Bændablaðið - 09.12.2003, Page 26
26
Bændablaðið
Þridjudagur 9. desember 2003
Ahrií á einslakar
húgreinar
Aðild íslands að Evrópusambandinu myndi hafa áhrif á allar búgreinar, mismikil þó. í skýrslunni er
tekið fram að mikil óvissa ríki um það hvaða kjör íslendingar myndu fá út úr aðildarviðræðum og þess
vegna mjög erfitt að sjá fyrir áhrif aðildar. Þó eru ákveðnir þættir nokkuð Ijósir.
Mjólk
Ef litið er á mjólkurfram-
leiðsluna þá ráðast kjör hennar af
þremur þáttum:
♦ Stærð framlciðslukvóta við
úthlutun og nýtingu hans til
lengri tíma.
♦ Stuðningi við greinina í
breyttu umhverfi.
♦ Greiðslugetu afurðastöðva til
mjólkurframleiðenda.
Kvótinn yrði væntanlega
svipaður og nú en nýting hans, það
er framleiðsla á mjólk,
ræðst væntanlega af
hlutdeild af innanlands-
markaði sem enginn veit
hver verður. Hlutdeildin
mun ráðast af
verðhlutfollum innlendrar
og erlendrar framleiðslu.
Ferskvara (drykkjarmjólk,
rjómi o.þ.h.) myndi njóta
fjarlægðarvemdar en
vömr með lengra
geymsluþol (ostar, jógúrt
o.þ.h.) þyrftu að keppa við
innfluttar vömr.
Stuðningur hins
opinbera við mjólk-
urframleiðslu myndi
lækka vemlega. Nefht er
dæmi frá finnsku
mjólkurbúi sem fær um
20 krónur í stuðning við hvem
mjólkurlítra.
Þegar Island væri orðið hluti af
innri markaði ESB yrði heild-
söluverð mjólkurafurða ffá afurða-
stöð að lækka um 10-15 kr. á hvem
mjólkurlítra, jafhvel meira. Þessari
verðlækkun yrðu bændur og
afurðastöðvar að mæta með hag-
ræðingu og lækkun kostnaðar,
stækkun búa og fækkun afúrða-
stöðva.
Kindakjöt
Kjör sauðfjárræktarinnar
myndu ráðast af þróun markaðs-
mála og stuðningi við greinina.
Markaðsmálin hafa tekið ömm
breytingum undanfarin ár og sér
ekki fyrir endann á þeim. Verð-
lækkun til ffamleiðenda yrði ekki
nærri því eins mikil og í mjólkinni
og vemlegir möguleikar em til
hagræðingar í greininni, einkum í
sláturkostnaði með fækkun
Grétar Már Sigurðsson
Frumhald af bls. 25
miklu betri skilningur á málefnum
landbúnaðarins hér í ráðuneytinu
en áður."
Að þekkja keppinautinn
Grétar Már segir að vinna
starfshópsins hafi skilað góðum
árangri og vitnar í því sambandi til
orða finnsks ráðherra sem nefnd-
armenn hittu á ferð sinni í Finn-
landi. "Hann gaf okkur það ráð að
hvort sem við hygðum á inngöngu
í ESB eða ekki þá yrðum við að
setja okkur vel inn í regluverkið
hjá sambandinu vegna þess að það
hefúr bæði bein og óbein áhrif á ís-
lenskan landbúnað. Auk þess væri
eðlilegt að kynna sér hvað væri að
gerast hjá keppinautunum, rétt
eins og gert er í öðrum atvinnu-
greinum. Þar væri eflaust hægt að
læra ýmisiegt sem gagnast
mönnum. Hér í ráðuneytinu teljum
við okkur standa betur að vígi í því
að gæta hagsmuna íslensks land-
búnaðar með þessa skýrslu í
höndunum. Samstarfíð í hópnum
t hefúr einnig verið mjög gott og
hefúr styrkt samstarfið milli
bænda og ráðuneytanna."
- Það eru ekki ýkja afgerandi
svör í skýrslunni.
"Það er kveðið nokkuð skýrt á
um að við teljum að íslenskur
landbúnaður væri ekki betur kom-
inn innan ESB miðað við nú-
verandi aðstæður. En skýrslan
sýnir fram á að landbúnaðarstefna
ESB er ekki mjög afmörkuð, það
er hægt að semja um margt innan
hennar. Hins vegar þarf að endur-
meta þessa niðurstöðu ef samn-
ingar takast á vettvangi WTO um
verulegar breytingar á viðskipta-
umhverfmu."
- Hvernig mun ráðuneytiö not-
fœra sér þessa vinnu?
"Hún skilar sér beint í hags-
munavörslu okkar í viðræðunum
innan WTO og í samskiptum við
ESB. Við erum betur upplýstir en
áður. Það skiptir okkur líka miklu
máli að vera í góðu sambandi við
bændur, bæði um viðræðumar í
WTO og einnig um þá viðleitni
okkar að liðka til fyrir útflutningi á
hrossum og búvörum. Þetta
samband hefúr mátt vera öflugra.
Ég vonast líka eftir því að þessi
skýrsla verði til þess að menn
hugsi um þróun landbúnaðar
lengra fram í tímann en gert hefúr
verið. Það hlýtur líka að vera
jákvætt að fylgjast með því sem
aðrir em að gera og nýta sér það
sem vel er gert annars staðar,"
segir Grétar Már Sigurðsson.
sláturhúsa.
Stuðningur hins opinbera við
sauðfjárræktina gæti haldist svipað-
ur og hann er nú en það fer þó eftir
niðurstöðu samninga við ESB.
Nautgripakjöt
Framleiðsla nautgripakjöts
stendur ekki undir sér hér á landi
nema sem hliðarbúgrein með
mjólkurframleiðslu. Þetta gæti
breyst við aðild að ESB þar sem
greinin nýtur stuðnings frá hinu
opinbera sem hún gerir
ekki hér á landi. Hann mun
þó taka breytingum effir að
endurskoðun land-
búnaðarstefnu ESB tekur
gildi en óljóst er hver áhrif
hennar verða þar sem enn á
eftir að semja ýmsar reglu-
gerðir sem ákvarða
stuðninginn.
Svinakjöt
Verð á svínakjöti til
ffamleiðenda hefúr farið
hratt lækkandi hér á landi
að undanfomu, búum
fækkar ört og einingamar
stækka. Skýrsluhöfúndar
telja að verðið til fram-
leiðenda megi ekki vera
hærra en 150 kr. á kíló til
þess að kjötið standist samkeppni
við innflutning. Með styrkjum
gætu tekjur bænda verið 180-190
kr. á kíló. Greinin myndi njóta
nokkurrar vemdar vegna þess að
innflutningur á fersku svínakjöti er
miklum annmörkum háð vegna
svínasjúkdóma sem herja á ná-
granna okkar. Hins vegar veikir hár
vinnslukostnaður samkeppnisstöðu
mikið unninna svínakjötsafúrða.
Alifuglakjöt
Verð á því hefúr einnig farið
hríðlækkandi upp á síðkastið og sér
ekki fyrir endann á því. Hér á landi
em vemlegir hagræðingarmögu-
leikar svo sem í fjárfestingum í
húsum sem em helmingi meiri hér
en í Svíþjóð. Einnig væri hægt að
lækka launakostnað með aukinni
sérhæfingu og stækkun eininga.
Alifuglarækt nýtur fjarlægð-
arvemdar hvað snertir sölu á fersku
kjöti því innflutningur á því er
tæpast raunhæfur eins og er. Grein-
in gæti reiknað með einhverjum
stuðningi sem ekki er til staðar
núna.
Egg
Þótt verð á eggjum hafi lækkað
og afúrðir hænsnastofnsins aukist
er verð til ffamleiðenda samt tvö-
falt hærra en í Svíþjóð. Inn-
flutningur á eggjum er raunhæfúr
möguleiki og því má búast við
vemlegum tekjusamdrætti hjá
eggjabændum. Þá mun reyna á
möguleika þeirra til hagræðingar
en þeir geta einnig vonast eftir ein-
hverjum styrkjum því fyrir því er í
það minnsta fordæmi í Finnlandi.
FINNLAND
Áður en Finnar gengu í
Evrópusambandið árið 1995
var afurðaverð til
framleiðenda
landbúnaðarafurða fremur
hátt en beinn stuðningur hins
opinbera minni. Við aðild
lækkaði verð til framleiðenda
talsvert, eða um 30-50%, en
opinber stuðningur við
bændur jókst, þó ekki nógu
mikið til að bæta bændum
tekjutapið. Heildarniðurstaðan
varð sú að tekjur bænda
lækkuðu allnokkuð fyrst eftir
aðild en hafa farið heldur
hækkandi á síðustu árum og
eru nú 5% lægri en árið 1994.
Verð til neytenda lækkaði
strax og Finnar gengu inn en
minna en afurðaverðið eða um
10-11%. Síðan hefur
matvælaverðið ekki haldið í við
verðbólgu. Á árunum 1995-
2000 hækkaði vísitala
neysluvöru um 8% en
matvælaverð um 2%.
Aðild Finna að ESB hefur
þó ekki haft veruleg áhrif á
framleiðslu
landbúnaðarafurða.
Mjólkurframleiðslan var ívið
meiri árið 2002 en 1994,
eggjaframleiðslan dróst saman
um rúmlega fimmtung en
kjötframleiðslan jókst um
tæplega 15 af hundraði.
Samsetning framleiðslunnar
hefur þó breyst töluvert,
nautakjötið hefur sveifiast upp
og niður,
svínakjötsframleiðslan sigið
upp á við og
kjúklingaframleiðslan rúmlega
tvöfaldast. Kornframleiðslan
var nokkuð stöðug fyrstu ár
aðildar en tók svo dýfu árin
1998 og 1999 vegna lélegrar
tíðar. Arið 2000 var hún meiri
en nokkru sinni fyrr og næstu
tvö ár var hún lítið minni.
Frá 1990 til 2002 fækkaði
finnskum bændabýlum um
38% en fækkunin var örust
fyrir 1995, eftir inngöngu
Finna í ESB dró úr henni.
Mesta fækkunin hefur orðið í
búfjárrækt en minni í
kornrækt og þar hefur búum
fjölgað síðustu þrjú ár.
Fækkunin hefur verið mest í
afskekktari sveitum en í þeim
sem betur liggja við
mörkuðum hefur búskapur
efist. Búin sem eftir eru hafa
stækkað, framleiðni aukist
verulega og tekjubilið á milli
frístundabænda og þeirra sem
hafa atvinnu af búskap hefur
breikkað. Um fækkun
bændabýla segir svo í
skýrslunni:
"Þrátt fyrir að af aðild
hefði ekki orðið töldu bæði
forsvarsmenn bænda og
stjórnvalda að breytinga hafi
verið þörf í finnskum
landbúnaði. Það var m.a. metið
svo að finnskum búum myndi
fækka um helming frá 1990 til
ársins 2006. Margir þættir
myndu valda þessu svo sem
aldurssamsetning
bændastéttarinnar og lítil
nýliðun. Almenningsálit væri
gegn bændum og þrýsti á um
minnkandi stuðning hins
opinbera og takmarkaði
svigrúm stjórnvalda til
stuðnings við finnska bændur.
Eins glötuðust markaðir fyrir
finnskar landbúnaðarafurðir í
austurvegi í kjölfar hruns
Sovétrikjanna og hafði það
einnig sín áhrif á þessa mynd."
Finnar beittu sér fyrir því
að bæta hlut landbúnaðarins
þegar sameiginleg
landbúnaðarstefna ESB var
endurskoðuð árið 2000. Þeir
uppskáru betri samninga en
áður og fyrir vikið hefur hagur
finnskra bænda heldur
vænkast síðustu ár. Fulltrúar
finnskra bænda sem
nefndarmenn heimsóttu voru
ófáanlegir til að tjá sig um það
hvort þeir væru betur settir
núna ef þeir hefðu staðið utan
ESB.
Austurrískir bændur sem
hafa gengið í gegnum áþekka
þróun sögðu hins vegar að
breytingarnar hefðu hvort sem
er orðið og að aðild að ESB
breytti engu þar um.
Til samanburðar má geta
þess að skráðum
bútjáreigendum á íslandi
fækkaði um 22% á árunum
1991-2001 en
mjólkurframleiðendum
fækkaði mun meira, eða um
38%.
u
NOREGUR
Hagfræðistofnun norska
landbúnaðarins gaf í sumar út
skýrslu um áhrif ESB-aðildar á
norskan landbúnað. Þar er
meginniðurstaðan sú að borið
saman við núverandi stöðu
norsks landbúnaðar myndi
ESB-aðiId fela í sér
"umtalsverða verðlækkun á
landbúnaðarafurðum með
tilsvarandi lækkun á tekjum
framleiðenda". Á móti því vegi
"lítiisháttar aukning á
stuðningi og nokkur lækkun
kostnaðar, fyrst og fremst
fóðurkostnaðar".
Skýrsluhöfundar telja
ólíklegt að Norðmönnum takist
að semja við ESB uin heimildir
til að auka innanlandsstuðning
við landbúnað svo nokkru
nemi og ráða það ekki síst af
reynslu Finna í
samningaviðræðum þeirra og
ESB um stuðning við
landbúnað í Suður-Finnlandi.
Er það niðurstaða skýrslunnar
að "meiri möguleikar væru til
að halda uppi verði til
framleiðenda með því að
standa fyrir utan ESB".
Sá fyrirvari er þó á þessum
niðurstöðum að margir
óvissuþættir séu í myndinni,
svo sem þróun
heimsmarkaðsverðs búvara,
þróunin innan ESB og á
vettvangi WTO. Við það megi
einnig bæta óvissu um þróun
landbúnaðarstefnunnar í
Noregi.
Texti: Þröstur Haraldsson.
cZV-
mm
m
p .
r<réfi
mt