blaðið - 26.11.2005, Page 16

blaðið - 26.11.2005, Page 16
16 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaAÍA Gróðurhúsaáhrif aldrei meiri Hlýnun og hœkkun sjávar heldur áfram Rannsóknir á Suðurskautsland- inu sýna að gróðurhúsaáhrif í heiminum hafa ekki verið meiri í 650 þúsund ár. Þetta er helsta niðurstaða rannsóknar sem ísefnafræðingar gerðu á Suð- urskautslandinu og birt var í vísindatímaritinu Science. 1 sama tímariti kemur fram að yfirborð sjávar hækki nú helmingi hraðar en áður. Séu þessar niður- stöður réttar má búast við fjölgun fárviðra og stöðvun golfstraumsins. Síðustu fimm ár hafa ísefnafræðing- arnir borað um 3.000 metra niður í I BÍQ 4 5 ísinn sem samsvarar því að borað hafi verið 900.000 ár til baka. Loft- bólur sem mynduðust af gasi sem fundust í ísnum gefa vísbendingar um hvernig loftslagið var áður fyrr. Rannsóknin leiddi í ljós að magn koltvísýrings er um 30% hærra í and- rúmsloftinu nú en áður og magn metans mælist 130% hærra. Að mati Thomas Stocker frá háskólanum i Bern sem tók þátt í rannsókninni eykst magn koltvísýrings 200 •.:/ '"fyZ": : ,f, , rjn. j , /', mW ig—h . ÍK'AKURnYRI ‘SELFOSS Pelshúfur og -treflar PELSINN Kirkjuhvoli • sími 5520160 4 ÚTBOÐ Útboð á bifreiðum og tækjum frá Varnarliðinu verður dagana 24. - 28.nóv á www.geymslusvaedid.is Nénari upplýsíngar á heimasíöu okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 565 4599 Goymslutvmðió ehf Jólin nálgast DÚN Gt FIÐUR S É « V E 8SLUN Laugavegi 87 • símar 551 8740 & 511 2004 sinnum hraðar nú en það hefur gert síðustu 650 þúsund árin. Hækkun sjávar óhjákvæmileg Önnur rannsókn Science sýnir fram á að hlýnun andrúmslofts muni leiða til þess að yfirborð sjávar hækki um hálfan metra fram að næstu alda- mótum. Rannsóknin sýnir að yfir- borð sjávar hefur hækkað um einn millimetra á ári síðastliðin 5.000 ár. Síðustu 150 árin hefur hækkunin hins vegar numið 2 millimetrum á ári. Kenneth Miller, einn þeirra sem stóð að rannsókninni, kennir gróður- húsaáhrifum um þessa þróun. Sam- kvæmt Guardian er ekki mikið sem hægt er að gera til að stöðva hækkun sjávar og jafnvel þótt Kyoto bókunin standist kæmi það ekki í veg fyrir áframhaldandi hlýnun andrúms- lofts og hækkun sjávar. ■ Rafah landamærin opnuö Mahmoud Abbas, forseti heima- stjórnar Palestínumanna, tilkynnti í dag að Rafah, landamærastöðinni milli Gasasvæðisins og Egyptalands, hefði verið opnuð. Þetta er í fyrsta skipti sem Palestínumenn munu stjórna landamærum en það mun hafa víðtæk áhrif á efnahag lands- ins. Evrópusambandið mun sjá um gæslu í landamærastöðinni. Israelar lokuðu landamærastöðinni 7. sept- ember sl. skömmu eftir að þeir yfir- gáfu Gasasvæðið af ótta við að landa- mærin yrðu notuð til að smygla vopnum og herskáum íslömum frá Egyptalandi inn í Palestínu. Leið- togar Palestínumanna vonast til þess að opnun landamæranna dragi úr atvinnuleysi Gasasvæðisins sem hingað til hefur verið háð ísrael. ■ Sér bankadeildir fyrir ríka Stórir og litlir bankar í Danmörku eru nú í óða önn að taka í notkun deildir sem ætlaðar eru forríkum viðskiptavinum. Þeim Dönum fjölgar sem eru svo vel stæðir að þeir fá aðgang að þessum deildum. Síðustu þrjú ár hefur fjöldi þeirra viðskiptavina í danska kreditbank- anum sem eiga sem samsvarar 5 milljónum íslenskra króna á banka- reikningi tífaldast. Dönsk rann- sókn á fjármálum Norðurlandabúa áætlar að árið 2009 muni um 2,4 milljónir Norðurlandabúa eiga yfir 2 milljarða danskra króna. ■ Danir sækja í barnaklám Rannsókn sem gerð var í Danmörku 1.-22. nóvember sýnir að 36 þúsund Danir reyna daglega að komast inn á vefsíður sem innihalda barna- klám. Sérstök sía var sett upp sem gat gefið upplýsingar um hvort tölvu- notendur reyndu að komast inn á vefsíður sem tengdust barnaklámi. I uppgjörinu kemur fram að allir sem reyndu að komast inn á barnaklám- síður voru danskir tölvunotendur. gylltum ra Saga Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu / yyfá um ramma . V p Félagsvísinda- stofnun 24. / / Síuju Su/rithtr þort l ur Irikkouu Áhrifamikil og skemmtileg bók! um bjartsýna og jákvæða konu sem hefur sannarlega þurft á þeim eiginleikum að halda í lífinu. Einstakt tilboðsverð í fjölda verslana! ■mJ

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.