Tónlistin - 01.11.1943, Page 5

Tónlistin - 01.11.1943, Page 5
TÓNLISTIN 3 isins. Enda þótt söngurinn sé ávallt undanfari annarrar tónlistariðkunar, hafa menn jafnan tekið hljóðfærun- um fegins hendi, er þau koniu fram á siónarsviðið. Hljóðfærasmíði hefir sjálfkrafa risið upp, þar sem frjór tónlistarjarðvegur hefir verið fyrir hendi. Og aukning og fjölbreytni hljóðfæranna hefir aftur leitt til vax- andi tónlistaráhuga og löngunar til að handleika hljóðfærin rétt. Norsku harðangursfiðlusmiðirnir og ítölsku fiðlusmíðameistararnir hafa með handverksiðm sinni stuðlað m’ög að úthreiðslu tónlistarinnar á sínum tima, svo að dæmi séu nefnd. Leik- háttur norska þjóðarhljóðfærisins, harðangursf'ðlunnar, hefir skapað sæg af þjóðlögum og leikdönsum (slaatter), sem svo tónskáld Norð- manna liafa keonzt um að fleysa inn i tónverk sín eftir listarinnar reglum. Margbreytni í tónflutningi skapar þannig margkvíslað tónlistarlíf og fjölskrúðugt. Hér hafa ekki verið smiðuð hljóð- færi til notkunar svo neinu nemi. Langspil voru fjrrr að vísu notuð all- víða til að læra sálmalög eftir fyrst og fremst, og munu menn hafa lagt stund á langspilssmiði eftir ei,gin þörf. En livergi virðist þessi tegund sjálfstæðs handverks liafa blómgazt hér á landi, svo að eftirspurnin mun aldrei hafa verið ýkjamikil. Prentað- ar leiðbeiningar um smíði langspils hafa þó lengi verið til, svo að sérhver laghentur maður gat eftir þeim búið sér til sæmilega nóturétt áhald til söngiðkunar, enda munu margir ein- staklingar liafa fært sér þá leiðsögn i nyt. Sú staðreynd, að langspilið er fvrsta hljóðfærið á fslandi, sem notað er til söngkennslu svo sögur fari af, sýnir okkur ótvírætt, að einmitt þessi bvrjun er bending um framhaldandi þróun. Það þótti ekki öruggt að læra lög eftir nótunum einum saman, þótt menn vissu allglögg deili á merkingu nótna og gildi þeirra. Sjónin ein gaf ekki nógu skýra hugmynd um hina hljómhæfu fyrirmynd. Einhlít full- næging hinna skrifuðu tákna þurfti staðfestingar við; og þessi staðfesting var óvéfenejan^ega og óhaeganlega greypt á hið nótusetta gripbretti lang- spilsins. Hér eftir verða framfai'irnar örari. Stofuorgel (harmónium) fer að flytj- ast til landsins. Breiddist það ört út fyrir og eftir síðustu aldamót. Þetta hlióðfæri veldur því, að farið er að gefa út söngvasöfn með ýmsum lög- um, flestum erlendum, við islenzk ljóð. Drakk þjóðin þessi lög jafn- harðan í sig, og var þá sannkölluð söngöld, svo að önnur eins mun vart hafa risið liér á landi. Hér er þá hljóðfærið líka aflgjafi söngsins. Lög- in voru flest notuð jöfnum höndum til söngs og leiks, og stundum mun einnig hafa verið sungið margradd- að. En fjölröddunin skipti ekki mestu íriáli. Hitt var meira um vert, að söngandinn og tónvaldnn var orðinn húsvís gestur á heimilum þjóðarinn- ar; hann átli erindi til allra og var öllum jafnskiljanlegur. Fegurð ljósr- ar laglínu og lifandi Ijóðs náði loks að endurspeglast hið innra með fólk- inu og losa um margar þær tilfinn- ingar, sem orðin ein fengu ekki lýst. Söngþráin fekk útrás.

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.