Bændablaðið - 12.10.2004, Page 27
Þriðjudagur 12. október 2004 27
• Sjaldan á tali.
• Mögulegt að svara í einn síma
og senda símtalið í annan innan
símstöðvarinnar.
• Sítenging – allt að 128 kb/s
hraði.
• Hægt að skoða póst án þess að
sækja hann.
• Ekkert upphafsgjald ef skipt er
á meiri hraða.
• Íslenskur hugbúnaður og
hjálpartexti.
• Auðveld uppsetning.
• Síminn virkar í rafmagnsleysi.
800 7000 - siminn.is
Barnaherbergi
Eldhús
Skrifstofa
Stofa Útihús
Helstu kostir:
Síminn á tali
og netið
sjaldan
alltaftengt
Síma- og netlausn með Fritz ISDN símstöð
• Frítt stofngjald á ISDN plús og
tveir mánuðir fríir
• Ekkert breytingargjald úr
hefðbundnum síma í ISDN
• Frír aðgangur að Internetinu í tvo
mánuði
Fritz símstöð
1 kr.
Léttkaupsútborgun
og 1.000 kr. á mán.
í 12 mán.
Verð aðeins: 12.001 kr.
Verð áður: 15.980 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
13
6
2
5
Sérstakt tilboð verður á síma- og netlausnum til þeirra
sem sækja fundina „Samtal við bændur“.
Eurit ISDN sími
Léttkaupsútborgun
og 600 kr. á mán.
í 12 mán.
280 kr.
Verð aðeins: 7.480 kr.
Umferðarslys eru ægileg, því
er undarlegt að veghaldari geri
ekki meira en raun er á að sporna
gegn þeim. Hér á ég við búfé
(sauðfé) við vegi landsins. Það er
sífellt talað um lausagöngubann,
það sparar fyrir þann sem tekjur
hefur af umferðinni. Búið er að
girða höfuðborgina af, þetta gerir
íbúa þess svæðis óviðbúna því að
koma út á ómerkt lausagöngu-
svæði. Hver er ábyrgð veghaldara?
Í vor var pokinn ekki tekinn af
aðvörunarskilti um sauðfé hjá
Sveinatungu í Norðurárdal fyrr en
viku eftir að sauðfé fór að rölta um
svæðið. Hvað var veghaldari að
gera?
Sumstaðar er búið að girða
með vegum. Það er ekki nægilegt
að girða, það þarf að halda við og
loka við girðingarenda. Bóndi með
bústofn heldur sínum parti við en
jörð í eyði verður útundan. Verk-
takar skilja eftir opin hlið tímunum
saman meðan verkið er unnið í
þágu veghaldara. Veghaldari, hver
er skylda þín?
Á Austurlandi eru aðvörunar-
merki vegna hreindýra, sem er
ágætt, en engin aðvörun um nær-
veru annarra ferfætlinga. Þó er
sauðféð mun algengara á þessu
svæði þegar umferðin þar er mest,
þ.e.a.s. á sumrin. Veghaldari, er
eitthvað að hjá þér?
Fólk, sem kemur til landsins
með flugi, fær upplýsingar í flug-
vélinni um að hér sé sauðfé við
suma vegi en þegar út á vegina er
komið eru engar frekari aðvaranir.
Veghaldari, hvað er í gangi?
Í umræðunni síðustu daga er
verið að benda á að sveitarfélögin
eigi að setja á lausagöngubann og
ábyrgð þeirra sé svona og svona.
En ef grannt er skoðað sýnir vega-
gerðin að það sem hægt er að
komast hjá að gera er í lagi,
samanber þau svör sem gefin eru
af ábyrgum aðilum þeirra sem
,,þakka ábendingar og segja allt
svo dýrt, merkjum stolið og að
eftir ákveðinn tíma hætti fólk að
taka mark á og fara eftir þessum
umferðarmerkjum". Þarna er ein-
hver að koma sér undan ábyrgð.
Ekki hafa bændur hag af slysum
og bústofnstjóni og tekjur þeirra
ekki meiri en svo að girðing milli
vegar og heimalands skarðar í
tekjurnar.
Þegar haustar og dimmir eykst
hættan á þessum slysum því hrað-
akstur virðist ekki minnka með
birtunni. Veghaldarar og fjár-
veitingavald, það er ódýrara að
byrgja brunninn með aðvörun
strax í stað þess að ýta ábyrgðinni
á aðra. Þið fáið tekjur af öllum
vegfarendum.GÞ
Bréf frá bændum
Það hendir bændur eins og
aðra þjóðfélagsþegna að bregða
sér út fyrir landsteinana og þá er
Flugstöð Leifs Eiríkssonar óhjá-
kvæmilegur viðkomustaður ferðist
menn á annað borð flugleiðis. Sá
sem hér heldur um stílvopnið er
einn úr þeim hópi.
Fyrir tæpum mánuði átti ég
leið um FLE og leit þá inn í Ís-
lenskan markað. Þarna eru allstór
kæliborð sem ég taldi að væru til
þess að sýna og bjóða gestum og
gangandi til kaups íslenskar
mjólkur- og kjötvörur. Einhvern
tíma tel ég mig hafa heyrt að af-
urðasölufyrirtækin okkar í mjólk
og kjöti væru eignar- eða rekstrar-
aðilar að Íslenskum markaði. Þess
vegna undraðist ég mjög að sjá
þessa sölustaði, - þ. e. kæliborðin
nánast tóm. Gaddfreðið pakkað
dilkalæri lá að vísu þarna í full-
kominni einsemd og lítið skárra
var tegundavalið af ostunum, -
frekar fátæklegt. Í öllu falli var
lítið sem lokkaði ,,gestinn" til að
kíkja á vöruframboðið.
Sem búvöruframleiðanda þótti
mér þetta skondin sjón, svo ekki sé
meira sagt, og óneitanlega fór ég
að velta fyrir mér hvernig á þessu
gæti nú staðið?
Er vilja- og áhugaleysi afurða-
sölufyrirtækjanna um að kenna
eða er þetta svo hæpin söluleið
fyrir unnar landbúnaðarvörur og
lítið magn sem þarna selst að ekki
svari kostnaði að sinna þessu
betur? Gaman væri að fá skýring-
ar á þessu. Er kannski betra og
skynsamlegra að hætta með sölu
kjöts og osta í flugstöðinni en gera
það með hangandi hendi. Bóndi
Gaddfreðið, einmana
læri í Leifsstöð
Rafrænt bókhald -
Rafræn samskipti
Námskeiðin Rafrænt bókhald - Rafræn samskipti, sem ætluð eru
notendum bókhaldsforritsins dkBúbótar, verða haldin sem hér segir:
11. - 12. október Grunnskólinn Búðardal
13. - 14. október Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði
18. - 19. október Félagsheimilið Heimaland, V-Eyjafjöllum
20. - 21. október Búnaðarmiðstöð Suðurlands, Selfossi
25. - 26. október Búnaðarmiðstöð Suðurlands, Selfossi
27. - 28. október Hólmavík
29. - 30. október Vestur-Húnavatnssýsla
1. - 2. nóvember Syðri-Vík, Vopnafirði
3. - 4. nóvember Fellabær, Héraði
8. - 9. nóvember Hvanneyri
10. - 11. nóvember Búgarður, Akureyri
15. - 16. nóvember Suður-Þingeyjarsýsla
17. - 18. nóvember Austur-Skaftafellssýsla
19. - 20. nóvember Kjalarnesþing (Mosfellsbæ)
23. - 24. nóvember Sauðárkrókur
25. - 26. nóvember Hótel Kirkjubæjarklaustur
Námskeiðið byggir á einstaklingsleiðbeiningum við eigið bókhald þannig að það hentar jafnt
byrjendum sem reyndum notendum sem vilja læra meira. Forritið, dkBúbót, er hægt að kaupa
hjá tölvudeild Bændasamtaka Íslands.
Námskeiðin eru haldin af búnaðarsamböndunum og Bændasamtökum Íslands í samstarfi við
verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru Baldur Óli
Sigurðsson og Sigurður Eiríksson hjá Bændasamtökum Íslands auk ráðunautar hjá
viðkomandi búnaðarsambandi.
Skráning á námskeiðin er hjá búnaðarsamböndunum
eða á heimasíðu BÍ, www.bondi.is