Tónlistin - 01.11.1943, Side 13

Tónlistin - 01.11.1943, Side 13
tönlistin 11 lireif þá en þeim gafst ekki tími til að læra, að því liafi skotið upp i vitund þeirra vikum eða jafnvel mán- uðum seinna, annaðhvort þeim köfl- um úr því sem hrifu þá mest eða laginu öllu nóturéttu. Þetta má skýra svo, að undirvitundin liafi verið nægilega næm til þess að nema lag- ið, og þaðan herst það svo upp i dag- vitundina. En sökum þess að lagið hrífur tilheyrandann, hefir hann sjálfur lagt sig ósjálfrátt fram. um að læra það og þannig lagt undir- vitundinni það lið, sem unnt var. Fyrirhrigðið er þvi ekki svo torskil- ið. En ef nú ekki er um neina hrifningu að ræða heldur algert tónilæti eða jafnvel andúð þess manns, sem með sama hætti og að framan getur hevrir lag í fvrsta skipti, og samt skýtur því upp í dag- vitund hans eftir lengri eða skemmri tíma? Fer þá ekki fyrirbrigðið að verða eftirtektarverðara? En einnig þetta á sér stað. Síðan á unglings- aldri hefi ég jafnan haft vakandi eftirtekt með öllu svona löguðu og alltaf með sama árangri; og það oft svo greinilegum árangri, að ég freist- ast næstum stundum lil að álykta, að það skipti ótrúlega litlu, livort maður hlustar með athygli eða at- liyglislaust á fagurt lag; það hlýtur ávallt að verða manni innlifað. Þrátt fyrir það er ég viss um, að það er í alla staði óráðlegt og stórra víta vert að þrjózkast við að heita heyrninni. Ég veit mörg dæmi þess, að lag, sem menn liafa lilustað á tvisvar til þrisvar sinnum með misjafnri at- hygli og jafnvel innra mótþróa, hefir runnið af vörurn þeirra nóturétt sem heild eða að minnsta kosti kaflar úr þvi vikum eða mánuðum siðar. Þá fer það að ónáða hrifvitund þeirra, „hringla í þeim“, eins og þeir venju- lega orða það. En það er annað eftirtektarvert í þessu sambandi, og það er sú stað- reynd, að einungis fögur lög eða að einhverju leyti sérkennileg „ganga þannig aftur“, eða athyglisverðustu kaflar þeirra, en léleg lög aldrei. Und- irvitundin „gegnir“ ekki öllum lög- um og skilar ekki dagvitundinni því sem enginn slægur er í. Það sýnir ljóslega eftirfarandi dæmi, sem ég veit að er áreiðanlega satt. Tvö ný lög við sama texta komu samtímis inn á söngæfingu til álits fyrir lítinn kór, sem, ásamt söng- stjóranum, átti að velja á milli þeirra. Voru þau spiluð þrisvar frekar en fjórum sinnurn yfir og öðru laginu einróma hafnað; en liitt var tekið til æfinga i kórnum. En af því laginu, sem hafnað var, er það að segja, að tæpum mánuði síðar skaut meiri hluta þess upp i hugum tveggja kór- meðlima, en tvær hendingar vantaði þó hjá háðum, og það voru einmitt þær lökustu. Einn þeirra, sem valdi á milli laganna, var aldraður maður úr fyrsta bassa; og 5 mánuðum síðar skaut þessu lagi upp i hug lians nótu- réttu, og hugði hann það vera lagið, sem kórinn æfði, „af þvi“, sagði hann, „að ég hugsa eingöngu um mána rödd og veiti hinum enga eftirtekt.“ Og það vitnaðist, að hitt lagið, sem hann hafði þá heyrt margfalt oftar, kunni hann ekki, enda var það ófrumlegt í mesta máta. Mörg fleiri dæmi þessu lík gæti ég

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.