blaðið - 26.11.2005, Síða 10

blaðið - 26.11.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 MaAÍð Fangaflug á gervihnattamyndum Evrópuráðið mun m.a. nota gervi- hnattamyndir sem sönnunargögn til að komast að því hvort Banda- ríkjamenn starfræki leynileg fang- elsi í Austur-Evrópu. Dick Marty, svissnekur meðlimur Evrópuráðs- ins, hefur fengið það verkefni að rannsaka ásakanir á hendur CIA um að stofnunin hafi notað evrópska flugvelli til fangaflutninga en það brýtur í bága við þjóðarrétt. Gervi- hnattamyndir frá Spáni munu verða notaðar sem heimildir um hvort Bandaríkjamenn hafi haft leynileg fangelsi i Póllandi og Rúmeníu frá árinu 2002 eins og mannréttinda- stofnunin Human Rights Watch hefur haldið fram. ■ Bim/Frikki Þingmenn gegn rapptónlist Um 200 þingmenn á franska þing- inu fóru fram á það í vikunni að dómsmálaráðherra landsins beitti sér fyrir því að mál yrði höfðað gegn sjö rapptónlistarmönnum og hljóm- sveitum sem hafa verið sökuð um að hvetja til ofbeldis í textum sínum. „Kynjamisrétti, kynþáttahyggja og gyðingahatur eru ekki lengur liðin í textum sem eru sungnir frekar en í mæltu eða rituðu máli,“ sagði Frani;ois Grosdidier, þingmaður hægriflokksins UMP, sem fer fyrir hópi þingmanna sem vill að dóms- málaráðherra beiti sér í málinu. Grosdidier telur að textar tón- listarmannanna eigi sinn þátt í að kynda undir því ofbeldi sem blossar upp öðru hverju í úthverfum Parísar- borgar og breiddist víðar um landið fyrir um mánuði síðan. Aðför að menningu nýrrar kynslóðar í kjölfarið sendi útvarpsstöðin Skyrock, sem einkum hefur leikið rapptónlist, frá sér tilkynningu þar sem hún lýsir hneykslun sinni á til- tækinu. 1 tilkynningunni segir að hér sé um að ræða aðför að menn- ingu nýrrar kynslóðar sem sé eina ferðina enn gerð að blóraböggli fyrir hið slæma í samfélaginu. „Á sama hátt og Georges Brassens, Léo Ferré, Jacques Brel og rokkmenn- ingin var á sínum tíma sökuð um að afvegaleiða æskuna og hvetja til ringulreiðar er nú farið gegn heillri kynslóð og leggur í hættu tjáningar- frelsi hennar,“ segir í tilkynningu frá útvarpsstöðinni. ■ Moröingi sleppur við fangavist Bandaríkjamaður sem ákærður var fyrir morð á 41 árs leigubílstjóra í Kaupmannahöfn í vor sleppur að öllum líkindum við fangelsisvist. f staðinn verður maðurinn dæmdur fyrir ósæmilega meðferð líks en líkið var hlutað niður með hnífi eftir drápið. Líkið var skilið eftir í tveimur götum í Kaupmannahöfn og vakti málið mikla athygli í Dan- mörku vegna þess hversu hrottalegt það þótti. Bandaríkjamaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan 7. apríl síð- astliðinn. Hámarksrefsing fyrir að misþyrma líki eru 6 mánuðir í Dan- mörku og verður meintum morð- ingja því að öllum líkindum sleppt eftir réttarhöldin næsta mánudag. Kirkja býður ódauð- leika til kaups Dómkirkja heilags Páls í Melbo- urne hefur fundið upp á nýstárlegri fjáröflunarleið. Fólki býðst að fá ásjónu sína höggna í stein á eina af turnspírum kirkjunnar gegn gjaldi. David Richardson, djákni biskupa- kirkjunnar í Melbourne, á von á að einhverjir grípi tækifærið til að öðlast „eins konar ódauðleika“ með því að skilja steinmynd af sér eftir á jörðinni sem muni standa um aldur og eilífð. „Fólk á sjötugsaldri mun vilja geta sagt við barnabörnin sín: „Þarna uppi er afi þinn, meitlaður í stein“,“ sagði Richardson. Ódauð- leikinn er þó ekki ókeypis því það mun að öllum líkindum kosta um 50.000 ástralska dali (um 2.300.000 íslenskar krónur) að fá ásjónu sína greypta í steininn. Alls eru um 170 steinmyndir í boði og geta kaup- endur valið á milli þriggja tegunda: Raunsönn eftirmynd, skopmynd eða grótesk eftirmynd í stíl við gamlar ufsagrýlur. ■ Basset Queen rúm Kr. 156.600.- án dýnu King Kr. 187.500.- Náttborð Kr. 68.800. Ljóst eikarrúm með náttborðum og King Koil heilsudýnu Kr. 235.000.- Amerískar heilsudýnur í hæsta gæðaflokki. King Koil hafa fram- leitt hágæða rúm í Bandaríkjunum síðan árið 1898 og framleiða í dag einu dýnurnar sem eru bæði með vottum frá FCER Alþjóðasamtök kiropraktora Og Good Housekeeping Stærstu neytendasamtök í Bandaríkjunum. Tangent Duo fæst í 4 litum: Eik, Hnotu, Hvítu og svörtu Kr. 19.900. Basset gafl, Queen Kr. 42.490.- King Kr. 53.530.- Náttborð Kr. 39.370. Gafl Kr. 44.820- Náttborð Kr. 14.270. Mikið úrval af rúmteppum Gafl með náttborðum Queen Kr. 114.900. Lampi Kr. 4.900.- King Kr. 124.900,- Lampi Kr. 4.900.- Lampi Kr. 4.900.- Sissel heilsukoddar Jólatilboð Allt að 25% afsláttur af völdum heilsudýnum. Dýnur frá 38.500,- .--------—----------- Rekkjan Skipholti 35 • Sími 588 1955 • www.rekkjan.is Sissel koddarnir hafa verið fram- leiddir síðan 1985. Þeir styðja vel við höfuðið og koma þannig í veg fyrir láréttan þrýsting á hálsliðina. Koddarnir veita fullkominn stuðning og eru ofnæmis- prófaðir og framleiddir á umhverfis-vænan hátt. Tveggja ára ábyrgð. Sissel Orginal koddinn er á frábæru verði hjá okkur. Verð aðeins kr. 5.900,- Frábær jólagjöf Gleymum ekki i leit okkar að góðu lífi að það eru lifsgæði að fá góðan svefn.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.