Bændablaðið - 09.12.2003, Qupperneq 31

Bændablaðið - 09.12.2003, Qupperneq 31
Þridjudagur 9. desember 2003 Mikit meira um I8DIII+ Þessa dagana er að koma sífellt meiri reynsla á notkun ISDN+ tenginga. Greinilegt er að unnt er að spara sér talsvert hlutfall í kostnaði af því sem áður var. Vissulega er um minni hraða að ræða á D rásinni en þarna getur tíminn unnið með okkur og svo höfum við mögleika á að hoppa upp á 64 kb/s eða 128 kb/s ef okkur liggur á. Nú hef ég um nokkurn tíma notað ISDN+ fyrir mína vinnu og kemur þessi aðferð við tenginguna vel út. Þar kristallast alveg skýrt að um 90% af þeim tíma sem tölva er tengd við netið er ekki í raun þörf á miklum tengihraða og flísfellur þar D rásin að og svo B rás/rásir þar til viðbótar eftir þörfum. Eg vil ítreka það sem áður hefur komið fram í greinum mínum hér, að engin startgjöld eru tekin lengur fyrir upphaf tengingar á B rásum í ISDN+ áskrift, einungis tímamæling á B rás/rásum. Þá er er afar nauðsynlegt að sú staðreynd komi fram að ekki er nægjanlegt að sækja bara um ISDN+ áskrift hjá Landssímanum heldur þarf að vera til staðar ISDN kort í tölvu sem skilur ISDN+ tenginguna eða FRITZIX ferjald frá Landssímanum og einnig ISDN+ hugbúnaður frá Landssímanum sem er í raun eina leiðin til að nýta og tengjast ISDN+ þjónustunni og nýta þau kjör er þar gilda. Þó að sótt sé um ISDN+ áskrift og ekkert annað gert í málunum gerist ekkert annað en að símareikingurinn hækkar að nauðsynjalausu vegna fastagjalds af þjónustunni og engin nýting á þeirri hagræðingu sem rétt uppsetning ISDN+ veitir. Að endingu vil ég nefna að sá ISDN og ISDN+ búnaður sem hefur reynst mér best í minni vinnu á undaförnum árum er frá FRITZ. Þarna á ég við einfaldleika í uppsetningu og góðri "greind" í búnaðinum ef við getum orðað það svo. /HO Barnaherbergi Skriístofa Eídhús Stofa Bíiskúr / útihús TOLVULAUSN FYRIR HEIMILIÐ Ferjald með símstöðvareicinleika - ISDN SÍMALAUSN ' Sjaldan á tali. ' Allt að io símanúmer. ' Frí aukanúmertil áramóta. Hægt að senda og móttaka fax með hugbúnaði sem fylgir. Mögulegt að svara í einn síma og senda símtalið í annan innan ferjaldsins. Netlausn Sítenging - allt að 128 kb/s hraði. Öflugri nettenging en með hefðbundnu mótaldi. Hægt að skoða póst án þess að sækja hann. Ekkert upphafsgjald ef skipt er á meiri hraða. Islenskur hugbúnaður og hjálpartexti. Auðveld uppsetning. siminn.is Nánari upplýsíngar í verslunum Símans um land allt eða í gjaldfrjálsu númerl 800 7000 Fritz SÍMSTÖÐ Léttkaupsútborcun 1.250 kr. á mán. í 12 mánuði. Staðgreiðsluverð: 15.001 kr. Verð áður:j>^tje kr. • Frittstofngjaldá ISDN+og tveir mánuðir með. • Ekkert breytingargjald úr hefðbundnum síma í ISDN. • Friraðgangurað internetinu í tvo mánuði. SÍMINN Bændablaðið Algjör nauðsyn I vinnu minni við þjónustu og forritun hjá Bændasamtökum íslands undanfarin ár hef ég séð sífellt vaxandi þörf fyrir að flestir þeir sem vinna við innslátt gagna á tölvutækt form geri meira í að afrita innslegin gögn yfír á öruggan stað séu þau ekki affituð miðlægt ( á server / þjóni). Aður fyrr var affitun í betri farvegi því af ýmsum ástæðum voru diskettur / disklingar / "floppy diskar áreiðanlegri geymslustaður. Nú er staðan þannig að afritun á disklinga sem við þekkjum aðallega sem 3'A" er ekki fysileg hvað áreiðanleika snertir. Önnur ástæða til viðbótar er að margt af tölvugögnum er orðið það mikið að vöxtum að gögnin rúmast ekki á einum disklingi eða tveimur jafnvel. I fyrirtækjum er venjulega afritað á tape / segulband með sérstakri gerð af þar til gerðum segulböndum. Þessi búnaður er fremur kostnaðarsamur,en er enn sem komið er aðallega notaður. Geislaskrifarar Sennilega er ódýrasta lausnin miðað við umfang allra þátta að nota geislaskrifara sem eru nú famir að fást bæði sem sjálfstætt tæki (extemal / útvortis) eða til ísetningar inn í tölvu (intemal / innbyggður) á viðráðanlegu verði. Við kaup á slíkum búnaði, ef valinn er skrifari sem er tengdur utan ffá við tölvuna, þarf að hafa í huga að til eru skrifarar sem ekki geta nýst á eðlilegan máta við USB port / tengi tölvunnar ef USB tengið er af eldri kynslóð slíkra tengja. Flestir skrifarar em enn sem komið er fyrir bæði eldri og yngri kynslóð af USB tengjum. Þetta atriði þarf ekki að huga að ef skrifarinn er settur inn í tölvuna. Fyrir þá sem eiga tölvu með engu USB tengi er unnt að setja USB tengi í tölvuna en að jafnaði þarf að færa tölvuna á þar til gert verkstæði til slíkrar uppfærslu og er þá sett svokallað PCI USB kort í laust slot / rauf á móðurborði tölvunnar. Einnig er meira en sjálfsagt við kaup á nýrri tölvu að hafa geislaskrifara með í kaupunum. Hvernig? Geislaskrifari vinnur þannig að laser / mótað Ijós ( light amplification by stimulated emission of radiation ) er notað til að skera í þar til gerðan geisladisk merki sem með ákveðinni röð mynda að lokum innihald geisladisksins sem getur verið allt sem er á staffænu formi og kemst á geisladiskinn. Við kaup á geisladiskum til afritatöku hefúr það verið mín reynsla að ekki sé neitt öruggara að nota dýrari geisladiska en ódýrari eða endurskrifanlega diska. Miklu betra er að nota geisladiska sem eru hagkvæmir í innkaupum og taka mun oftar afrit og þá á nýjan disk þó svo meira geti komist á þann fyrri. Það kemur nefnilega stundum fyrir að tölvugögn geta skemmst án þess að notandi verði þess var fyrr en of seint. Þá kemur í góðar þarfir að eiga fleiri en færri afrit til að geta rakið sig til baka. Vinnureglan á að vera sú að notandi muni að tölvugögn geta skemmst ná- ^ kvæmlega NUNA vegna þess að: rafmagnið fer af, vírus tekur sig til og skemmir fyrir, harði diskurinn hrynur eða hreinlega að tölvan látist endanlega. Þetta kemur notendum alltaf í opna skjöldu og að sjálfsögðu á enginn von á slíku þegar það gerist. Til að lágmarka hasttuna á að týna tölvugögnum er best hafa þá reglu að taka afrit þegar notandi getur ekki sætt sig við að vinna upp það sem týnist NÚNA frá seinasta affiti sem gæti verið líka skemmt.Þá þarf að taka til við næsta afrit eins og áður segir. Aður en affitun yfir á geisladisk fer ffam þurfa öll forrit eða gögn sem á að affita að vera lokuð. Þá er mjög til bóta að endurræsa tölvuna áður en tekið er til við afritun ( Start -> Shut down -> Restart computer ). Ekki er * afritað endilega með afritunarverklið viðkomandi forrits heldur er mappa viðkomandi forrits valin í afritun. Td. DK, FJARVIS, BUBOT eða önnur forrit og gögn þeirra. Betra er við slíka afritun að velja fremur lágan hraða sem geislaskrifarinn á að nota til að auka áreiðanleika skriftar á geisladiskinn. Til að mæta aukinni þörf hefur Tölvudeild Bændasamtaka íslands nú tekið upp þá þjónustu að taka við öiyggisaffitum til geymslu. Slík afrit eru trúnaðarmál á milli Bændasamtaka íslands og viðkomandi viðskiptamanns og verða ekki afhent nema % effir sömu leið og þau bárust. Best er að senda slík affit í tölvupósti til Tölvudeildar eftir nánari leiðbeiningum. Þessi þjónusta verður gjaldskyld en þó í algjöru lágmarki. Hjálmar Ólafsson, hjalmar@bondi.is forritari og þjönustufulltrúi í tölvudeild Bœndasamtaka íslands

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.