Fákur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Fákur - 01.04.1927, Qupperneq 17

Fákur - 01.04.1927, Qupperneq 17
F Á K U R 15 pegar að því koni að velja úr stökkhestunum til úrslitahlaups, urðu það 17 hestar af 19, sem keppa áttu aí'tur, samkvæmt reglunum. Var þeim þá raðað i 3 ílokka, samkvæmt hlauptíma þeirra. Samkvæmt flokkstíma sínum áttu þeir að þreyta saman i flokki Hrafn og Rauður, en þess var enginn kostur vegna þess, að sami knapinn (Arthur Guðmundsson) reið báðum hestunum. Lenti Rauður þá i 2. úrslitaflokki, en Hrafn í þeim 3. og með honum 3 hestarnir, er bestan flokkstíma höfðu, auk Hvítárós-Brúns, er þangað var settur í staðinn fjTÍr Rauð. í fyrsta úrslitaflokki varð fyrstur Spilandi Magnúsar Jónssonar 24,2 (stytti um 1 sek.), Rorgfirðingur 24,3, Faxi Árna Gunnl. 24,4, Hrappur 24,7. Seinastir voru þeir Sindri (þá orðinn eign J?orgr. Guðmundssonar) og Óskar, en hlauptími þeirra ekki skráður. I öðrum úrslitafl. varð Rauður enn fyrstur á 23 sek., Hrollur 23,2, Örn 23,4, en næstur varð Smári, þá Valur pórðar brunavarðar og Smyr- ill Péturs Magnússonar síðastur, en hlauptími þessara þriggja náðist ekki. pá var nú komið að síðasta flokk, er menn gerðu sér mestar vonir um. par varð fyrstur Sörli 23,3 og honum næstir Hrafn og Léttir með sama hlauptíma, 23,4, en Hrafn að eins fram- ar. Auðsholts-Stjarni næstur og Hvítárós-Brúnn spölkorn á eftir, en hlauptimi þeirra tveggja ekki skráður. pegar atliugaður var hlauptími úrslitahest- anna, kom í Ijós, að efstur var þar á blaði Rauð- ur, með 23 sek., þá Hrollur með 23,2, báðir úr miðflokki, en þriðji í röðinni var Sörli með 23,3 sek., fljótasti hesturinn lir 3. fl. Og eftir þessum hlauptíma úrskurðaði dómnefnd verð- launin. — Ekki var trútt um að urgur væir í ýmsum yfir þessum úrskurði dómnefndar. pótti þeim hinum sunnun ekki reynt til þraut- ar, þar sem Rauður og Hrollur liefðu ekki kept við Sörla, Hrafn og Léttir. En eins og tekið er fram á hls. 11, þá er úrskurður dómnefndar í fullu samræmi við niðurlag 14. gr. kappreiða- reglnanna. Endurskoðun kappreiðareglnanna. pegar kom fram á vorið 1924 voru kapp- reiðareglurnar endurskoðaðar, og þeim brej’tt að ýmsu leyti i samræmi við reynslu siðasta árs. En af hreytingum þeim, sem náðu fram að ganga eru það að eins tvö atriði, sem hér verð- ur drepið á. Samkvæmt kappreiðareglunum 1923 átti að velja til úrslitahlaups fljótasta hestinn úr hverj- um flokki, og þá hesta aðra, sem ekki munaði meir en 3 sek. á og hestinum, sem á skemstum tima hafði hlaupið sprettfærið. petta tímatak- mark var nú fært niður i 2 sek. Var það gert með hliðsjón af því hvað hestarnir liefðu reynst jafnfljótir, t. d. á kappreiðunum 29. júlí árið áður, er 17 hestar af 19 komu til úrslitahlaups. Sá hestafjöldi þótti óþarflega mikill enda lengdi það kappreiðarnar og ýmsum áhorfendum ef- laust til leiðinda. Hin hreytingin var á þá teið, að ef úrslita- hlaupshestarnir yrðu það margir, að keppa þyrftu þeir i fleiri en einum flokki, þá skyldi dómnefnd að afloknu úrslitahlaupi þeirra velja úr flokkunum fljótustu hestana og láta þá sam- an keppa til þrautar um verðlaunin. Og er þar tekin til greina óánægja sú, sem getið er um hér á undan, að upp hafi risið út af úrskurði dómnefndar um verðlaunin á siðustu kappreið- unum árið áður. Hvítasunnu-kappreiðarnar 1924. Svo rann upp annar í livítasunnu (9. júní). Veður var hið besta, enda fjölsóttu menn úr borginni inn að skeiðvelli. I flokkaskrá voru skráðir 17 stökkhestar og komu þeir allir á vettvang utan einn (Frosti Óla Isakssonar). Voru þar ó meðal flestir verð- launagarparnir frá fyrri kappreiðum, auk ýmsra annara, sem getið höfðu sér góðan orðstír. pó söknuðu margir þess rauða Rjörns Gottskálks- sonar. Hafði Rauður eignast nýjan húsbónda er ekki vildi láta hann keppa. Aftur á móti voru þar þrír nýir og óþektir utanhæjarhestar, er menn hugðu gott til. Einkum var það þó mós- óttur hestur frá Sóllieimum i Ytri-Ilrepp, sem margir spáðu um, að reynast mundi erfiður Reykjavíkur-gæðingunum. Hinsvegar voru vekringarnir með fæsta móti, að eins 6. En þar voru þó tveir nýir gæðingar, annar (Hörður) að vísu talsvert kunnur bæj- armönnum, en hinn (Efstabæjar-Vindur) óþekt-

x

Fákur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.