Bændablaðið - 09.12.2003, Page 20

Bændablaðið - 09.12.2003, Page 20
20 Bændablaðið Þriójudagur 9. desember 2003 BeiOslisgreining er listgrein Það skiptir miklu máli hversu vel er fylgst með gangmálum. en Þrátt fyrir að vel sé fylgst með og allt skráð niður verður eftirlit gangmála frekar listgrein en kunnátta. Þenslu larið að gæta víða á Austurlandi Víða á Austfjörðum eru menn farnir að finna fyrir þeirri þenslu sem fylgir hinum miklu framkvæmdum við Kárahnjúka og undirbúning að álversframkvæmdum á Reyðarfirði. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlunum svo sem á Egilsstöðum og i Fjarðarbyggð en þenslan er mest á þessum stöðum. Að kalla beiðslisgreiningu listgrein er ekki gert til að draga kraftinn úr bændum. Það er hins vegar meint sem skýring á því hvers vegna talað er um að beiðslisgreining sé erfið. Þeir sem hafa með eftirlit gangmála að gera á bæjunum hafa næga þekkingu á tíðahringnum, sem er yfirleitt 21 dagur, og þekkja hvemig beiðsli skiptist í for-, há- og síðbeiðsli. Þrátt fyrir það, er það þannig að kýr og kvígur em einstaklingar og hafa misjafna lengd á tíðahring og hegða sér misjafnlega þegar þær em yxna. Frjóvgunin ætti að eiga sér stað eftir hábeiðslin, svo hvenær er þá best að sæða? Margir biðja um sæðingu of snemma en hvenær og hversu lengi á að bíða þangað til sæðing er pöntuð? Það skiptir máli að fara eftir sinni eigin tilfinningu. Þess vegna er beiðslisgreining meira en vísindaleg, tæknileg athugun á hverri kú á þriggja vikna fresti. I þessari grein verður farið í stuttu máli yfir tæknilegu hliðina. Hvaó er mikilvœgast? I beiðslisgreiningu er öll athugun mikilvæg ásamt því að athuganimar séu skráðar í dagatal gangmála. Athuganir eins og breytingar á hegðun, óróleiki, for- vitni, slím, áferð slímsins, blæð- ingar, ef kýrin riðlast á öðmm kúm og baul er mikilvægt að skrifa niður. Meira að segja það að skrifa hjá sér ef engin breyting er getur verið mikilvægt þegar maður sér að það myndast mynstur um lengd gangmála og tímabilið á milli gangmála Kúabúið kýrinnar. Óvemleg slímmyndun eða möguleg blæðing getur síðar meir gefið mjög mikilvægar upp- lýsingar. Það á heldur ekki að hika við að biðja sæðingamanninn eða dýralækninn um hjálp til að sjá mynstrið út frá þeim upp- lýsingum sem hann skráir niður. Mikilvægt er að vera sammála um hvort kýrin hafi 17 eða 24 daga tíðahring. Einnig ætti að skrifa niður athugasemdir og skilaboð sæðingamanns eða dýralæknis. Einblínt á gangmál Það kemur fyrir að manni finnst að léleg beiðslisgreining gangi í erfðir milli kynslóða á bæjunum eða að ræktendur eða nýir eigendur búsins strefi við að ná tökum á vandanum. I þeim til- fellum á að einblína á beiðslis- greiningu og búa sér lil fastar venjur eins og aukaferð í fjósið um miðjan dag og að kvöldi til. Það skiptir miklu máli að eyða tíma með dýrunum til að sjá muninn á þeirra venjulegu hegðun og hegðun við gangmál. Hvemig merki um beiðsli má búast við að sjá fer eflir hvaða tími ársins er og hvort kýmar séu í lausagönguQósi eða básafjósi. Auðveldast er að sjá þegar kýr eru yxna að vori og sumri. Ljósið hefur eitthvað með það að gera en á vetuma er mikil- vægt að hafa góða lýsingu í fjós- inu. í lausagöngufjósum eða þegar kýmar eru á beit er auð- veldara fyrir þær að riðlast hver á annarri. Það er ágætis regla að daginn eftir að kýrin riðlast á annarri kú, er hún í hábeiðslum, það er að segja daginn eftir að hún stendur kyrr þegar aðrar kýr riðlast á henni. Baul og óróleiki er einnig greinileg merki um yxni. Slíntmyndun og blœóingar Kýr á básum geta ekki riðlast, en einfaldara getur verið að upp- götva slímmyndun og blæðingar hjá kúm í básafjósi. Þegar kýrin er yxna em skapabarmamir bólgnir, rauðir og rakir. Slímið er glært og hægt er að draga út langa slím- tauma. Oft er hægt að finna rakar rendur og slím bæði á lendum og á halanum. Blæðingar ættu að verða einum til tveimur dögum eftir sæðingu. Ekki blæðir úr öllum kúm, kýrin getur haldið hvort sem henni blæðir eða ekki. Ef beiðsli em ekki greinileg hjá 14 mánaða kvígum eða kúm sex vikum eftir burð ætti að láta dýralækni athuga hvort um sé að ræða einhver vandamál, svo sem blöðmr á eggjastokkum. Landssamband kúabœnda, desember 2003 Þýtt úr Buskap 4/2003 Sigfríður Þorsteinsdóttir, sveit- arstjóri Breiðdalshrepps, segir að þar komi þessi þensia ffam í því að karlmenn á besta aldri fari og fái sér vinnu við ffamkvæmdimar við Kárahnjúka því þar býðst þeim miklu meiri vinna en í heima- byggðinni. Hún segir að Breið- dalshreppur geti auðveldlega tekið við fleira fólki. Menn gætu unnið við Kárahnjúka en búið í Breið- dalshreppi þar sem húsnæðis- kostnaðurinn er mun minni en bæði á Egilsstöðum og í Fjarðar- byggð. „Við emm vel sett með skóla og leikskóla, dagvist fyrir aldraða, sundlaug og íþróttahús. Þetta er allt þjónusta sem við erum mjög stolt af. Svo em tækifæri til af- þreyingar, hér em ekki færri en fjögur hótel," sagði Sigffíður. Það hefnr komið ffam að Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum er með í undirbúningi um- fangsmiklar framkvæmdir bæði á Egilsstöðum og á Reyðarfirði sem tengjast þeim auknu umsvifum á Austurlandi í tengslum við virkjanaffamkvæmdir. Þá þarf Austur-Hérað að leggja í miklar ffamkvæmdir og er gert ráð fyrir 380 milljóna króna Qár- festingum á næsta ári sem er 200 milljónum króna meira en á yfirstandandi ári. Helstu ffam- kvæmdir verða við byggingu leikskóla, viðbyggingu Mennta- skólans á Egilsstöðum, stækkun íþróttamiðstöðvar, undirbúnings- vinnu að stækkun Gunnskólans á Egilsstöðum, gatnagerð, ffáveitu- og vatnsveitu ramkvæmdir í nýjum íbúðahverfum. UterkomiD irððleg og skemmtileg bók írð Nautgripa- raiktarfélagi Hrunamanna Bókin heitir Nautgriparæktar- félag Hrunamanna 100 ára, 1903-2003. Fjallar hún um að- draganda, stofnun og sögu Nautgriparæktarfélags Hrunamanna síðustu 100 árin en félagið fagnaði aldarafmæli sínu 1. nóvember 2003 og er eitt elsta nautgriparæktarfélag á landinu. Saga Nautgriparæktarfélags Hrunamannahrepps er nokkuð lýsandi dæmi um störf naut- griparæktarfélaga á árum áður en vinnan sem innt var af hendi í kringum nautgriparækt var ótrúlega mikil fyrr á tímum sérstaklega kringum nautahaldið og skýrsluhaldið. Bókina skrifar Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík með aðstoð stjóm- ar félagsins og er hún prýdd um 100 myndum. Þar er einnig að finna sér kafla um hina lands- frægu kú Huppu á Kluftum. Þessi bók er tilvalin í jóla- pakka bóndans. Bókin ,sem er tæpar 190 blaðsíður, kostar 2.900 krónur og fæst hjá stjóminni: Jón Viðar, s: 486-6648, Þórunn, s: 486- 6558 og Esther, s: 486-6590. Bændablaðið kemur næst út 13. janúar. Væntanlegir auglýsendur eru beðnir um að hafa sem fyrst samband við auglýsingastjóra í síma 563 0300. Lamir og stafjárn VÉLAVAL-Varmahlíð hf S: 453 8888 fax: 453 8828 vefur: www.velaval.is netpóstur: velaval@velaval.is Dráttarvélar fyrir unga sem aldna! Fatnaður Flíspeysur Ulpur

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.