Fákur


Fákur - 01.04.1927, Page 36

Fákur - 01.04.1927, Page 36
34 F A Iv U R gerður að ánauðugmn þræl. Einu sinni lifði hann frjálsborinn úti i náttúrunni, óháður niönnunum og aldrei upp á þá kominn, lifði villilífi sinu, sjálfum sér nógur og sæll. Vel sé þeim manni, sem virðir liest sinn og þykir vænt um hann, sjálfs hans vegna, en þeim er í engu trúandi, sem fer illa með hann. A með- t'erð manna á hinum varnarlausa þekkist mannssálin best. Nytsemi hestsins. Frá fyrsta tirna, er mennirnir koma fram hér jörðunni, hafa þeir stöðugt leitast við að hag- nýta sér alt lifandi og dautt. Má nærri gela, að þeir hafa snemma litið hestinn áköfu girndar- auga. pegar þeir höfðu tekið hann í þjónustu sína, hefir varla liðið langur tími áður en þeir upp- götvuðu ýmsa góða og hagkvæma eiginleika hjá honum, svo sem vitsmuni, næmi, afl og þolgæði. Hefir þessi þekking þeirra á honum ráðið þvi til hvers þeir hafa notað hann. Hesturinn er fyrsta dýrið, á eftir hundinum, sem maðurinn tekur í þjónuslu sína. pað er mjög óvíst, hvenær það hefir verið, en til eru heimildir fyrir því, að tamdir liestar fyrirfinn- ast í Asíu um 3—4000 árurn f. Ivr. Engar heimildir eru til um það, hvort liest- urinn hefir fyrsl verið notaður til dráttar, reið- ar eða fæðu, en undir eins og menn komust að því, að hann var nothæfur til að draga hyrðar, hafa þeir að líkindum tekið að nota hann i hernaði. ]?að er sögulega sannað, að hervagnar voru notaðir löngu áður en riddaralið kom til sög- unnar. ]?á er menn sáu, að riddaralið var hag- kvæmara en vagnar i orustum, hurfu hervagn- ar úr sögunni, en dráttarafl hestsins var notað til annara þari'a. Hefir þetta að líkindum verið hyrjun þess, að alment var tekið að nota hesta til reiðar. ]?að er í frásögur fært i fornum rit- um erlendum, að vikingarnir á elstu tímum hörðust fótgangandi, en hinsvegar er þá her- vagna og vagnhorga víða getið. í elstu sögum sjáum vér, að forfeður vorir höfðu miklar mætur á hestinum sem ágætum (íg tryggum vini. Mun liann þó liafa komist í inest dálæti, er reiðlistin var uppgötvuð. A riddara tímunum var lögð sérstök áliersla á að ala upp stóra og sterka liesta, sem gátu borið hin þungu herklæði. Albrynjaður riddari, reiðtygi og brynja hestsins vógu samanlagt 150—200 kg. pað kom fljótt í ljós, að slíkir liestar höfðu lítinn flýti til að hera og gat það oft verið hagalegt. Menn fóru því að íhuga, hver ráð mætli finna til þess að auka flýtinn. Sást hrátt, að kynblöndun var fyrsta sporið i áttina. Voru nú ýms hvatleika-afhrigði fengin til að bæta kynið. Var arabiski hesturinn á meðal þeirra, er notaðir voru til kynbóta. pvi næst þurfti að skera úr, hvar væri mestan flýti að fá, og hvaða liesta skyldi helst nota til kyn- bóta. Var það gert með því að hlevpa saman ákveðna vegarlengd kynblönduðum hestum samhliða ókynblönduðum, svo og hinum ýmsu kynhlönduðu afkvæmum sérstaklega. Mun þetta vera hið fyrsta upphaf kappreiða, sem alt fram á vora daga hafa verið einn þáttur- inn í notkun hestsins, og mikilli úthreiðslu hafa náð um allan heim nú á síðustu árum. í þessu sambandi er ekki úr vegi að minnast á skemtun þá, er hesturinn veitti fornmönn- um, er hestaöl voru háð. J?að er óþarfi að fjölyrða um gagnsemi þá, sem hesturinn liefir haft fyrir landbúnaðinn; það atriði þekkja allir. Á þessari vélamenning- aröld liafa vélarnar víða bolað hestinum burtu, og munu sjálfsagt verða meiri brögð að því, er timar líða, en alstaðar þar sem landbúnaður er rekinn í smáum stíl, mun hesturinn verða álitinn nauðsynlegur. pað er hyggja mín, að seint muni vélunum takast að útrýma hestinum alveg, að minsta kosti mun það dragast mjög lengi, að hætt verði að nota hann til reiðar, því að um langaii aldur mun mörgum þykja það líkams- og sálarhressing, að koma á bak góðhesti. Frá því að sögur hófust, hefir hesturinn ver- ið notaður til fæðu. Norðurlandabúar stóðu mjög framarlega i hrossakjötsáti lengi fram eftir öldum. Á öllum stórhátíðum var hrossa- kjöt aðalkjötrétturinn. I heiðni höfðu menn mikinn átrúnað á hestum, og var þeim fórnað goðunum; siðan var kjötið borið þeiin, er að blótum voru. Við kristnitökuna var því lirossa- kjötsát mjög samtvinnað heiðnum átrúnaði. petta hefir líklega verið aðalástæðan lil þess,

x

Fákur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fákur
https://timarit.is/publication/917

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.