Bændablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 6

Bændablaðið - 31.08.2004, Qupperneq 6
6 Þriðjudagur 31. ágúst 2004 Upplag: 11.500 eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.250. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins er bbl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Næstu blöð! Okt. 12. 26. Sept. 14. 28. Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smá- auglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Ódýrt vinnuafl Samkvæmt nýrri skoðana- könnun sem gerð var í Póllandi, Tékklandi, Ungverjalandi og Slóvakíu er ódýrt vinnuafl það sem meirihluti fólks í þessum löndum telur vera helsta framlag þeirra til Evrópusambandsins, en þessi lönd voru á meðal þeirra tíu landa sem gengu í sambandið þann 1. maí sl. Fólki frá þessum löndum, sem leitar eftir atvinnu, hefur fjölgað mjög í sumum af eldri aðildarríkjum Evrópusambandsins s.s. á Írlandi. Flest aðildarríki sambandsins, svo og aðildarríki EES-samningsins utan þess, nýttu sér heimild til þess að takmarka aðgengi fólks frá nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins að atvinnumörkuðum sínum. Írland var eitt af fáum ríkjum sem gerðu það ekki. (www.heimssyn.is) Reynslan af ESB slæm „Við vonum að sú reynsla sem við höfum af Evrópu- sambandinu muni hafa áhrif á afstöðu Íslands til þess, okkar reynsla af því hefur hingað til verið afar slæm. Við sjáum nú hvernig sjávarútvegur okkar hefur verið lagður í rúst af sambandinu. Því vonum við að Ísland líti til þeirrar reynslu og verði varkárt,“ segir Rosindell og segist sjálfur mæla gegn íslenskri aðild að sambandinu. Það yrði mikil ógæfa fyrir Ísland, ekki einungis með tilliti til fiskveiða heldur sjálfsstjórnar. Ísland myndi ekkert græða á aðild, Evrópusambandið myndi hins vegar gera það. Varaformaður breska Íhaldsflokksins, Andrew Rosindell , í viðtali við Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði. Landbúnaðar- háskólinn á Bifröst.... Þekking blaðamanna Fréttablaðsins á Borgarfirði virðist heldur klén. Virðist Borgarfjörðurinn og skólar hans renna saman í eitt hjá sumum þeirra því ítrekað hefur mátt sjá ritað “Landbúnaðarháskólinn á Bifröst” í blaðinu. Nú síðast kemur þessi nýja stofnun fram í dálki sem kallast frá ,,Degi til dags" og var að finna á blaðsíðu 16 þriðjudaginn 24. ágúst sl. Skyldi nafngiftin vefjast áfram fyrir mönnum þegar ný stofnun verður til um áramótin, Landbúnaðarháskóli Íslands? En kannski er blaðamaðurinn bara forspár - vel má vera að einhver sé að velta því fyrir sér að sameina umrædda skóla. Vel klæddar kindur Kínverskar kindur verða framvegis vel klæddar. Olíufyrirtæki Kína, Sinopec, hefur gefið 90 þúsund búninga sem passa á kindur í Ulsen Banner, þaðan sem ákaflega vinsæl ullartegund kemur. Búningarniar eiga að halda moskítóflugum frá, koma í veg fyrir að óhreinindi setjist í ullina og útbreiðslu smitsjúkdóma. Það fylgir sögunni að búningarnir eru úr gerviefni. Bylgjan greindi frá. Langþráður draumur er orðinn að veruleika. Risin er glæsileg fjósbygging á Hvanneyri. Það er von að hér sé hátíð svo lengi hefur þessarar stundar verið beðið. Bændur landsins eru stoltir af framlagi sínu til þessa húss sem er eftirtektarvert. Atvinnuvegurinn hefur komið hér að verki með myndarlegum hætti með fjárframlögum, rétt eins og oft áður t.d. með byggingu húsnæðis bútæknideildar Rala. En vígsluhátíðin markar einungis verklok byggingar og þá upphaf að starfi sem íslenskur landbúnaður væntir mikils af í þessu húsi. Og ekki aðeins íslenskur landbúnaður því eftir því sem heimur rannsóknanna verður alþjóðlegri og samstarf landa í milli öflugra þá gerum við okkur vonir um að rannsóknarstarf hér verði alþjóðlegt og að landbúnaðarrannsóknir standi á þeim tímamótum að vera útrásar- og þekkingariðnaður. Slíkt gerum við ekki nema með því að efla starfið. Skapa viðeigandi umgjörð og aðstöðu. Þótt okkur mörgum sé tíðrætt um breytt hlutverk landbúnaðarins og breytt mynstur hans þá má það ekki koma fyrir að við slökum í nokkru á þekkingaröflun fyrir þær búgreinar sem enn eru höfðuðbúgreinar landbúnaðar okkar. Ef þið spyrjið hvort ég hafi áhyggjur af því þá er svarið: já, ég hef af því áhyggjur. Því vil ég brýna fyrir okkur öllum að vera á varðbergi. Nautgriparæktinni er nú sem áður mikilvægt að á hverjum tíma sé öflugt rannsóknarstarf. Vissulega er samsetning og viðhorf okkar til þess sem við köllum landbúnað að breytast og er það vel. Eitthvað er það sem við höfum kallað hefðbundinn landbúnað og eigum þá væntanlega við búfjárhald. Ég veit ekki hvenær nýjar "búgreinar" verða hefðbundnar. Í mínum huga er t.d. ferðaþjónusta hefðbundinn landbúnaður svo gróin og öflug er hún orðin Í þessu húsi er einmitt ætlunin að stunda ákveðna tegund af ferðaþjónustu því þar er glæsileg aðstaða til að taka á móti gestum. Þetta fjós verður eins konar andlit íslenskrar nautgriparræktar. Þar verður vonandi tekið á móti fjölda fólks og unnið mikilvægt kynningarstarf fyrir landbúnaðinn. Í húsinu verður góð aðstaða til kennslu nemenda og ekki síst verður fósið opið okkur bændum til fóðleiks og hvet ég til þess að bændur verði duglegir að sækja staðinn heim og ég veit að tekið verður vel á móti þeim. Þann 1. ágúst sl. tóku gildi lög um Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann er nú samsettur úr þremur stofnunum, Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins. Þetta eru mikil tímamót og morgungjöf þessarar stofnunar er nýja fjósið á Hvanneyri. Nýr rektor Nýráðinn rektor, Ágúst Sigurðsson, og háskólaráðið eiga mikið verk fyrir höndum að móta starfshætti hinnar nýju stofnunar. Það er ekki stærð stofnunarinnar, starfsmannafjöldi, nemendafjöldi og veltutölur í upphafi sem segir til um hvernig henni mun farnast. Heldur hvernig sameiningin tekst og í framhaldi af því hvernig viðhorf hennar verður til baklandsins sem er íslenskur landbúnaður. Fljótlega þarf að taka þar miklar ákvarðanir. Bændasamtökin bera miklar væntingar til hinnar nýju stofnunar, að þar verði öflugt rannsóknar og kennslustarf fyrir landbúnaðinn. Ágústi Sigurðssyni er svo sannarlega að taka við annasömu embætti og óska Bændasamtökin honum farsældar í starfi. /Haraldur Benediktsson Leiðarinn Smátt og stórt Glæsileg fjósbygging á Hvanneyri Nú um stundir eru þeir einkum hylltir sem eiga bunka af verðbréfum undir koddanum sínum. Glanstímarit keppast við að mæra þetta hamingjusama fólk og birta myndir af grannholda veisluljónum sem kaupa fyrirtæki fyrir hádegi og tæta í sundur - og segja upp fólki en selja svo niðurbrytjuð fyrirtæki um kaffileytið. Skeytingarleysi þessara ljóna um almannahagsmuni er illskiljanlegt venjulegu fólki en það má fullyrða að oft tapi samfélagið á þessum samkvæmishetjum. Almenningur sem verður fyrir barðinu á uppsögnum fær ekki sömu athygli fjölmiðla. Fjármálamennirnir - sem á stundum ráða sjóðum sem ekki eru einu sinni í þeirra eigu - hagnast oft prívat og persónulega um milljónir á tilfærslum og línudansi í skattaskógum en óbreyttir blæða. Líklega hefur Háskóli Íslands slegið fyrstu tónana í þessu verki sem æ fleiri raula fyrir munni sér. Hagnaðarsinfónía HÍ gengur sem sagt út á það að ískalt peningamat eigi að ráða en svo virðist sem fólkið - almenningur - skipti minna máli. Dósent við HÍ sagði um daginn í útvarpi að landbúnaður á Íslandi skilaði afar litlu til þjóðfélagsins. Hann ræddi einnig um það að í landbúnaði - ekki síst í garðyrkju á Suðurlandi - væri mikið af innfluttu vinnuafli og hlustandinn fékk á tilfinninguna að það væri illa að þessu fólki búið. Staðreyndin er sú að starfsfólk í garðyrkju vinnu á umsömdum töxtum stéttarfélaga hér á landi og garðyrkjan eins og aðrar atvinnugreinar nýtir sér það. Á hún ekki að gera það annars? Til hvers er verið að semja um kaup og kjör? Íslendingar virðast eiga kost á betur launuðum störfum. Hvert er vandamálið? Borgar sig að reka landbúnað á Íslandi? Borgar sig að búa á Íslandi? Rétt eins og Sölvi Helgason gat reiknað tvíbura í konu norður í útlöndum (annan svartan og hinn hvítan) þá er það létt verk og löðurmannlegt að reikna út að landbúnaður borgar sig ekki á norðlægum slóðum. Það er að minnsta kosti auðvelt ef menn nota þröngar hagfræðilegar skýringar og gleyma mannlegum gildum. Íslenskur landbúnaður hefur margþætt gildi og hann er hluti íslenskrar menningar. Framleiðsla matvæla er eitt - en tilgangurinn er líka sá að halda lífi í landinu. Landbúnaðurinn styrkir byggðir og gerir öðrum atvinnugreinum kleift að lifa. Ef fólki fækkar á ákveðnum svæðum kemur að því einn góðan veðurdag að þeir fáu sem eftir sitja taka pokann sig og halda á brott. Eftir standa mannvirki sem grotna ótrúlega hratt niður. Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar nefna gjarnan íslenska matvælaframleiðslu þegar þeir tala um forsendur ferðaþjónustunnar. Þeir hafa - sem betur fer - ekki lokað sig af og dregið fyrir glugga íslensks samfélags eins og dósentinn sem áður var getið. Það er gott að geta reiknað eins og Sölvi en líklega væri hann einn af máttarstólpum íslenskrar hagfræði ef hann væri meðal okkar nú./áþ. Borgar sig að búa á Íslandi? Talnaspekingur hefur reiknað út að það borgi sig að hætta að tala íslensku og taka upp ensku! Það er hægt að kaupa til landsins hræbillegt nýsjálenskt lambakjöt og danska skinku. Það er líka hægt að setja íslenska flotann undir hentifána og ráða Kínverja á skipin. Ætli sé hægt að fá Norðmenn til að annast landhelgisgæsluna? Borgar sig að bjóða upp á háskólanám á Íslandi? Væri ekki hægt að semja við erlenda háskóla um að taka á móti íslenskum nemendum? Hvar á að byrja og hvar á að hætta?

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.