Tónlistin - 01.11.1943, Qupperneq 14

Tónlistin - 01.11.1943, Qupperneq 14
12 TÓNLISTIN fært til sönnunar því, að menn geta ekld látið tónlistina fara inn um, ann- að eyrað og út um liitt. Þessvegna skiptir það svo afarmildu miáli, að sú tónlist, sem við hlýðum á, sé lirein og göfgandi en ekki saurug og sið- spillandi. En hver getur sagt um, hve viðtæk áhrif það kann að hafa á skaphöfn manna, sem jafnvel undir- vitund þeirra geymir í skauti sínu? Mér hefir skilizt, að sálfræðingar á- líti, að það sem þar er geymt liggi ekki kyrrt né aðgerðalaust, heldur verki það stöðiigTá sálarlífið til ills eða góðs, eftir eðli sínu, og þangað megi rekja orsakir margskonar geð- bilana og óeðlis, og að þar megi einn- ig leysa úr læðingi græðslumagn margskonar meina. Um það skal ekk- ert fullyrt hér. En ég trúi þessu og vildi, að sem flestir tryðu þvi. Þá yrðu kannske færri mcnn en tílt er að skaphafnarlausum töturinennum af umgengni við skaphafnarsnauða og mannskemmandi list. Því að -dst er um það, að spakmælið forna: „Segðu mér hverja þú umgengsl, og ég mun segja þér, hver þú ert“, á ekki síður við i þessum skilningi. Eg vildi líka, að fólk legði a. m. k. svolítið meiri alvöru í þá almennu skoðun, að listin sé svona heldur meinlaust augna- og eyrna-gaman, — hæði vegna þess að mér virðist nútíðarfólk ekki svo alls- kostar fráhverft gamni, að þessi skoðun ætti fremur en hitt að geta hænt það að listinni, jafnvel þó að gamanið sé álitið meinlaust, — og ekki síður vegna þess að skoðunin er að sumu leyti rétt. Tónlistin l. d. er eyrnagaman. Það er máske einn sterk- asti þátturinn í áhrifum hennar. Sú slaðrevnd, að fyrirhrigði lík því, sem getið er um hér að framan, eru al- geng, stafar ef til vill ekki sízt af því, að undirvitundin skynjar og finn- ur gamanið, nautnina og lífsgildið, sem felst í fögru lagi, —- og það jafn- vel hjá fólki, sem þrjózkast við að leggja við hlustirnar. V Ég hefi hér áð framan minnzt á holla og óholla list, og vildi ég gjarn- an gera skilríkari grein fyrir því. Það er eðli listaverka, að hreyfa við þeim kenndum í sálum annarra, sem þau sjálf eru sprottin upp af. Til þess að draga sem skýrastar markalinur skulum við láta tvo menn svara spurningunni „hvað er list“. Svar annars verður eitthvað á þessa leið: Lisl er það hreinasta og guðdóm- legasta, sem hærist í mannssálinni. En liinn svarar: List er það óféleg- asla og óhugnanlegasta, sem, mannleg sál getur húið yfir. Báðir hafa rétt fyrir sér. Hugsum okkur Stándchen (mansöng) Sclmherls annarsveg- ar og görótt jazzlag hinsvegar. Hvilíkur munur! Hvortveggja er þó ástarsöngur. Annar er þrunginn því göfugasta, sem einkennir hina dá- sömuðu og marglofuðu eðlishvöt, ástina, og hreyfir vitanlega samstillta strengi í sál hlustandans. En hinn er gegnsmoginn af hinum villimanns- legustu og taumlausustu fýsnum, sem skáka í skjóli ástarinnar, og hreyfir við þeim hvötum i sál hlustandans. Það er að vísu goðgá að nefna þessa tvennskonar söngva samtímis, svona álíka og að nefna himnaríki og hel i söniu andránni. En báðir eru drottn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.