Tónlistin - 01.11.1943, Qupperneq 48

Tónlistin - 01.11.1943, Qupperneq 48
46 TÓNLISTIN líkum lætur. Hefir tónskáldinu tekizt a'S ná miklum verkunummeöeinföldumm'eð ölum. „Tilbrigöi viö frumsamiö rímna- lag“ eftir Árna Björnsson er viökunnan- legt verk og aögengilegt. „Tilbrigöi yfir forníslenzkt sálmalag“ eftir Hallgrím Helgason er mikiö hljómsveitarverk, en hljómsveitarbúningurinn er fullþykkur, svo aö sálmamelódían greinist ekki glöggt í gegn. Höfundurinn lék nokkru síðar í útvarpiö tilbrigöi urn eigiö stef fyrir píanó, en í því verki gætti ekki þessara annmarka; var þaö vel unnið og gott verk. Karl O. Runólfsson er eftir- tektarvert tónskáld. Hann kærir sig ekki um að þræöa troðnar brautir og fer sínar eigin götur. Raddsetningar hans á fjór- um íslenzkuin þjóölögum eru frumlegar og skemmtilegar og sýna, að hann hefir gott lag á aö skrifa fyrir hljómsveit. Á þessum hljómleikum sungu Guðrún Ágústsdóttir og Pétur Á. Jónsson nokk- ur lög, frúin söng lög eftir Þórarin Jónsson, en Pétur söng lög eftir Markús heitin Kristjánsson. „Bikarinn" eftir Markús er stórslegið sönglag, þrungið dramatiskum krafti. Söngur Péturs missti ekki marks, og er langt síðan ég hefi heyrt honum takast eins vel upp. Frúin geröi og lögum Þórarins góð skil. Dr Urbantschitsch s^jórnaði Hljómsveit Revkjavíkur, en þrátt fyrir hans ágætu stjórn þá sagöi það til sin, að stuttur fresHir hefir verið til æfinga. Kpmm^rmúsíkkvöld var haldið s;öar. Þar lék ungfrú Gnðríður Guðmundsdótt- ir. kennari við Tónlistarskólann, eink'T skilmerkilega tilbrigöi við lagið „Stóð ég úti í tunglsljósi" eftir Biörgvin Guð- mundsson. Þetta er mikið píanóverk, og sýnir tónskáldið á sér nýja hlið meö því, því fram að þessu er hann aðallega kunnur fyrir sönglög sín. Mér finnst tón- skáldið sterkara á svellinu í sönglögun- um, ekki sízt kórverkunum. Strokkvart- ettskafli — Andante — eftir Emil Thor- oddsen var og leikinn þarna. Er það fall- egur kafli. Encla þótt Emil.standi sem tónskáld með báða fætur í liöna tíman- um, eins og raunar flest íslenzk tónskáld, þá er handbragðið hjá honum jafnan list- fengt og músíkin oftast fögur, svo aö mörinum er ánægja að því, sem frá hans hendi kemur. Loks kem ég að því verk- inu, sem einna mesta athygli vakti, en það er „Stef með tilbrigðum fytir fiölu og píanó“ eftir Helga Pálsson. Þetta verk var líka mjög vel flutt af þeim Árna Kristjánssyni og Birni Ólafssyni. Helgi hefir áöur vakiö eftirtekt með fiðluverkum sínum, sem leikin hafa ver- ið á háskólatónleikum og í útvarpi.ru. Athyglin hefir beinzt að þeim einkum fyrir þaö, aö í þeim viröist vera eitthvað, sem sprottiö er af hræringum samtíðar- innar. Helgi virðist ekki einblína aftur á bak. Hann semur verk, eins og vænta má af manni, sem lifir á 20. öldinni, en bergmálar ekki hugsjónir 19. aldarinn- ar. Verkið, sem hér er um að ræða, er frískt og lifandi, og vakti það gleði. Höf- undur notar í því allmikið kvinta, og mun þaö ef til vill verða suinum þrándur í götu til að geta melt verkiö fyrst í stað. Af eintómri hæversku hefir höfundur ekki nefnt verkið með tæmandi nafni, en þaö ætti að heita: „Stef með tilbrigðum 0g tvöfaldri fúgu fyrir fiðlu og píanó“. Kristján Kristjánsson söngvari söng nokkur lög eftir Bjarna Þorsteinsson, Árna Thorsteinson og Emil Thoroddsen með undirleik síðastnefnda tónskáldsins. Söngur hans var bæði fágaður og smekk- legur, og var honum vel fagnað. Listamannavikan hefir gefið gott yfir- lit yfir það, á hvaða stigi is'enzk tónlist stendur. Sönglögin eru yfirleitt undir á- hrifum rómanísku stefnu 19. aldarinnar, og meðal þeirra eru þó nokkur, sem nefna mætti hreinar söngperlur. Hljómsveitar- verkin eru ungur gróöur, sem enn er stutt á veg kominn, sum eru lítið meira en tilraunir byrjandans, en þó hafa þeg- ar komið fram þroskuð verk á þessu sviði, sem spá góðu um framhaldið. B. A. A þessu ári minnist Noregur 100 ára fæðingardags mesta tónskálds síns og eins af sínurn beztu sonum, Edvards
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.