Bændablaðið - 09.12.2003, Page 16
16
Bændobiaðið
Þriðjudagur 9. desember 2003
Reiknaðu út
arðsemi
kvötakaupanna!
Áður en lagt út í kaup á fullvirðisrétti er rétt að velta vel fyrir sér
hclstu forsendum framleiðsluaukningarinnar, jafnt ytri forsendum
sem eigin rekstraraðstæðum. í líkani sem búið er að setja á vefinn
bondi.is (undir ráðgjafasvið) er hæg að setja inn eigin forsendur á
flestum þáttum og velta fyrir sér arðseminni ef tekjur eða gjöld
breytast frá því sem nú er. Líkanið er sjóðsstreymislíkan sem reiknar
með því að þær krónur sem skapast við framleiðsluaukninguna fari
allar til að greiða niður fjármögnun hennar.
Alþjóðasamningar varðandi
stuðning við landbúnað benda til
þess að stuðningur ríkisins til
lækkunar á útsöluverði mjóikur-
afurða verði ekki eingöngu greidd-
ur til bænda í tengslum viö fram-
leitt magn eins og nú er. Af-
leiðingar þess verða að jafnvel þó
að ríkisstuðningur við framleið-
sluna haldist óbreyttur næstu 10 ár
mun vægi fullvirðis-
réttarins í greiðslun-
um minnka og verð-
mæti hans því
jafnframt lækka.
Breytilegur
kostnaður við
framleiðslu á einum
lítra af mjólk, sam-
kvæmt búreikninga-
skýrslu Hag-
þjónustu landbún-
aðarins, var 31,6
krónur í fyrra og hefur hækkað
lítillega á milli ára. Er þá miðað
við meðaltölur framleiðenda sem
framleiða meira en 156.000 lítra á
ári.
Einhver dæmi eru um að menn
reikni breytilega kostnaðinn sem 0
krónur á þeim forsendum að þeir
framleiði viðkomandi lítra hvort
sem er. Slíkir reikningar eru afar
vafasamir því að auðvelt er að
stýra framleiðslunni þannig að
frávikin frá fullvirðisréttinum
verði einungis nokkrar þúsundir
lítra og breytilegur kostnaður er sá
kostnaður sem beinlínis tengist
framleiðslumagni og reynslan
sýnir að hann iylgir ffamleiddu
magni mjög vel. Þó getur verið að
einhverjir geti framleitt fleiri lítra
með lægri viðbótarkostnaði en
sem nemur áðumefndu meðaltali.
Kjamfóðurkostnaður, lyf- og dýra-
læknaþjónusta og búnaðargjald
fylgir þó afar sterkt jafnvel
minnstu viðbót í framleiðslu. En
áburður og þess háttar síður þó að
menn ættu líklega að gefa því
meiri gaum en verið hefúr.
Em framleiðsluaðstæður fyrir
hendi eða mun fastur kostnaður
hækka við framleiðsluaukning-
una? Flestir þeir liðir sem flokkast
undir fastan kostnað verða að
einhverju leyti tengdir ffarn-
leiðslumagni ef tímabilið sem
skoðað er er ekki bókhaldsárið
heldur 10 eða
20 slík. Aftur á
móti hefúr mikil
hagræðing átt
sér stað varð-
andi fastan
kostnað undan-
farin ár og
líklega eru víða
möguleikar á
enn meiri hag-
ræðingu.
Hvað
breytist í arðsemi kvótakaupanna
ef greitt er fyrir umffammjólk, t.d.
fullt verð þriðja hvert ár, og hvaða
áhrif hafa breytingar á vaxtastigi á
arðsemina? Hægt er að setja inn
líkleg áhrif verðbólgu sem hækkun
á vaxtalið því að líklegt er að
tekjur hækki töluvert seinna en
gjöldin og vaxtagreiðslumar
hækka fyrst allra gjalda.
Skuldsetning rekstrarins má
heldur ekki fara það hátt að aukin
verðbólga, lækkun afúrðaverðs
eða lækkun kvótaverðs og þar með
verðmætis þess veðs sem sett er til
tryggingar skuldunum setji menn
út af laginu. Þá gæti verið betra að
fara rólegar af stað og kaupa þó
ekki nema fyrir rekstrarafgang
ársins á svona háu verði eins og
tíðkast nú en skuldsetja sig ekki til
skaða. . Ef afurðaverð lækkar og
beingreiðslur lækka þá gerist það
samhliða að erfiðara verður að
standa við greiðslur og verð á full-
virðisréttinum, og þar með
eignunum, lækkar./SE
Búreksturinn
Margir eiga erfitt mel
al grisja skógina sinn
Allan skóg er
nauðsynlegt að grisja
eftir því sem trén
stækka og þurfa meira
pláss. Fyrir
skógræktarfélög sem
láta fagmenn gera
þetta er ekki um
annað vandamál að
ræða en að afla fjár til
verksins. En fyrir
marga einstaklinga
sem eiga litla
skógarreiti er þctta
mikið vandamál vegna
þcss að
ræktunarþátturinn er
svo tilfinningatengdur.
Fólk getur ekki fengið
af sér að fella fallegt
tré sem það hefur
fylgst með vaxa í mörg
ár.
Ólafur Oddsson,
hjá Skógrækt ríkisins,
segist hafa orðið mjög
var við þetta en
grisjun er nauðsynleg
til þess að skógurinn
þrfflst. Hann segir
grisjun nokkuð erfitt
verk en ef fólk grisjar
jafnóðum og tekur
grisjunina í áfongum
þá eiga allir að geta
ráðið við hana.
Effólker að fella
stór tré þá er hægt að
fara með þau í
viðarmyllu
Skógræktar ríkisins að
Mógilsá og fá trén
söguð niður í borð sem
síðan er hægt að nota í
hvað sem er. Á
Mógiisá er sög sem
tekur svona bolvið og
er hún sú eina á
landinu fyrir utan
sagir sem eru hjá
Skógrækt ríkisins á
Hallormsstað og á
Ströndum þar sem
Strandamenn saga
niður rekavið.
Ólafur segir að ef
tré séu grennri en svo
að hægt sé að saga þau
í borð þá geti fólk lært
að breyta þeim í efni
sem hægt er að nota til
að smíða úr. Á
námskeiðum sem
Garðyrkjuskólinn á
Reykjum hefur efnt til
og nefnast „Lesið í
skóginn og tálgað í
tré" er fólki einmitt
kennt að vinna
nytjahluti úr grönnu
grisjunarefni. Þessi
námskeið voru haldin í
fyrravetur og eru að
fara af stað aftur um
þessar mundir.
Hjónin á Gauksmýri Sigríður Lárusdóttir, Jóhann Albertsson og sonur þeirra Albert sátu fund ferðaþjónustu-
bænda á Hótel Sögu um daginn. Svipurinn á Albert bendir til að hann hefði getað hugsað sér ýmislegt
skemmtilegra en að vera á fundi...
WIO mun M emtaskipti á landbúnaOarstefniinni i Noregi
Markaðsafskipti og framleiðslutengdur
stuðningur í landbúnaði burt - velkomin
til hraðari breytinga á bústærð og fjölda
búa (strúktúrbreytinga). Þetta kunna
stjórnmálamenn að verða neyddir til að
segja til að bjarga norskum landbúnaði í
Ijósi þeirra áskorana sem blasa við vegna
breytinga á samningum um
alþjóðaviðskipti með búvörur innan
WTO. Þetta segir hagfræðingur hjá
norsku rannsóknarstofnuninni í land-
búnaðarhagfræði (NILF), Klaus Mitten-
zwei, í viðtaii við norska bændablaðið í
byrjun október.
Hann gefur sér að markmiðið verði að
viðhalda framleiðslu búvara í Noregi í
svipuðum mæii og nú. Aðlögunin getur
falist í þremur leiðum sem nota verður sam-
hliða, þetta er ekki matseðill sem hægt er að
velja af.
1. Afnám lágmarksverds
í Noregi eru um 90% búvara háðar
markaðsaðgerðum sem ætlað er að halda
uppi og draga úr sveiflum á verði til fram-
leiðenda. Ein ieiðin til að draga úr stuðningi
eins og hann er mældur með aðferðum
OEDC er að afnema opinbera íhlutun í
afúrðaverði (m.ö.o. lágmarksverð á afúrð-
um). Gulur stuðningur (AMS) í Noregi er
að mestu tilkominn vegna þess að verð til
framleiðenda í Noregi er hærra en á heims-
markaði. Verði opinber afskipti af verð-
lagningu afnumin hverfur þessi stuðningur,
þannig mældur - án þess að um raunveru-
lega lækkun á stuðningi sé að ræða segir
Mittenzwei. Öll lönd sem Norðmenn bera
sig saman við hafa hins vegar markaðsað-
gerðir af einhverju tagi fyrir sínar mikil-
vægustu afúrðir. Við þetta eykst hins vegar
hættan á verulegum verðsveiflum sem ekki
er óskastaða fyrir búgreinar sem hafa lengi
búið við að markaðsaðgerðir væru grund-
vallaratriði í landbúnaðarstefnunni. T.d.
yrði ekki hægt að greiða niður útflutning á
umffambirgðum af kjöti. Framleiðendur
yrðu sjálfír að bera kostnaðinn af siíkum
aðgerðum.
Mjólk nýtir 40% af AMS (gulum stuðn-
ingi) í Noregi. Ef lágmarksverð á mjólk
verður afnumið en haldið í markaðsaðgerðir
þyrfti að afnema allar aðgerðir í öðrum
búgreinum sem beinast að því að halda uppi
verði (lágmarksverði), til að ná iækkun á
AMS og mæta þessum nýju kröfúm. Ef
hins vegar markaðsaðgerðir yrðu einnig
afnumdar myndi nýting á AMS stórlækka.
WTO lítur eingöngu til aðgerða ríkis-
valdsins. Ef samvinna bænda helst geta þeir
sjálfir og samvinnufyrirtæki þeirra unnið
verulega gegn verðsveiflum.
2. Ur bláu i grcent
Nýjustu hugmyndir innan WTO fela í
sér að bláa boxið yrði nánast afnumið,
Norðmenn þyrftu að draga saman í þessum
flokki úr 7,5 milljörðum í 1 milljarð.
Lausnin fælist í að flytja þennan stuðning í
græna boxið. í mjólkinni gæti þetta gerst
þannig að ailir sem nú fá stuðning eða á
ákveðnum gefnum tímapunkti ættu kost á
greiðslum í ffamtíðinni hvort sem þeir halda
áffam búskap eða ekki. Við slíkan stuðning
skapast hins vegar sú hætta að hann hvetji
ekki til framleiðslu og það verður erfíðara
að fá fylgi við hann meðal greiðenda þegar
hann tengist ekki lengur matvælafram-
leiðslu. Hægt er að koma til móts við þetta
með því að setja kröfur um ásýnd og nýt-
ingu lands og einnig telur Mittenzwei að
ffamleiðslutengdar greiðslur sem hafa
byggðatengingu megi hugsanlega telja
grænar, líkt og gert er í Finnlandi. Þetta sé
þó ekki tryggt og megi líkja við öku-
skírteinislausan bílstjóra, allt gengur vel
meðan enginn stendur hann að verki.
3. Stœrri bú og fœrri bœndur
Þriðji möguleikinn er svo að auka ffam-
leiðni í norskum landbúnaði, lækka
kostnað, stækka búin og fækka bændum.
Ein leið til þess væri aukin samkeppni og að
draga úr aðgerðum sem eru smábúum í hag,
þ.e. að flýta enn ffekar þróun síðustu ára þar
sem reynt hefur verið að auka stærðarhag-
kvæmni en viðhaida samt smábúum og fjöl-
skyldubúskap. í Noregi eru skiptar skoðanir
um þetta og sumir flokkar hlynntir því að
hverfa ffá þeirri stefnu sem hefúr verið við
lýði þ.e. að viðhalda fjölda búa og umbuna
smærri búum í styrkjum.
Lausl. þýtt og endursagt: EB