Tónlistin - 01.11.1943, Side 58

Tónlistin - 01.11.1943, Side 58
56 TÓNLISTIN fyrir almennri andlegri og líkamlegri menntun fólksins. En vissulega er og hefir jafnan veriö misjafnt mat á því eftir staS og stund, hvaö til sannrar menningar horíöi, og hvaS þjóSiélagi bæri aS gera henni til efhngar. Því er þaS, aS sumsstaöar eru beinhnis lagöir steinar í götu þeirra mála, sem annars- staSar eru talin ein hin nauösynleg'ustu til mannlegs uppeldis og þroska. íslendingar standa aS mörgu leyti framarlega urn almenna menntun, en þó virSist vera hér um einkennilegt skiln- ingsleysi aS ræSa gagnvart sumum menningarlegum verömætum. Skal hér aöeins bent á eitt atriöi, sem sé þaö, að í landi, þar sem svo aS segja engin inn- lend framleiösla á sér staö á hljóS- færum, skuli vera minnst 50% verStoll- ur á innfluttum hljóSfærum. En allir sjá, aS meS þessu er lögð stórkostleg hindrun í veg þess, aS sönglíf og hljóm- list eflist í landinu, svo sem æski!egt væri. Þaö er aö vísu rétt, aö litilsháttar fjárhæS er variS árlega af opinberu fé til söng- og hljómlistarkennslu, auk þess sein slik kennsla fer aö einhverju leyti fram i mörgum af þeim skólum, setn reknir eru fyrir opinbert fé. En því ein- kennilegra er þaS, aö sú hindrun, sem aS ofan greinir, skuli á hinn bóginn vera lögö á leiö þessa menningarmáls. Á bak viS ofangreint liggur auSvitaS ekki vondur ásetningur löggjafans, held- ur þaö eitt, aS ekki er hærra mat á gildi tónlistarinnar hér á landi en svo, aS þaS er taliS alveg skaSlaust aS leggja svo miklar hömlur á hljóöfærakaup, sem gert er meS umræddum tolli. Vilji menn fá breytingu á núverandi ástandi, virSist því vera viS þaS aS glíma aS fá ráSandi menn til þess aS breyta um skoSun varSandi gildi tón- listarinnar. Þetta er ef til vill erfitt verk, þar sem þýSing andlegra verSmæta verS- ur ekki sett í mæliker eSa á vogarskálar svo sem efnislegir hlutir. En á margt má þó benda í þessu sambandi. Samkvæmt því sem sögur greina er þaö fyrst vitaS um söng- og tónlist, aS hún var einkum notuð í sambandi viS guSsdýrkun manna, enda þótt urn margs konar trúarbrögS væri aS ræöa, og jafn- an síöan hefir þessi list veriS tryggur förunautur guSsdýrkunarinnar, svo sem sjá má af því, aS guSsþjónustur þeirra þjóSa, sem nú eru fremstar taldar, cru aS mjög verulegu leyti íólgnar i sörg og hljóöfærslætti. En þetta sýnir, að þaö er oröin rótgróin trú og raunar vissa, aS fátt sé betur til þess falliö en góS tónlist að lyfta sálinni upp úr sljó- um hversdagsleika í átt til hins æöita og fullkomnasta, þ. e. til guSs. Mesta ljóSskáld okkar aö fornu og nýju segir um tónlistina: Hljómgeislinn titrar án ljóss og án litar, Ijómar upp andann, sálina hitar. Og enn kveöur hann : Því hvaö má sjónina dýpka cg víkka, sem hljómbjarmans huliðsljómi? AnnaS íslenzkt skáld lýsir á ljómandi °g hugönæman hátt áhrifum fagurrar tónlistar í eftirfarandi vísu, sem alur kannast viö ásamt hinu fallega lagi: Ljúfur ómur loftiS klýfur, lyftir sál um himingeim. Þýtt á vængjum söngsins svífur sálin glöS í friöarheim. Steingrímur Thorsteinsson kveSur um „söngsins englamál“ og svanasönginn, sem í helgidómi einverunnar, á heiöinni, styttir leiSina langa og stranga. Hann kveSur og um þaS, hvernig sönglífiö má vera áhrifaríkur þáttur i baráttunni viS skammdegiskuldann og vetrarfásinn- iö í sveitinni. Griski heimspekingurinn Platon (læri- sveinn Sókratesar), sem uppi var á ár- unum 427—347 fyrir Krists burö, mun jafnan verSa talinn meöal hinna allra merkustu og víSsýnustu spekinga, sem uppi hafa veriö. Langri ævi varSi hann til þess aö hugsa, tala og skrifa um mannfélagsleg vandamál og lét flest til

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.