Tónlistin - 01.11.1943, Page 30
28
TÓNLISTIN
bilnm og mismunandi lengdargild-
um, hefir liann á þeim tímum lilot-
ið að vera hálf-fjarstæðukennd sam-
setning, og það því frekar liafi radd-
inrar verið þrjár. Það er því senni-
legt, að slík iðkun fjölröddunar
hafi einungis verið viðhöfð í gregórí-
önskum söng, þar sem hið kirkju-
lega lag var skrevtt með látlausri
yfirrödd; trúlegt er, að sú samstill-
ing liafi verið liáð jöfnum lengdar-
gildum og farið fram eftir fyrirfram
setlum reglum eða ákvörðunum;
þetta var kallað „að svngja eftir hók-
inni“, og það gekk sömuleiðis undir
nafninu „contrapunctum a mente“
(kontrapúnktur „eftir minni“); en
þegar dregnar eru þróunarsögulegar
ályktanir af gildi diskantus-tíma-
hilsins, verður að sjálfsögðu aðeins
tekið tillit til skráðra diskantus-
tónverka.
Diskanlus virðist allra fyrst hafa
verið saminn þannig, að tvö ólik lög
voru sett lilið við hlið og samhæfð.
Síðan var farið að setja nýja rödd
fyrir ofan gefna grunnrödd (tenór).
Tenórinn var þá aðeins skoðaður
sem aukarödd, en diskantus, sem lá
fyrir ofan, var aðalröddin. Stundum
var lagið einnig sett í yfirröddina, og
var þá húin til grunnrödd við hana.
í þrí- og fjórrödduðum diskantus var
einni eða tveimur röddum hætt við
liinn tvíraddaða tónhálk, án þess þó
að heildin væri hljómbundin; mest
um vert var, að afstaða hverrar radd-
ar til tenórsins væri rétt, en gagn-
raddirnar gálu innhvrðis oft og ein-
att myndað hina óhugnanlegustu
mishljóma.
Venjulega voru texlar skrifaðir
með diskantus, en þó kemur liitt
einnig fvrir, að orð eru engin. Orð-
in voru annaðhvort hin sömu við all-
ar raddir, eða hver rödd hafði sinn
sérstaka texta. Alloft söng önnur
röddin gregórianskt stef á latínu
meðan hin röddin söng samtímis
eitlhvert algengt lag á þjóðmálinu.
I þrírödduðum tónhálki var ekki
ósjaldan hafður þrennskonar texti;
oft kom það fyrir, að einni röddinni
fylgdu aðeins nokkur u])])hafsorð,
eða þá að röddin var alveg textalaus;
má þá gera ráð fyrir, að sú rödd hafi
ef til vill verið ætluð hljóðfæri. í
öllum fjölrödduðum tónsmíðum frá
þessum tímum er þess yfirleitt ekki
getið, hvaða tónflutningsmiðill flvtji
hverja rödd, svo að oft leikur nokk-
ur vafi á, hvort syngja eigi raddirn-
ar eða leika þær á hljóðfæri.
Diskantus skiptist í flokka allt
eftir tegund og formi, og skal hér
lauslega drepið á helztu afbrigði
hans. Heitið motetus (mótetta) er
mjög oft notað um fjölraddaðar tón-
smíðar. Moletus var venjulega þrí-
raddaður, og tenórinn var gregórí-
anskt laghrot eða þjóðlag; þjóðlagið
var þó oftar notað sem uppistaða.
Raddirnar eru fullkomlega sjálf-
stæðar, og eftirlíkingar lcoma ekki
fvrir. Motetus-formið þróast mjög
skipulega og verður hrátt að mjög
vinsælu fomi hinnar veraldlegu tón-
listar; löngu síðar kemur ,,mótettan“
fram sem mjög listrænt og vandflutt
kirkjutónverk. Næst motetus að út-
hreiðslu er ballade, þrískipt ljóð-
form með viðlagi, oftast fjölraddað.
Skylt því er chanson balladé
(franskt), sem nær eingöngu var