Tónlistin - 01.11.1943, Qupperneq 56
54
TÓNLISTIN
ég ekki getaS, því hér er allt í þeim
venjulega fúla spenningargraut, sem á-
vallt á hér heima. Hér eru engar nó.ur
til, nema þær, sem Einar prentari á, en
aö gefa þetta út í Suðra, það fer ég ekki
fram á; bæði vil ég ekkert eiga viö
Gest, og svo' mun hann ekkert vilja
hafa meö þaö aö sýsla, bæöi af því
hann er nú orðinn aftur landshöföingj-
ans creatúr og svo er hann á móti mér
svo sem einn af þeirri yngri generation,
sem ég hef oft sýnt stóran skort á
respekti, af því mér finnst ekki svo
ntikiö til þeirra koma, og ég hefi ekki
hrósað þeim nógu mikið. Nú, nú, ég
fór í Jón Ólafsson og beiddi hann aö
hjálpa, en Jón kvaðst ekki vel geta
farið í Einar, þvi hann væri í máli á
móti honum. En ég get ekki fengið af
mér að fara í aðra blaðamenn, ég nenni
ekki að láta neita mér, svo nú stendur
við þetta. Kannske þú gætir fundið
upp á einhverju ráði. — —
Til E. M. 15. okt. 18S5.
-----Rímur eru ekkert annað en episk
kvæði, og þær gætu verið eins góðar eins
og hver önnur Poesi, ef þær væru vel
gerðar; item hefur verið haft á móti
rímnalögunum, ja, það er satt, að oft
er illa kveðið, en ef fara ætti út í allar
O'kkar músíkölsku præsationir — in-
clusive söngkennslunni sem nú er, þar
sem engin hugmynd er um ,,Foredrag“,
fegurð &c — þá mætti margt segja. —
Til E. M. 28. nóv. 1885.
Eg get nú ekkert gert að svo stöddu
við lagið við „Vestan um haf“. Eg hef
engan aðgang að Einari prentara, sem
er sá einasti, sem getur prentað nótur,
en hann er nú orðinn hálfómögulegur,
0g ég hef ekki sjálfur ráð á að kosta
það; Helgi snikkari sagði mér um dag-
inn, að hann hefði sett Iag við kvæðið
og lézt ætla að gefa það út, ef ég leyfði,
og kvaðst ætla að gefa út sínar eigin
Compositionir smátt og smátt; rétt þar
á eftir kom hann með eitt prentað ark
með nótum, og þar á var „Söngurinn"
eftir St. Th. og „Skarphéðinn" eftir
Hannes Hafstein, og varð ég hálfstygg-
ur við Helga og sagðist ekki álíta það
neinn heiður fyrir mig að vera í hala-
rófunni á Steingrími og Hannesi, og þar
að auki þætti mér lítið koma til þessara
kvæða; en annars sagðist ég ekkert
skipta mér af þessu — svo ég veit ekki
livað Helgi gerir, en líklega gefur hann
lagið út, því ég er orðinn vanur þess-
um látum í Helga, hann hefur oft láuð
jiannig við mig; en mér er ekki til neins
að fara í þessa menn, það er ég-marg-
búinn að reyna.-----
Til E. M. 30. ág. 1S58 (skrifað í Þýzkal.).
— — Ekki vantar mann hér músík
eða söng, og Piano eru um allt, þar sit
ég agndofa, því sumir spila ágætlega.
Hér leikur einn maður svo vel Menu-
etten af Don Juan (Goða það likast
unun er), að ég er hreint hissa, og
glápi á tangentana eins og hundur á
stóra og ilmandi rúllupylsu, sem hann
þorir ekki að. — —
HIÐ TÓNVÍSA HÖFUÐSKÁLD
METUR ÞJÓÐLÖGIN MIKILS.
„Með endurreisn rimnalistarinnar
mundi stofnast bragaskóli þjóðarinnar
að nýju. Siðabót lýðbragsins bannfærir
keskni, níð og sorpkviðhnga, og þá rís
ný, sterk alcia hinnar a.mennu skáld-
menntar, sem þjóð vor er borin til.
En að því er rímurnar sjálfar snertir
kemur eitt sérstakt atriði enn til greina,
það er eðli þeirra sem nokkurs kyns
hálfkvæði mitt á milli söngs og lestrar,
er virðast mætti erfitt að sameina sannri
list.
Af sögu rimnalaganna er það auðsætt,
að þau hafa um langan aldur hrifið
þorra þjóðarinnar, og gjört þar víöa
hlýtt og bjart, sem annars mundi hafa
verið harla kalt og dauflegt, úti um
hinar strjálu byggðir íslands. Og það
verður einnig sannað og sýnt, að í þeim
hefur komið fram afar fjö'.breytil gur
auður íslenzkra söngþanka. Þvi miður
mun þó mikið af þeim auð hafa glatazt