Tónlistin - 01.11.1943, Side 24

Tónlistin - 01.11.1943, Side 24
22 TÓNLISTIN sýndai’ þar. Frá Weimar barst hróð- ur nýrra tónvérka um Þýzkaland. Wagnersóperuna „Lohengrin“ lét Liszt sýna í Weimar, siðan „Tann- háuser“ og „Ilollendinginn fljúg- andi“. Þegar óperur Wagners voru ofsóttar og smáðar utan Þýzkalands og innan, áttu þær að fagna góðum skilningi í Weimar. Liszt leit á óperur Wagners sem nýja opinber- un. Hann talaði kjark í Wagner, er hann var að bugast undan ofsóknum og fyrirlitningu, og aldrei hefir neinn maður harizt ótrauðar fyrir nýjum hugsjónum í tónlistinni en Liszt, er hann barðist fyrir hinni ódauðlegu tónlist Wagners. Fjöldi annarra tón- skálda standa og í þakkarskuld við hann, svo sem Grieg, Smetana, Cor- nelius o. fl. Sem tónskiáld er Liszt einnig hrautryðjandi. Hann er einn af aðal- forkólfum nýrómantískrar tónlistar. Tónlistarfræðingurinn Hermann Kretzschmar kemst þannig að orði um Liszt sem tónskáld: „Hvað snert- ir bvggingu tónverka, þá er Liszt ásamt Wagner mesti meistari 19. aldarinnar; symfónían á hphum miklar þakkir að gjalda.“ Þessi um- mæli lúta að tæknilegri hlið málsins. Symfónískar tónsmíðar sínar nefndi Liszt „Symphonische Dichtungen“, en tilefni þeirra er sótt í sígildar hókmenntir, eins og t. d. „Tasso“ (Byron), „Faustsymfónían“ (Goetlie), „Les Préludes“ (Lamartine), „Ilam- let“ (Shakespeare), „Die Ideale“ (Schiller) o. fl. Merkastar kirkjuleg- ar tónsmíðar hans eru: „Graner messa“, „Helgisagan um heilaga Elísabelu“, „Kristur“, „Ungversk krýningarmessa“ og „Dánarmessa“. Kirkjumúsík Liszt féll alls ekki i smekk Weimarbúa, sem voru lút- herskir. Hinsvegar var henni vel tek- ið af katólsku kirkjunni. Höfundur- inn vissi, að i Rómaborg myndi verða beztur jarðvegur fyrir trúar- ljóð sín, svo að liann fluttist þangað 1861 og seltist þar að. 1 Róm hlaut Liszt áhótatitil að nafnhót sem kirk'julegt tónskáld, og kom það mönnum mjög á óvart Trúhneigð hans og kirkjulegar tón- smíðar þekktu þá fáir; en fyrir hon- um vakti fvrst og fremst að umskapa og endurnýja katólska kirkjumúsík, og til þess vissi hann ekkert meðal hetra en kórinn í sixtínsku kapell- unni í Péturskirkjunni i Róm. En enginn mátti stjórna kórnum annar en kirkjunnar maður, þ. e. vígður maður. Þessvegna var vígslan nauð- synleg. Eftir þetta hjó Liszt löngum í Rómahorg, en öðru hverju fór hann í ferðalög og dvaldi þá stundum langdvölum í Weimar, umkringdur af nemendum sínum. Hann andaðist 31. júlí 1886 í Bayreuth. Hann var ]:á staddur þar til að hlýða á óperur Wagners, og þar hvíla bein hans. Franz Liszt er einhver stærsti .per- sónuleiki nútímalónlistar. í persónu lians mættust margir þættir. Hann var tónskáldið, sem samdi litauðug- ar pianótónsmíðar, glæsileg verk heimsmannsins. Hann var ábótinn, sem samdi kirkjumúsík, er hafin var upp vfir allt jarðneskt kíf og stríð. Hann var byltingamaðurinn, sem ruddi braut nýrri tónlist. Ilann var pianóleikarinn óviðjafnanlegi, sem grundvallaði píanótækni nú-

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.