála Guðna landbúnaðarráðherra Ágústssyni að hesturinn sé prýðilegur sendiherra, en "ég sakna þess hvað menn koma honum lítið á hins vegar sjö tugi! Hópar koma og fara. Sumar ganga um heiðamar en aðrir fara ríðandi undir stjóm og í verktöku nábúa Arinbjamar, Eggerts Pálssonar. Margt hefúr verið brallað og reynt. Þannig var eitt árið boðið upp á gönguferðir í veiði á Amarvatnsheiði en þær ferðir náðu ekki að festast í sessi. Sömuleiðis gekk ekki að bjóða fólki upp á reiðhjólaferðir. En árið 1988 byrjaði Arinbjöm að bjóða upp á gönguferðir frá Húsafelli yfir hálendið vestan jökla og norður í Miðfjörð og þær nutu strax vinsælda og hafa haldið þeim allt til þessa dags. Gönguferðir með nokkrum tilbrigðum yfír Amarvatnsheiði em líka afar vinsælar og sama má segja um tíu daga vor- og haustferðir með áherslu á einkenni árstíðanna. Þá skoða menn fúgla og nýfædd lömb, haustliti og fara í réttir. Starfsemin teygir víða anga sína því hópar á vegum Brekkulækjar fara nú um Homstrandir. En hvemig er að vera Á myndinni t.v. eru þeir feðgar Jóhann og Arinbjörn i hesthúsinu. Myndin t.h. er tekin á skrifstofu ferðaþjónstunnar á Brekkulæk. Arinbjörn og Claudia Hofmann sögðu óreiðuna á skrifborðinu of mikla - en gáfu sig að lokum. Ef eitthvað þá sýnir borðið að þarna býr vinnandi fólk! með aðalstöðvamar í Brekkulæk? Skiptir staðsetningin máli? Því svarar Arinbjöm neitandi og bætir við að í augum margra útlendinga sé það jákvætt að skipta við lítinn aðila í strjálli byggð. "Þeir telja það einfaldlega betri tryggingu íyrir góðri tengingu við lífið í landinu og betri þekkingu og innsýn í náttúruna," sagði Arinbjörn. Tölvutæknin skiptir máli og Brekkulækur á sér heimasíðu - en hvemig gengur Arinbimi að eiga við tölvur og álíka galdratæki? "Konan sér um þetta allt saman, en ég er mjög góður að tala í síma", segir Arinbjöm og hlær dátt. Ferðaþjónustubóndinn Arinbjöm þarf líka sífellt að leita nýrra leiða til að afla sér viðskiptavina en heima í skemmu bíða líka ótal hnakkar og beisli, vagnar og matvælakassar sem farið er með upp á heiðar síðla vetrar; á slóðir sem aðeins em færar hestum, hundum og ferðafólki sem er tilbúið til að leggja talsvert á sig svo það megi kynnast húnveskum heiðum og mannlífi. Hann er ferðaskipuleggjandi af

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.