Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 46

Tónlistin - 01.11.1943, Blaðsíða 46
44 TÓNLISTIN vallakoti, en hann var dáinn, þá er ég kom hér vestur. Nokkrum árum eftir ah ég bjó mér til langspiliö, eignaöist ég annaö úr dánarbúi frú Kristínar Hjalta- lín i Stykkishólmi. Sú kona var dóttir hins þjóðkunna manns Sveinbjarnar Eg- ilssonar rektors, og haföi hún erft þaö eftir föður sinn. 1901 eöa 1902 fékk bróðursonur minn það hjá mér, og veit ég ekki um það síðan.“ Þannig farast föður nútima-hljóðfærá- leiks á Snæfellsnesi orð um sjálfan sig. 25 ára gamall sezt hann á skólabekkinn og öðlast nægilega kunnáttu til að gegna kirkjuorganleik en fær árum saman ekk- ert hæfileg't verkefni, vegna skorts á hljóðfæri. Að lokum sigrast hann þó á umhverfi sínu og fær heitustu ósk sinni framgengt. Umbótavilji hans verður aft- urhaldsseminni yfirsterkari, og hann inn- leiðir nýjan söng á hina fornu sjósókn- arstaði undir Jökli og skapar nýja Stapa- gleði í hollustusámlegum anda í stað þeirrar, sem löngu var kulnuð og liðin undir lok. Aðerft þrek Kjartans Þor- kelsonar ber hann örugglega uppi í fjörutíu ára vandasömu en ábatarýru hugsjónastarfi, þar til honum sjötugum förlast svo sýn eftir rýnifrekan nótna- lestur, að hann neyðist til að þoka úr sæti sínu á orgelbekknum. — En ennþá má sjá ellilúna fingur renna eftir gljá- hvítum nótum gamals stofuorgels vestur í Staðarsveit. Þar situr sterkbyggður og teinréttur öldungur við hljóð.'æri sitt, beinir luktum augum til himins og lætur hljómana renna saman í þakkarsöng til þess máttar, er veitti honum kraft til að lýsa upp hina sjónum sviptu tilveru með lifandi og raunverulegum endur- minningum þeirra stunda, er hann i fullu starfsfjöri flutti fagnaðarboðskap tónanna til samferðamanna sinna á lifs- leiðinni. — Æviferill Kjartans Þorkels- sonar organista á Snæfellsnesi varpar nýju ljósi á einn þátt íslenzkrar þjóð- menningar.Hann kennir okkur að greina listamannsneistan í mannlegu eðli, sem við getum ávallt ornað okkur við, er kvöldar að; og hann skuldbindur okkur Frá ísafirði Sunnukórinn hélt samsöng 12. maí 1943, sem var endurtekinn. Söngstjóri var Jónas Tómasson en einsöngvarar Margrét Finnbjarnardóttir, Jón Hjörtur og Tryggvi Tryggvason. Auk þess að- stoðaði lítill liópur hljóðfæraleikara með tvær fiðlur, tvö píanó og orgel. Efnisskrá hljómleikanna hafði á sér snið fjölbreytni, og skiptist á raddleikur (kórsöngur og einsöngur) og hljóð- færaleikur. Fyrsta deild viðfangsefn- anna var eingöngu skipuð íslenzkum höfundum í tónbálki fyrir blandaðan kór, og er sú viðleitni stjórnandans fyllstu virðingar verð, að bera íslenzka fánann þannig i broddi fylkingar fram fyrir áheyrendur í hljómleikasalnum. Hinir íslenzku höfundar, sem þarna voru saman komnir á listaþing, voru Björgvin Guðmundsson, Sigvaldi Kalda- lóns, Sigurður Þórðarson, Jón Þórar- insson, Bjarni Þorsteinsson, Jóh. Ó. Haraldsson og Jónas Tómasson. • En erlend tónskáld sáust þar einnig, svo sem Schubert, Mendelssohn, Beethoven, Robert Radecke, Grell og Merikanto. Symfóníur* Beethovens verða aldrei nógsamlega vel kynntar íslenzkum söngvinum, og er því tilraun Sunnu- kórsins góðra gjalda verð þótt af van- efnum sé gerð. Fáein hljóðfæri iáta að sjálfsögðu aðeins í té mjög dauft endurskin af synlfóníuorkestri, cg verð- ur áhrifamunurinn eftir því. En ef lít- ill flokkur hljóðfæraleikara g.tur náð fram stefi verksins og aðalsöngl’nu svo áheyrilega, að það festist hlustendum í minni og þeir geti haft það yfir með sjálfum sér að afloknum hljómleikum, þá er mikill ávinningur að alþýðlegri til að leggja fram styrka hönd til rækt- unar þess umhverfis á íslenzkri mannfé- lagsgrund, sem alltaf er fært um að miðla börnum sínum heilum áhrifum, og njóta siðan mannfegrandi eiginieika þeirra af fullum skilningi. H. H.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.