Fákur


Fákur - 01.04.1927, Síða 31

Fákur - 01.04.1927, Síða 31
F A K U R 29 ælíð álitnir úr máta heiðarlegir, og er því síst að vænta, að kaupendur fýsi svo mjög til að kaupa hestana án þess að sjá þá og reyna, áður en þeir festa á þeim kaup- Við getum farið í okkar eigin harm; við viljum helst ekki kaupa hlutina án þess að sjá þá áður. Vel gæti eg trúað, að héðan ætti að eins að selja tamin hross, reiðliesta og vagnhesta, ef þess væri kostur. það mundi auka verðgildi þeirra að mun, enda yrði með því girt fyrir að óþroskuð tryppi væri þar tekin til notkunar. í útlöndum eru íslenskir reiðliestar spánný vara; því fæ eg eigi betur séð, eins og eg hefi áður tekið fram, að gera eigi tilraun með að senda reiðhesta til Danmerkur, og vil eg bæta því við, að það ætti að gerast strax á sumri komanda, að sendir yrðu þangað vel riðnir reið- hestar, og auglýsa sölu á þeim í sem flestum blttðum þar, og jafnframt að fá hin sömu hlöð til að flytja myndir af fallegum isl. reiðhestum. Eigi mundi heldur úr vegi, að eitthvað væri um hestana þar skrifað til þess að vekja á þeim eftirtekt. Ekki mundi ráðlegt að koma þangað með hestana á mesta hitatímanum; það yrði því að vera annaðhvort að vorinu eða þá ekki fyr en að haustinu. Væri komið með þá að vorinu, mundi ger- legast að setja þá á gripasýningar, sem Danir halda árlega, en sá agnúi er á því fyrir okkur, að þá eru hestar liér ekki gengnir úr hárum og oft og tíðum ekki nógu feitir til þess að stand- ast sjóvolk og annað misjafnt, sem fyrir kann að koma á þeirri leið. Enn er ótalin ein leið, sem eg hygg að hafa myndi áhrif á sölu íslenskra gæðinga. Hún er sú, að gerð væri tilraun til að komast í sam- band við stjórnir þeirra félaga, sem ráða yfir kajjpreiðabrautum í Danmörku, því að eins og gefur að skilja, safnast á þá staði múgur og margmenni, þegar háðar eru þar kappreiðar, og mér sýnist síst úr götunni, að reiðhestar þcir, • sem til Danmerkur færu, væru látnir hlaupa á þessum hrautum. Ef einhverjum af þeim, sem þetta lesa, skyldi finnast að eg sé hér of bjartsýnn, þá skal eg benda þcim á, að í fyrra og ef til vill oftar voru ísl. hestar reyndir á slíkum brautum, og vöktu þá eftirtekt, að blöðin þar gátu um það, svo þetta er ekki út í bláinn talað. Eg ber það traust til bænda, og ráðandi manna h'i í landi, að þeir á komanda sumri hrindi þessu velferðarmáli í framkvæmd. Síðan þetla var ritað, hefir eand. jur. Gunnar Sigurðsson lrá Selalæk fengið styrk frá ríkinu til að leita fyrir sér i útlöndum um markað á íslenskum hestum. Dan. Daníelsson. Kynbætur. ]?að þarf ekki að leiða neinar getur að því, að bændur hér á landi gera sér of lítið far um að bæta búfénað sinn, enda ræða blöðin þá hlið búskaparins al' fullmikilli sparsemi. J?að er örsjaldan að þau flytji hvatningarorð til bænda í þá átt. pó vil eg telja það eitt af aðalhlutverk- um þeirra, að bænda bændum á það, sem hjá þeim fer aflaga og koma með tillögur, sem miða til hóta í húskap og öðru því, sem tit þjóðþrifa má telja. Eg hefi oftsinnis bent á, að nauðsyn hæri til að bæta hestakyn okkar, en hvorki blöðin né aðrir hafa mér vitanlega lagt því máli liðsyrði, nema það, sem staðið hefir um það í Búnaðar- ritinu, en það rit er, því miður, ekki í allra liönd- um, þótt svo ætti að vera, en á meðan það er ekki, verða hlöðin að bæta bændum það upp, með hollum ráSum og leiðbeiningum, að öðr- um kosti gera þau ekki skyldu sina. Eins og nú standa sakir má slá því föstu, að liver einasta tegund af þeim húsdýrum, sem við Islendingar höfum undir höndum, eru ennþá óræktuð. Ekki má þó ganga fram hjá því, að stöku bændur hafa sýnt áhuga í því, að hæta gripi sína; ■— helst nautgripi og sauðfé, en svcx er sú viðleitni skamt á veg komin, að hjá öll- um þorra bænda gætir þess ekki. Kynbótahrút- ar, sem seldir hafa verið af þeim mönnum, sem þá hafa átt besta, hafa verið það dýrt seldir, að flestum bændum hefir verið um megn að eignast þá. Sama hefir gilt um nautgripina, hafi þeir verið það fallegir og valdir, að þeir skör- uðu fram úr, þá hafa efnalitlir bændur ekki getað eignast þá.

x

Fákur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.