Tónlistin - 01.11.1943, Page 49

Tónlistin - 01.11.1943, Page 49
TÓNLISTLN 47 Hagerup Grieg. Hann var hvorttveggja í senn, brautryöjandi norskrar tónlistar og sá tónsnillingur, sem enn gnæfir hæst i tónlistarlífi NorSmanna. En enda þótt Grieg hafi veriö sá norskasti allra norskra, er þó fjarri því, að landar hans séu einir um aS minnast afmælisins. MeS hinum gagnmenntaSa tjáningar- hætti sinum varS hann um leiS hinn al- þjóSlegasti allra norrænna tónskálda og hefir, bæSi beint og óbeint, mótaS sam- tíS sína meira en flestir tónlistarmenn aSrir. Um leiS og hann opnaSi eyru landa sinna fyrir áSur óþekktum auSlind- um í tónlist norskrar alþýSu, beindi hann og eyrum samtiSartónskáldanna heim til þeira sjálfra, svo aS þeir tóku einnig aS leita svipaSra fjársjóSa í heimalöndum sínum. TónlistarfélagiS minntist afmælis- ins meS ágætu en fullstuttu úrvali af verkum Griegs, Holberg-svítunni, pi- anókonsertinum og fjórum sönglögum. Því skal þó ekki neitaS, aS í þessu úr- vali var áherzlan lögS fullmikiS á hina alþjóSlegu hliS Griegs en minna á hin þjóSlegu einkenni, eins og þau koma fram í mörgum „instrumentai" smálög- um og ekki sizt í fiSlusónötunum, sem eru vafalaust veigamestu verk hans í stóru formi. Holberg-svitan er s^min fyrir strok- hliómsveit, og lék Hbómsveit Rayk:a- víkur hana undir stjórn Dr. Urbant- schitsch, hægu kaflana ef til vill full kuldalega, en hröSu kaflana af miklu lífi og meS fjaSurmagnaSri fallandi. Einsöne-v',ri Tóulistarcélagsins var aS bessu sinni SigurSur Markan. Skilningi hans og meSferfi hinia fjögurra Gri»g- söngva var i engu ábótavant, en satt aS segja er erfitt aS fella sig viS þaS, aS jafn ágætri barytonrödd, og SigurSur Markan hefir, sé misboSiS meS eintóm- um briósttónum jafnt á efra sem lægra raddsviSi. Þessi söngaSferS er enean veginn óalgene meSal djúpra barytona — og þaS jafnvel meSal margra, s°m hafa getiS sér nafn — en hún .fer óneit- anlega í fínu taugarnar, er til lengdar lætur, enda verSur þess fljótt vart, aS þegar SigurSur Markan gætir þess aS „loka“ þegar ofar dregur, verður söngur- inn bæSi áheyrilegri og þróttmeiri. SíSasti liSurinn var píanókonse’rtinn í a-moll, og var Árni Kristjánsson ein- leikari. Undirleikurinn í þessu verki mun vera eitt hinna erfiSustu viSfangsefna, sem Hljómsveit Reykjavikur hefir tek- izt á hendur, og varS árangurinn vonum fremri — veigamikilla misfellna varS ekki vart, en ekki var blásarahljómur- inn alltaf jafn göfugur, og síztur í siS- asta þætti. Árni Iék píanóhlutverkiS nokkuS ójafnt, sumsstaSar mjög fallega og meS ósviknu skáldlegu flugi, en ann- arsstaSar af meira flaustri en viS eigum aS venjast af honum. ÞaS þrengist stöSugt kostur tónlistar- innar hér í höfuSstaSnum, og er nú svo komiS, aS ekki er unnt aS fá sal til hljómleikahalds siSar á degi en kl. 1^2, nema sá kostur sé tekinn aS bíSa til miS- nættis. Þótt undarlegt megi virSast, ríkir' nú svipaS ástand hjá Ríkisútvarpinu, en þaS hefir gert symfóníutónlist útlæga á öSrum tímum en fyrir hádegi á sunnu- dagsmorgnum og eftir útvarpstíma á föstudagskvöldum. Grunur minn er þó sá, aS þar sé frekar um skort á hjarta- rúmi en húsrúmi aS ræSa. Hljótt hefir veriS um byggingu tónlistarhallar und anfarin misseri, en nokkur skriSur virtist þó vera kominn á þaS mál fyrir nokkru. Væri vel ef forystumenn þeirra mala létu hendur standa fram úr ermum um áS hrinda því á veg, því aS eins og nú er búiS í haginn er ekki sýnna en aS öll tónlistarmenning hér í bæ lognist útaf og láti í minni pokann fyrir harmónikkunni og Hallbjörgu. Á efnisskrá þessara tónleika Tónlistar- félagsins voru eingöngu kammertónverk, eSa verk, sem krefjast ekki nema ein- faldrar sköpunar strokhljóSfæra. Þurfti því ekki á aS halda nema fáum úrvals- mönnum úr Hljómsveit Reykjavíkur, og varS þess fljótt vart, aS hér bar hvergi á þeim mistökum, sem hinir óæfSu meS’

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.