Fákur - 01.04.1927, Blaðsíða 5
F Á K U R
3
r
Kollafjarðarförin 5. sept. '26. Lagt af stað frá Hljómskálauum í 1-íeykjavík.
hefðu skoðað. pessa tillögu samþykti fundur-
inn. — Samtímis kom tillaga um, að jafnskjótt
og fclagið fengi full umráð yfir fyrr nefndu
svæði, að það væri þá mælt upp, og svo fljótt
sem auðið yrði, Ijyrjað á að gera það nothæft
til kappreiða.
Fjársöfnun.
]?egar hér var komið málunum, kom fljótt í
ljós, að fclagið skorti fé til framkvæmda á því,
sem gera har. Var þá tekið það ráð, að ganga á
meðal fclagsmanna og fá þá til að greiða úr
þeim vanda, með því að hlaupa undir hagga
m ð félaginu og lána því nokkurt fé, svo hægt
yrði að byrja á að starfa að vallargerðinni.
Við þá fjársöfnun kom það í Ijós, að í félagið
höfðu safnast þeir menn, sem áhuga höfðu fyr:r
hestum og hestaíþróttum, en flestir af þeim
með 1 'ttar pyngjur.
]?rátt fyrir það var áhugi félagsmanna það
mikill að koma upp vellinum, að nægjanleg
fjárupphæð safnaðist til að byrja á honum, og
tókst svo greiðlega að koma vellinum í lag, að
fyrstu kappreiðarnar voru háðar 9. júlí 1922.
Að þeim kappreiðum sótti múgur og marg-
menni, og hestakostur var einnig í hesta lagi.
þ>ær kappreiðar, sem og allar aðrar ka])preið-
ar, er félagið hefir til þessa hald’ð, fóru lýta- og
slysalaust fram.
AIIs hafa tólf kapj)reiðar verið háðar síðan
félagið hóf starfsemi sína. í verðlaun hefir verið
greitt lcr. 7315,00, og sýnist það allálitleg u])p-
hæð. Alt nánara um kappreiðarnar er á öðrum
stað í blaðinu.
Kostnaður við völlinn o. fl.
Skeiðvöllurinn hefir kostað félagið ærið fé, og
er þó ýmislegt eftir að gera við hann, sem verð-
ur að framkvæma eftir því sem getan leyfir.
— Völlurinn kostar eins og hann nú er, með
húsi og girðingum, alt að lcr. 12000,00.
Nokkuð fé hefir félagið lagt lil reiðvegarins,
og telur því vel varið, því að án þess vegar má
segja að Reykvíkingum væri með öllu fyrir-
munað að hlaupa á hak.
Ennfremur hefir félagið kostað upp á að
leiða vatn að vellinum, og er sá kostnaður þeg-
ar orðinn kringum kr. 2000,00. Með vatnsleiðsl-
unni hyggst félagið að geta komið í veg fyrir
moldrok, sem oft hefir ollað áhorfendum og
knöpum mikilla óþæginda.
Með vatninu er einnig gert ráð fyrir, að tak-
ast megi að halda svelli á vellinum að vetrin-
um, í frostatíð, en þá þarf völlurinn nokkurra
viðgerða i sumar, til þess að það geti telcist.
Hlutaveltur.
Tvær hlutaveltur hefir f ’lagið haldið síðan
það hóf starfsemi sina, báðar með nokkrum
hagnaði.
Hagbeit.
Ftrax frá byrjun hefir félagið haft hönd í
bagga með hagheit fyrir hesta þeirra félags-