Fákur


Fákur - 01.04.1927, Page 4

Fákur - 01.04.1927, Page 4
2 F A K U R Hestamannafélagið Fákur. Stofnun þess og starfsemi. ]?að hafði leiigi legið í loftinu, að stofna bæri til félagsskapar á meðal reiðhestaeigenda hér í bæ, en eins og gerist og gengur, varð að því of langur drátlur. Vantaði forgöngumenn, eins og' oft vill verða, þegar ráðast á í eitthvað nýtt. Tildrögin. Tildrög að félagsskap Fáks voru þau, að þeir Ól. Magnússon, A. Rosenberg, Árni Gunnlaugs- son og Páll Andrésson ræddu um, sín á milli, að stofna bæri lil félagsskapar meðal reiðhesta- eigenda hcr, með svipuðu fyrirkomulagi og' Fákur var síðar stofnaður. Um þetta leyti ritaði Guðm. Ivr. Guðmunds- son grein i Visi, og hvetur menn til að bindast slíkum félagsskap. Vegna þeirrar greinar, og út af samtali fyr nefndra fjögurra manna, var það, að Páll Andrésson kom til mín fyrri hluta marsmánaðar árið 1922 og fór þess á lcit við mig, að eg beitti mér fyrir félagsstofnun meðal reiðhestaeigenda. Hestaeigendur kvaddir til fundar. Árangurinn af samtali okkar Páls varð sá, að hinn 29. mars 1922 var kallaður saman fund- ur með þeim mönnum, sem skrifað höfðu sig á lista þann, er Páll hafði í því augnamiði borið út á meðal ýmsra bæjarbúa. Til að stjórna þeim fundi var Guðm. Kr. Guð- mundsson kosinn, en Pálmi Jónsson ritari. Á fundinum var kosin fimm manna nefnd til þcss að semja frumvarp til laga fyrir hinn væntanlega félagsskap. Einnig voru kosnir þrír menn lil þess að velja og gera tillögur um hent- ugt skeiðvallarstæði. Til þess starfa voru kosn- ir: A. Rosenberg, Árni Gunnlaugsson og por- grímur Guðmundsson. pótt félagið væri eigi að fullu stofnað á þess- um fundi, var því eigi að síður nafn gefið, og hlaut það, eins og nú er kunnugt, nafnið: Hesta- mannafélagið F á le u r. Næsti fundur var haldinn 18. apríl s. á., og má kalla hann stofnfund félagsins. þá var les- ið upp frumvarp til laga fyrir félagið, en ekki voru lögin þá samþykt, með því að margir af þeim mönnum, sem ákveðið höfðu að gerast fé- lagar, mættu þá ekki. En framhaldsfundur var haldinn 24. s. m., og voru þá lögin samþykt. — Var þá tala félaga orðin 24 og mátti það sæmilegt heita; síðan hefir þeim fjölgað það, að nú telur félag'ið 96 góða og gilda félaga. — Svo að almenningi gefist kostur á að sjá tilgang félagsins, set eg. h.r 2. grein félagslaganna: „Tilgangur félagsins er að efla áhuga og þekk- ingu á ágæti hesta og hestaíþróttum og stuðla að réttri og góðri meðferð á þeim. Tilgangi sínum hygst félagið að ná: 1. Með því að eignast haslaðan skeiðvöll og' efna þar til kappreiða á ári hverju. 2. Með því að fræða félagsmenn um: a. Sköpulag hesta og lundarfar. 1). Tamning hesta og rétta meðferð á þeim. c. Hús, hirðing og fóður. 3. Með þvi að safna saman sögum um afbragðs hesta og afrek þeirra. 4. Með því að gefa út á prenti fróðleg rit um hesta og iþróttir þein-a.“ Starfsmanna kosning’. A þessum fundi fór fram kosning starfs- manná, og hlutu þessir kosningu: Dan. Daníels- son, form., Guðm. Ivr. Guðmundsson, ritari, og Karl A. Torfason, féhirðir. Endurskoðendur voru kosnir: Pálmi Jónsson og Lúðv. Magnús- son. — pá var einnig kosin skeiðvallarnefnd. Kosningu hlutu Einar E. Sæmundsson, .1. Hav- steen, porgr. Guðmundsson, Sigurður Gíslason og Páll Andrésson. Á næsta fundi er félagið hélt, kom skeiðvall- arnefnd, og þeir þrir menn, sem kosnir voru til að útsjá hentugt skeiðvallarsvæði með tillögu um, að skeiðvöllurinn yrði við Elliðaár. — Töldu það hentugast af nærliggjandi stöðum, sem þeir

x

Fákur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.