blaðið - 26.11.2005, Side 14

blaðið - 26.11.2005, Side 14
blaðiðHH Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. SKAÐLEG UMRÆÐA UM STÖÐU BANKANNA Það er ljóst að umræða erlendis um stöðu íslensku bankanna mun skaða þá á næstunni og gildir þá einu hvort sannleikskorn er í umræðunni eða ekki. Það má ætla að bankarnir muni lenda í vaxandi erfiðleikum með að fá fjármagn á erlendum lánamörkuðum og tortryggni í þeirra garð mun eflaust aukast. Varnaðarorð Royal Bank of Scotland í garð KB banka hafa að miklu leyti verið borin til baka en eftir stendur skaðað orð- spor bankans sem erfitt getur verið að losna við. Það er því skiljanlegt að forráðamenn KB banka skuli vera ósáttir við umræðuna. Heiðarleiki og traust eru lykilatriði í bankaheiminum og minnsta kusk sem fellur um þessi atriði geta haft víðtæk áhrif. íslandsbanki hefur einnig bent á að áhrifin séu ekki bundin við KB banka, heldur líka hina íslensku bankana. Það er hins vegar full ástæða til að taka alvarlega þær athugasemdir og áhyggjur sem fyrirtæki eins og Moody's hafa sett fram. Þar er meðal annars varað við of stórum stöðum bankanna í hlutabréfum enda geta þær ýkt allar sveiflur í afkomu þeirra. Þannig verður afkoman afar góð þegar staðan á markaði er eins og verið hefur undanfarin misseri, en hrynur síðan eins og spilaborg um leið og góðærið er á enda og hluta- bréfin lækka í verði. Almenningur hefur í besta falli óljósa hugmynd um stöðu bankanna og hvaða áhættu þeir hafa tekið í lánveitingum og verðbréfakaupum. Það ber því að fagna yfirlýsingu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, um að þeir þurfi að upplýsa markaðinn betur um stöðuna. Það er ekki að efa að bankinn mun gera sitt til að upplýsa fjárfesta og aðra um raunverulega stöðu mála. Seðlabankinn hefur heldur ekki séð ástæðu til að skoða KB banka eða aðra banka sérstaklega og raunar segir Davíð Oddsson, formaður banka- stjórnar, að ekkert bendi til annars en að staða bankans sé sterk. íslensku bankarnir hafa stækkað á ógnarhraða að undanförnu og því ekki nema von að það hafi vakið athygli og jafnvel öfund erlendis. Þess- ari velgengni ber að fagna, en auðvitað þurfa þessar stofnanir að stíga varlega til jarðar - það er nefnilega hvergi auðveldara að misstíga sig en einmitt í fjármálafrumskóginum. Auglýslngastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. Tryggðu þér áskrift að tímaritinu Þjóðmálum þJÓÐMÁL iÓMAWtt# uenuuwsM nentiouituuA llMlttW1 iMwnrUuw tmwt t«iw< Hrunadans Rlistans Samfylkingin og iýðræðið Pættlr úr sögu kalda- stríðsins á íslandi Áskrift má panta hjá Andríki á www.andriki.is W Þjóðviljinn - skynsamleg skrif og skætingur - - daglega á www.andriki.is - 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaóiö Af hverju eru stjórnmálamenn svona leiðinlegir? Ég fylgist af nokkurri ánægju með viðureign Staksteina Morgunblaðs- ins og forsetaembættisins vegna heimsóknar forsetans til Mónakó. Þegar kemur að beittum, snörpum og meinfyndnum texta hafa Stak- steinar vinninginn, enda þarf forseti víst sífellt að gæta að hófsemi í orða- vali og má ekki leyfa sér þá ósvífni sem Staksteinahöfundar stunda með glæsilegum árangri á góðum degi. Reyndar les ég Staksteina yf- irleitt alla daga af mikilli ánægju. Ég þarf ekkert að vera sammála því sem þar stendur. Ég les þennan dálk vegna þess að hann er skemmti- lega skrifaður. Ég veit að einhverjir myndu segja hann einkennast af rætni, en slíkt álit held ég að stafi einungis af viðkvæmni þeirra sem kveinka sér undan skrifunum. Sískrifandi stjórnmálamenn Ég ætla ekki að leggja þennan pistil undir Staksteina, þótt ég vildi gjarnan drekka rauðvín með þeim sem dálkinn skrifa. Ég held nefni- lega að við gætum skipst á skemmti- legum sögum. Það var hins vegar við lestur Staksteina, síðastliðinn föstudag, að hugurinn fór á flug og staðnæmdist hjá stjórnmálamönn- unum. Ég fór að velta því fyrir mér af hverju stjórnmálamenn eru sískrifandi án þess að hafa mikið að segja. Ekki síst velti ég því fyrir mér af hverju þeir eiga svo erfitt að koma frá sér öðrum texta en þeim sem framkallar geispa hjá lesendum. Dagblöðin eru venjulega sneisafull af skrifum stjórnmálamanna en hver les þau? Ég veit reyndar að stjórnmálamennirnir gera það. Ég hef stundum komið að stjórnmála- mönnum þar sem þeir eru að lesa grein eftir sig. Svipurinn á andliti þeirra gefur til kynna að þeir séu óumræðilega hamingjusamir. Nú geri ég ráð fyrir að stjórnmála- menn mótmæli því harðlega að þeir skrifi til að vekja athygli á sér, þeir Kolbrún Bergþórsdóttir séu að vekja athygli á þörfum mál- stað. Ég ætla ekki að gera lítið úr hug- myndinni um hinn hugsjónamikla stjórnmálamann, en mér hefur alltaf fundist að þannig stjórnmála- maður eigi að hafa vott af stílgáfu og skemmtilegri hugsun. Skortur á snerpu Þegar íslenskir stjórnmálamenn setjast við tölvuna þá er eins og sitthvað bresti. Þeir setja sig í hátíð- lega gírinn og skrifin verða stirð og stofnanaleg. Almenningur nennir ekki að lesa, lái honum hver sem vill. Nú kunna stjórnmálamenn að segja að málefnin sem þeir skrifi um séu ekki skemmtiefni heldur háalvarleg mál sem varða almannaheill og þjóð- arhag. Ekki skal ég efast um það, en þá er líka brýnt að menn skrifi þannig að eftir sé tekið. Menn þurfa ekki að vera jafn ósvífnir og Stak- steinar (þótt ekki myndi ég flokka slíkt sem löst) en þeir þurfa að búa yfir snerpu og þori. Ég man ekki hvenær ég las síð- ast mér til ánægju blaðagrein eftir stjórnmálamann. Stjórnmálamenn eru viðkvæm stétt, satt best að segja ekkert skárri en rithöfundarnir í jólabókavertíðinni. Kannski óttast þeir að gefa höggstað á sér ef þeir fara að skrifa frjálslega. Ég get svo sem skilið þann ótta, þótt mér finn- ist hann ögn kjánalegur. En það hvarflar stundum að mér að stjórn- málamenn skrifi eins og þeir gera af því að þeir hafa ekki stílgáfu. Það finnst mér vont. Eina ráðið sem ég kann að gefa þeim er að henda frá sér hundrað blaðsíðna skýrslunum og lesa bókmenntir. Það má láta aðstoðarmenninna í það, eins og í önnur skítverk. Ef svo stjórnmála- mennirnir hafa ekki tíma til að lesa Sturlungu eða Þórberg Þórðarson til að kynnast góðum texta þá geta þeir lesið Staksteina á hverjum morgni. Ég er ekki að halda því fram að Stak- steinar séu hábókmenntalegur litt- eratúr en af þeim má samt sitthvað læra. Höfundur er blaðamaður Kiippt & skoríð klipptogskorid@vhl.is o ssur Skarp- héðinsson er endalaus uppspretta skemmti- legra orðaskipta. Á heimasíðu hans stendur eftirfarandi: „Ég mótmælti því harðlega á Al- þingi í dag að Þorgerðu r Katrín menntamála- ráðherra hefði flúið til Senegal til að þurfa ekki að vera viðstödd umræðu um fjárlög. Ég spurði forsætisráðherra hvort honum bæri ekki að setja bönd á ráðherra sfna við svo mik- ilvægar umræður - einsog Davíð Oddsson gerði þegar ég var í ríkisstjórn með honum. Þetta varð þingskáldum yrkisefni. Jón Krist- jánsson, sem núverandi þingmanna kemst næst því að vera ijóðskáld, orti þá eftirfar- andi vísu í tilefni af orðaskiptum mínum og Halldórs Ásgrímssonar: Dömur þær sjást í Senegal þar sannarlega er kvennaval og sólrlka daga sjástþærflatmaga þó Össurhann spyrji alveg spinnegal! teingrímur J. Sigfússon, sem stöðugt fer fram sem hagyrðingur, orti af sama tilefni þessa vísu þar sem hann viðrar þá framtíðarspá aöfrúÞor- gerðurkomiekki heimfyrr enumjól: Þingsins fóla flýrhún tal, framhaldsskóla bætir. Brún afsol ÍSenegal, svoumjólinmætir" DV stóð fyrir umfangsmikilli frídreif- ingu meðan á Gallup könnun stóð og mældist hún t 8,7%. Til viðbótar hefur | staðið yfir áskrifendaher- ferð og hefur fólki verið boðin fríáskrift í einn mánuð „án allra kvaða". Það láðist hins vegar að segja fólki að það yrði sjálft að hringja inn og segja upp þessari fríáskrift eftir mánuðinn ef það vill hætta henni. Margir hafa vaknað upp við vondan draum síðustu daga, farnirað greiða áskríft að DV án þess að hafa óskað eftir því.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.