blaðið - 26.11.2005, Page 39

blaðið - 26.11.2005, Page 39
blaðið LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 VIÐTALI 39 keppnina og vann hana. En þá kom í ljós að ég var of ung - eins og alltaf. Aldurstakmarkið í alheimsfegurðar- samkeppnina var átján ár og ég var bara sautján ára. Þátttöku minni í þeirri keppni var frestað um ár. „Flott,“ sagði mamma, sem var ætíð svo jákvæð, „þá höfum við nægan tima til að finna fína kjóla á þig.“ í stað þess að fara til Kalilforníu var mér boðið til London á frumsýn- ingu á The Vikings en þar var Kirk Douglas í aðalhlutverki. Ég hitti Kirk sem reyndist vera ákaflega viðkunnanlegur og indæll maður og dansaði við hann. Vitaskuld var ég upp með mér að hafa hitt alvöru kvikmyndastjörnu. Eftir ár fór ég til Kaliforníu í feg- urðarsamkeppnina og ílengdist þar því ég komst í Estelle Harman leik- listarskólann og var þar í þrjú ár og síðan tvö ár á samningi í Dallas Theatre Centre. Þetta var yndislegur tími og ég lærði mjög margt. Ég var ung og vildi vitaskuld hafa fjölskyldu mína hjá mér og ákvað að gera mitt til að hún kæmist til mín. Einhvers staðar gróf ég upp símanúmerið hjá framkvæmda- stjóra Hollywood Bowl. Áður en ég hringdi í hann krossaði ég mig því ég vissi að ég væri að gera nokkuð sem fólk gerði ekki venjulega. Hann svaraði, ég kynnti mig, sagðist vera frá íslandi og að ég hefði áhuga á því að faðir minn, sem spilaði í Sinfón- íuhljómsveit Islands, fengi vinnu hjá honum. Sennilega var það Island sem vakti áhuga framkvæmdastjór- ans því hann tók mér afar vel og sagði að faðir minn yrði að dvelja í Bandaríkjunum í sex mánuði áður en hann fengi atvinnuleyfi. Ég sagð- ist vita það en ég myndi sjá fyrir honum á meðan. Hann sagði: „Ef fjölskylda þín er enn hjá þér eftir sex mánuði þá hringir þú í mig og minnir mig á föður þinn. Ég skal ég taka hann í prufu og ef mér líkar við leik hans þá fær hann að spila í hljómsveitinni.“ Allt gekk þetta upp, pabbi spilaði í Hollywood Bowl sem var mikil hamingja fyrir hann, eins og fyrir okkur öll í fjölskyldunni. Það var allt skemmtilegt við þennan tíma en svo sneri ég heim því ég vildi vera leikkona á Islandi.“ Lærði að tala upp á nýtt Þú áttir afar farsœlati leikferil en fékkst svo heilablóðfall. Segðu mér frá því. „Arið 1989 fékk ég heilablóðfall. Þetta var um morgun, ég hafði kvatt yngstu dóttur mína sem var að fara í skólann og fór aftur upp í rúm og breiddi sængina yfir mig. Lárus, maðurinn minn var við hlið- ina á mér. Á þessum tíma var hann vanur að fara niður í hesthús áður en hann fór í vinnu en hann starf- aði sem hljóðfæraleikari í Sinfón- íuhljómsveitinni. En þennan dag átti hann frí vegna þess að erlendur stjórnandi sinfóníunnar komst ekki til landsins á réttum tíma. Þar sem Lárus lá við hliðina á mér heyrðist honum ég segja eitthvað. Hann hváði: „Hvað segirðu Didda“. Ég svaraði ekki. „Mér heyrðist þú vera að segja eitthvað,“ sagði hann og lagðist aftur niður. Eftir nokkru stund heyrði hann hljóð frá mér, eins og andvarp. „Hvað ertu að segja?“ sagði hann og leit til mín og sá þá að ég lá með opin augu, horfði upp í loft og var greinilega sam- bandslaus við umheiminn. Hann kallaði á elstu dóttur okkar og þau hringdu á sjúkrabíl sem fyrir til- viljun var staddur í nágrenninu. Þar var læknir sem gaf mér sprautu og farið var með mig beint á spítala. Ég var meðvitundarlaus í þrjá sólarhringa. í byrjun vissi enginn hvort ég gæti hreyft hendur eða fætur, en þegar læknir kom að skoða mig hreyfði ég tær og fingur. Læknirinn talaði við mig en ég var vönkuð og svaraði á ensku með einföldum setningum og orðum eins og: „How do you do?“ og „yes“. Þegar Lárus kom til mín talaði ég íslensku, sagði „já“ og „nei“ en gat ekki sagt heilar setningar því mig 99.......................................................... Ég hefalltafverið bjartsýn. Ég vissi hvað hafði komið fyrir mig og að ég þyrfti að læra og að það tæki tíma. Þá gekk ég í það verk. skorti orðaforða. Ég ætlaði kannski að segja eitthvað en fann ekki réttu orðin. Ég þurfti að læra að tala upp á nytt. Ég vissi að ég þurfti að læra og að ég yrði að muna. Ég fór í end- urhæfingu á Reykjarlund og á hverjum degi kom til mín kona með blöð sem á voru myndir og orð. Hún sýndi mér til dæmis mynd af penna og sagði orðið „penni“ og ég endurtók: „Penni, penni, penni...“ Leikkonureynslan nýttist mér og ég lærði orð utan að á sama hátt og ég hafði lært rullurnar mínar áður fyrr. Það var ekkert mál.“ Varstu ekki niðurbrotin? „Nei, ég er ekki þannig. Ég hef alltaf verið bjartsýn. Ég vissi hvað hafði komið fyrir mig og að ég þyrfti að læra og að það tæki tíma. Þá gekk ég í það verk. Ég fékk tíu blöð í einu með myndum og orðum. Mér fannst það lítið og bað um tuttugu og fimm. Lækninum fannst það fullmikið en ég hélt ekki og fór heim með blöðin. Ég lærði og lærði. Sat með tuttugu og fimm blöð og lærði orðin á þeim utan að meðan Lárus eldaði." Lífið og bjartsýnin Þú skildir við Lárus eftir langt hjóna- band og nú ertu ein. „Það eru menn á eftir mér. Sem betur fer.“ Er einhver einn sem þú elskar? „Ég ætla ekki að tala um það, en mér finnst mjög gaman þegar karl- menn eru skotnir í mér.“ Finnstþér líkagaman að vera skotin í karlmönnum? „Já, auðvitað. Það er lífið.“ Heldurðu að þú verðir ekki ein það sem eftir er? „Örugglega ekki.“ Bjartsýnin virðist einkenna þig, hefur hún fylgtþér ígegnum lífið? „Líf mitt byggist upp á bjartsýni sem ég hef frá mömmu minni sem var yndisleg kona og kom ætíð auga á það jákvæða. Ef eitthvað bjátaði á sagði hún: „Það er ekki svo slæmt að þetta kom fyrir af því að þú munt læra svo mikið af því.“ Auðvitað er það þannig. Maður lærir margt afar mikilvægt af því sem hendir mann ílífinu." kolbrun@vbl.is a gnmma eftir Þorgerði Jörundsdóttur 1. verðlaun í samkeppni um myndskreytta barnabók „Bráðskemmtileg og meistaralegar myndir." Umsögn þeirra sem séð hafa. 7. sæf/, Penninn 23.11 Jane Johnson Leynilandið eftir metsöiuhöfundinn Jane Johnson áður útgáfustjóra Hringadróttinssögu. ,Ákaflega vel heppnuð saga sameinar hversdagsleika og töfra á framúrskarandi hrífandi og fyndinn máta." The Times fr Einhyrningurinn minn Undarlegir atburðir Fjórða bókin í ofurvinsælum flokki. Æsispennandi saga! Hundurinn sem átti að verða stór eftir Irmu Lauridsen og teiknarann Jens Ahlbom. Skemmtileg og hugljúf bók sem komið hefur út í átta löndum. Kossinn sem hvarf eftir metsöluhöfundinn David Melling. Yndisleg bók fyrir prinsa og prinsessur. f

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.