Bændablaðið - 09.12.2003, Blaðsíða 19
Þridjudagur 9. desember 2003
Bæncblaðið
19
Verðlitlu ænkjfiti breytt
í lúxuslorréffl
Undanfarin 2 ár hefur starfsfólk
Fjallalambs á Kópaskeri unnið
að þróun hráverkaðra forrétta
úr kindakjöti. Þarna er um að
ræða afar fina og verðmæta
vöru sem hentar vel á veisluborð
eða í heimboðin og er gott innleg
í matarmenningu Islendinga.
Fjórar tegundir eru þegar
komnar á markaðinn og hefur
nafngiftin vakið mikla athygli.
Réttimir bera nöín eins og Höfð-
ingi- reykt sauðafille; Æringi -
grafið sauðafílle; Græningi -
þurrkaður sauðavöðvi og Sveit-
ungi, sem er þeirra nýjastur og
líkist mest evrópskum hráskinkum
svo sem parmaskinkunni. Auk
þessa er Fjallalamb að selja sér-
meðhöndlað hangikjöt sem hráan
forrétt og er það afar vinsælt líka.
Fjallalambsmenn telja ótvírætt að
það liggi í þjóðarsálinni þörf fyrir
neyslu á hráu kjöti og enginn vafi
á að vel hráverkað kjöt bætir
meltingu og mótstöðu gegn
meltingartruflunum...
Forrétti Fjallalambs má nota á
ýmsan hátt og er nánast hug-
myndaflugið eitt sem takmarkar
möguleikana.
Hér má sjá forréttardisk sem
gæti verið hver sem er af for-
réttunum fjórum en einnig má sjá
fleiri útfærslur á heimasíðu Fjalla-
lambs www.fjallalamb.is sem var
opnuð nú um miðjan desember.
§m
Búneðersemband
Suðurlands helup
opnað Ifflbú ú
Hvolsvelli
Búnaðarsamband Suðurlands
hefur opnað útibú á Hvolsveili
en sem kunnugter eru
höfuðstöðvar þess á Selfossi.
Pétur Halldórsson, ráðunautur
hjá BSSL, sér um skrifstofuna á
Hvolsvelli og segist hann vera
þar tvo til þrjá daga í viku.
Búnaðarsambandssvæðið nær
alveg frá Lómagnúpi og vestur að
Reykjanesi þannig að skrifstofan
á Hvolsvelli styttir leiðina fyrir
bændur á austursvæðinu sem
erindi eiga við
Búnaðarsambandið.
Pétur segist aðallega vera í
greiningar- og
rekstraráætlunargerð en hann
bendir á að starf ráðunauta sé
ákaflega fjölbreytt þannig að það
eru mörg mál sem til hans berast
og að nóg hafi verið að gera síðan
skrifstofan var opnuð í sumar er
leið.
Símar Péturs eru 862 9322 og
487 1513.
Vesturlandsskógar mifila
þekkingu til skúgarbænda
Miðlun þekkingar til skógarbænda er
eitt mikilvægasta hlutverk Vesturlands-
skóga. Þekkingunni er komið á framfæri
með ýmsu móti: með ræktunaráætlun (sem
felur í sér uppskrift að framkvæmdum með
allítarlegri verklýsingu), með heimsóknum
til bænda og upplýsingagjöf gegnum síma og
tölvu, en ekki hvað síst með námskeiðshaldi.
Haldin verða árlega á Hvanneyri u.þ.b. sex
námskeið ætluð skógarbændum. Alls gefst
hverjum skógarbónda kostur á að sækja
nítján námskeið á nokkurra ára tímabili.
Nokkur námskeiðanna eru svokölluð grunn-
námskeið sem ætlast er til að allir skógar-
bændur sæki. Önnur eru ætluð þeim, sem
eru sérstaklega áhugasamir. Ef menn Ijúka
ákveðnum námskeiðspakka, sem felur í sér
niu skyldunámskeið og a.m.k. þrjú valfrjáls
námskeið, gefur slíkur "pakki" einingar til
náms í bændadeild Landbúnaðarháskólans.
Föstudaginn 14. nóvembcr var vígð á
Hvanneyri ný skrifstofubygging þar sem
verður aðsetur ýmissa stofnana sem tengjast
landbúnaði. Við þetta tækifæri var undir-
ritaður samstarfssamningur milli Vestur-
landsskóga og Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri um námskeiðshald.
A myndinni t.v. má sjá Magnús B.
Jónsson, rektor Landbúnaðarháskólans á
Hvanneyri, og Skúla Alexandersson,
formann stjórnar Vesturlandsskóga,
undirrita samstarfssamning um
námskeiðshald.
Fyrsta heimilið
FærAu relkninga í tíma og ðtíma? Áttu erfitt með að átta þig á því hve
mikið þú þarft að greiða f mánaðarleg útgjöld? Þú færð fyrsta árið frítt í
Greiðsluþjónustu Búnaðarbankans - og bankinn sér um að greiða reikningana
á réttum tíma. Ekki nóg með það, því útgjöldin dreifast jafnt á alla mánuði
ársins og þú greiðir alltaf sömu fjárhæð í hverjum mánuði. Þú losnar við
gluggapóstinn, dráttarvextina, biðraðirnar og útgjaldasveiflurnar og veist
alltaf hvar þú stendur í fjármálum.
BÚNAÐARBANKINN
-Traustur banki
BÚNAÐARBANKINN - FYRIR ÞIG
www.bt.is
ónusta