Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 32
30
TÓNLISTIN
við lagið, að á innilegra samband
yrði alls ekki kosið. Og í hvert skipti,
sem ég heyrði það eða söng, fann ég
til sannrar gleði og ánægju, svo að
ég hlakkaði einatt til, er röðin kom
að þvi. Þótt Friðrik hefði ekki gert
nema þetla lag, væri það eitt nóg
til að lialda nafni hans á lofti. Það
mun lifa sem gott dæmi þess, hvern-
ig á að samlaga sig skilningsheimi
harnsins.
Friðrik hefir náð að finna hinn
ríkjandi tón barnsins, sem hann mót-
ar á margvíslegan en alltaf sannan
hátt. Hann kynokar sér jafnvel ekki
við tónendurtekningu í sifellu, ef
orðin krefjast þess. Aðalatriðið er,
að hjá harninu vakni rétt tilfinning
fyrir því, sem orðin láta í ljós. Þau
lög, sem við auðkennum sem „barna-
söngva“, eru í eðli sínu oft ekkert
annað en barnóralög, fundin upp1 af
fullorðnum, þrungin raunskökkn
innihaldi, er alls ekki hæfir barninu.
En Friðrik hefir ldustað eftir rödd
barnsins hetur en margir aðrir, það
er víst óhætt að segja betur en allir
aðrir hér á landi. Fvrir það á hann
þúsundfalldar þakkir skilið. Hann
hefir gefið harninu gaum, þegar það
er eitt saman, þegar það leikur og
syngur ótruflað fyrir sjálft sig. Þann-
ig hefir hann kynnzt hinum einu
réttu tónum þess.
Friðrik hefir ávallt gert sér far
um að ala hörnin og unglingana upp
í lifandi samneyti við tónana. Hon-
um hefir frá því fyrsta skilizt, að
brýn þörf var á tónrænu uppeldi, og
hann hefir því alið nemendur sína
upp við tónlist og með tónlist. í því
starfi hans hefir söngurinn af skilj-
anlegum ástæðum verið nærtækast-
ur. Hann hefir gert sér far um að
forðast lifvana yfirheyrslur og þrá-
látar endurtekningar og gengið á
snið við stirðleg kerfi mótaðra sann-
inda. Hin lífrænu tengsl við efnið
hafa verið honum fvrir mestu. Þar
með hefir Friðrik sýnt fram á, að
tónlistarinnar verður ekki leitað
einhversstaðar utan gátta, — hún
hýr i okkur sjálfum, fylgir lífi okkar,
hinum ýmsu tilefnum okkar að gleði
og sorg; liún er vinur okkar og hugg-
ari.
Friðrik Bjarnason er ættaður frá
Stokkseyri, þar sem faðir hans var
organisti; er hann kominn af hinni
eftirtektarverðu Bergsætt, sem alið
hefir svo marga gáfumenn í söng og
tónlist. Úr mikilli fátækt hrauzt hann
til mennta og tók kennarapróf i
Hafnarfirði árið 1904. Nótur lærði
hann fyrst að þekkja, er hann var
um tvítugt, en varð mikið ágengt á
skömmum tíma. Sérstalclega liefir
Friðrik kynnt sér söngkennslu í
skólum á Norðurlöndum og í Þýzka-
landi. Hefir hann gefið út margar
skólasöngbækur, sem notaðar hafa
verið um land allt, og væri óskandi,
að fleira kæmi frá hans hendi af því
tagi; á þvi er hrýn nauðsyn.
Uppeldisfræðingurinn og tónskáld-
ið Friðrik Bjarnason eru tvær óað-
skiljanlegar hliðar á sama manni.
Svipar honum i því til svissneska
tónfræðingsins Hans Georg Nágeli,
sem manna mest barðist fyrir út-
breiðslu aðgengilegs söngs fyrir al-
þýðu manna og samdi lög í því skyni.
1 tónsmíðum sínum er Friðrik bund-
inn þeim uppeldisfræðilegu megin-