Tónlistin - 01.11.1943, Qupperneq 71
tónlistin
69
nieta hina fögru list, tónlistina. Ef aö-
stæöur mínar heföu leyft, mundi ég sjálf-
ur hafa kosiö mér tónlistina aö lífsstarfi,
því aö ég ann henni hugástum, og allir,
sem aö þeirri fögru íþrótt vinna, eru
vinir minir.
Þórður Jónsson
Eyrarbakka.
rímaritið Tónlistin, Reykjavík.
Heiðruðu útgefendur:
Enda þótt ég spili ekki á neitt hljóö-
færi og hafi aldrei opnað tónfræðibók,
virðist mér aö menningargildi tónlistar
sé staöreynd, sem ekki veröi um deilt,
og að viöleitni islenzkra tónlistarmanna,
að göfga landslýðinn á þessum vett-
vangi, veröskuldi stuöning. Erfiöleikar
tonlistarmanna, aö skrifa fræðilega og
alþýðlega í senn, hljóta aö verða mjög
miklir, þar sem örlítill hluti þjóöarinn-
ar ber skyn á hin alþjóðlegu tónlistar-
hugtök, og þá engu fremur á hinar ný-
íslenzku þýðingar.
% er ritstjóranum þakklátur fyrir
athugasemd hans um „l’art pour l’art“.
Ég hefi lengi litið á þaö slag'orö sem
mannhættulega fjarstæðu. Ekki „listin
iyrir listina", heldur „listin fyrir lífiö“!
Eftir því, sem ég.má um þaö dæma, er
andi ritsins skynsamlegur og hollur —
og gerist ég því hér með kaupandi.
Með beztu óskum til handa „Tónlist"
og útgefendunum.
Friðrik A. Friðriksson
Húsavík.
Ég hefi nýlega fengið þriðja hefti af
TÓNLISTINNI, og likar mér þaö nijög
vel. Ég hefi alltaf haft mikið yndi af
tonlist, þótt ég sé meö þeiin ósköpum
fæddur aö geta ekki raulað lag. Og fyrir
nokkrum árum fór ég aö basla við aö
læra að spila á stofuorgel en hefi lítillar
tilsagnar notið í þeirri grein, aö undan-
teknum tveimur vikum, sem ég var hjá
Bjarna Bjarnasyni á Brekkubæ i Horna-
firöi. En þótt ég hafi lítið komizt áfram
í orgelspili, hefir hljóðfærið samt veitt
mér óteljandi ánægjustundir. Þessvegna
er það eins og opinberun að fá eitthvað
á borð viö „Tónlistina". Og þó aö und-
irleikurinn i lögum Páls Isólfssonar og
Árna Björnssonar sé alls ekki mitt með-
færi, hefi ég saint haft yndi af lögun-
um. Interlude Björgvins Guðtnundsson-
ar þykir mér mjög fallegt og auðvelt
að spila. — Væri ekki tiltækilegt, að
tímaritið flytti kafla um tónfræði fyrir
þá, sem litla þekkingu hafa í þeirri
grein og óhæga aðstöðu til að afla sér
hennar á annan hátt? Ef til vill væri
hugsanlegt, að Félag íslenzkra tónlist-
armanna gæti haldið uppi bréfaskóla í
þessari grein. Ennfremur vildi ég vekja
máls á því, hvort ekki væri hægt að
stofna nokkurskonar tónbókmenntafé-
lag, sem þeir innrituðust í er hljóðfæra-
leik stunda, og greiddu þeir fast árgjald
og fengju fyrir þaö eitthvað ákveðið
af nótnabókum á ári hverju? Félag is-
lenzkra tónlistarmanna vildi ef til vill
taka þetta til athugunar.
Með útgáfu „Tónlistarinnar" vinnur
Félag íslénzk.ra tónlistarmanna mjög
þarft verk, þar sem stefnt er að því
að opna augu þjóðarinnar fyrir því göf-
ugasta og bezta, sem mannsandinn á til.
Hróðmar Sigurðsson
Kyljarholti í
Austur-Skaftafellssýslu.
Ætli að það verði ekki lengi svo, að
miklu þrengri bás verði markaður tón-
verkum og söngritum til útbreiðslu en
allflestu öðru prentuðu máli, að minnsta
kosti svo lengi sem alþýða íslands er
ekki tónlæs. Menn teyga í sig sögurn-
ar, af þvi að þeir eru læsir á mælt mál,
en hafna lögunum, af því að þeir eru
ólæsir á sungið mál. Við þetta bíður allt
tónlistarlíf okkar stórfelldan hnekki, og
menn hvorki hlusta á né lesa tónverk.
Útgáfur tónverka eru þar með dauða-
dæmdar, því að útgefandinn spyr ekki
hver mestur sé hagnaðurinn, heldur hvað
minnst sé tapið. Eru það heldur ólífg-
andi staðreyndir að gefa andans auð —
ef til vill í mörgum tilfellum ódauð-
legan — en tapa á því að koma honum