Fákur - 01.04.1927, Síða 26
24
F Á Iv U R
færust fyrir í það sinn. Voru hin einstöku sýslu-
hlaup þar með dauðadæmd og því ákveðið að
kappreiðarnar yrðu með sama sniði og áður,
að undanteknu þvi, að bætt var við til uppfyll-
ingar sérstöku folahlaupi.
Síðari kappreiðar sumarið 1926.
pær voru háðar sunnudaginn 4. júlí. í flokka-
skrá voru skráðir 11 stökkhestar, og áttu þeir
allir heima i Reykjavík að einum undantekn-
um (pyt porkels í Álfsnesi, sem aldrei kom þó
á vettvang).
Meðal þeirra voru þeir Sörli gamli, Fífu-
hvamms-pytur og Hrani, sem allir höfðu hlotið
verðlaun þá um vorið. Af nýjum liestum var
það að eins einn, sem sérstaka athygli vakti:
Fífill Erl. Erlendssonar, þá nýkeyptur til bæj-
arins vestan úr Dölum, lítill vexti, en eldsnögg-
ur, og gerðu margir sér vonir um, að hann
mundi karskur reynast. pessir 10 hestar voru
reyndir í 3 flokkum.
í I. fl. varð Blesi Sig. Gíslas. að eins fyrstur
og Gneisti Sverris Thoroddsens honum sam-
hliða; hlauptími beggja 26,2 sek., Mósa Ivrist-
hjargar porvarðsdóttur 26,3 sek.
í II. fl. varð Fifuhvamms-pytur langfyrstur
á 24,4 sek. Næstur Fífill Erlendar 24,8, þá pyt-
ur Rjörns Vigfússonar, Sunnuhvoli og Hrani,
báðir með sama hlauptima, 24,9 sek.
í III. fl. hafði Sörli að eins betur en Örn, og
hlauptími beggja 24 sek. priðji besturinn var
Skúmur porleifs Andréssonar á 24,4 sek.
]?á var komið að folunum og mátti sjá á á-
horfendum, að þeir hugðu gott til þeirrar
ckemtunar er nú var í boði. Voru folarnir 8,
og keptu í tveim l'lokkum, en hlaupvöllur
250 m.
1 fyrra fl. varð Neisti Magnúsar Magnússon-
ar fyrstur, en honum svo að segja jafnskjótur
Fífill Rjarna i Háamúla og hlauptími beggja
21 sek. Fluga frá Valdastöðum 21,1 og Stígandi
Jóns í Varmadal 21,3 sek.
í síðari fl. hafði að eins vinninginn Gestur
Jóns Jónssonar, en honum samhliða voru Létt-
ir Sig. Rreiðfjörð, Hafnarfirði og Vindur frá
Valdastöðum, allir með sama hlauptíma 21,8
sek. Síðastur var Smyrill Einars Einarssonar
22 sek.
Ekki gerðu menn sér miklar vonir um vekr-
ingana. J?eir voru með fæsta móti, upphaflega
6, sem stóðu í flokkaskrá, en einn þeirra helt-
ist úr lestinni og kom ekki á vettvang (Vinur
Ófeigs frá Ivolsholti). Keptu þeir í tveimur
flokkum.
í fyira fl. voru Borgfirðingar tveir: Vindur
porst. Vilhjálmssonar og Hæringur Hannesar
Villijálmssonar, en báðir hættu áður en að
íkeiðlinu kom, og voru þar með úr sögunni.
Brotnaði önnur beislisstöngin þegar knapinn
(Björn frá Gullberast.) var að ná Vindi niður.
Aðra tilraun gerðu þeir veðmálanna vegna, en
þá slitu þeir mélin, Vindur og Björn. í þriðja
sinn var reynt og dugði þá beislið, og skeiðaði
Vindur þá sprettfærið á 28 sek. í síðari fl. skeið-
aði Baldur marka milli á 26,2 sek., Gráni St.
porláks 27,5 en Fluga frá Varmadal hætti á
miðju skeiði; þar snaraðist knapinn af baki og
teymdi hana suður að markinu. Voru Baldri
dæmd II. verðl. (75 kr.), en skeiðtími Grána
var það slæmur, að hann kom ekki til greina.
]>k þreyttu 9 stökkhestar í tveim flokkum til
éirslita.
í fyrra fl. urðu þeir svo jafnir Fífill og Hrani,
að meiri hl. dómnefndar treysti sér ekki að
gera þar upp á milli; hlauptími 25 sek. Næst-
ur þeim var Gneisti 25,3, pytur Bj. V. og Blesi
Sig. Gíslas. með sama hlaupt., 25,5 sek. Var ])á
ákveðið að þeir skyldu keppa einir saman
veðmálanna vegna, Fífill og Hrani, en eigandi
Fífils neitaði því, svo veðfénu var skilað aftur.
í siðara fl. bar Fífuhvamms-pytur sigur úr
býtum. Var hann 23,9 sek., þá Sörli 24, Skúm-
ur 24,5 og Örn 24,7.
pá var komið að verðlaunaspretti folanna, og
urðu þeir 5 sem um þau keptu og allir í senn.
Var tvísýnt um hvernig þeim sprelti mundi
ljúka. Mátti lengi ekki á milli sjá, hverjir sigra
mundu, því að svo voru folarnir jafnir. Fyrstur
varð Neisti 20,6 sek., þá Fifill 20,7, Gestur 20,8,
Stígandi 20,9 og Fluga 21 sek. Verðlauniu, 50,
30 og 20 kr. hlutu þeir Neisti, Fifill og Gestur.
]?egar að því kom, að velja hesta i verðlauna-
sprettinn, neitaði Erl. Erl. að láta Fífil keppa.
Urðu þeir því að eins 4, sem saman keptu í það
sinn. J?eim spretti lauk svo, að Sörli hafði að
eins betur en pytur, en hlauptími Ijeggja sami