blaðið

Ulloq

blaðið - 26.11.2005, Qupperneq 54

blaðið - 26.11.2005, Qupperneq 54
54 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 26. NÓVEMBER 2005 blaöiö George Best látinn: Snillingur sem lifði hratt George Best lést ígær eftir langvarandi veikindi, aðeins 59 ára. Knattspyrnuheimurinn er í sorg eftir að norður-írska goðið George Best lést í gær á Cromwell sjúkrahúsinu í London. Hann náði einungis 59 ára aldri. George Best var einn af hinum frægu knattspyrnumönnum Manchester United sem voru oft kallaðir The Busby Babes. Sir Matt Busby var stjórinn í brúnni hjá United þegar Best og félagar hans urðu Evrópumeistarar meist- araliða árið 1968 eftir frábæran úrslitaleik gegn Benfica. Þar skor- aði Best tvö mörk í leiknum og það á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hið fyrra með skalla og seinna markið með einleik að hætti Georgie Best. Sir Matt Busby, stjóri United, hafði varað leikmenn sína við Eusobio og félögum og sagði sinum mönnum að fara varlega inn í leikinn. Það gerði Best ekki. „Þú varst greinilega ekki að hlusta á mig fyrir leikinn,“ sagði Busby við Best. Þetta var í fyrsta sinn sem enskt félagslið hampaði þessum stóra titli. Það sama ár var George Best útnefndur besti leikmaður Evrópu og sá besti á Englandi. Þetta var hátindurinn á ferli hans. Fyrsta fótboltastjarnan George Best fæddist 22. maí árið 1946 og var frá Belfast í Norður- írlandi. Aðeins 15 ára gamall var hann kominn til Manchester Untied og tveimur árum síðar lék hann sinn fyrsta leik. Sá leikur var gegn W.B.A. sem þá var eitt besta lið deildarinnar. Best gekk ágætlega á sinu fyrsta keppnistímabili með United en á tímabilinu 1964-65 má segja að hann hafi orðið fyrsta al- vöru fótboltastjarnan. Hann fékk þá yfir 1.000 bréf á hverjum degi og drengurinn var ekki enn orðinn tví- tugur. Pele sagði eitt sinn um Best að Norður-lrinn væri uppáhalds- leikmaðurinn hans. Það fannst ein- hverjum undarleg ummæli á þeim tima en George Best komst aldrei í úrslitakeppni HM með Norður- írum. Á þessum tíma var fjölmiðla- væðing ekki næstum eins mikil og í dag og vinsældir þessa knáa leik- manns voru með ólikindum. Hann skoraði 178 mörk fyrir Manchester United á ferlinum, vann ensku deild- ina tvívegis og Evrópumeistaratitil- inn einu sinni. En Geroge Best lifði hratt og hið ljúfa líf var eitthvað sem hann átti í erfiðleikum með að neita sér um. Tollur Ijúfa lífsins Eftir að Manchester United varð Evrópumeistari árið 1968 tók hið ljúfa líf æ meiri toll af hans spila- mennsku og eftir tímabilið 1973 var þetta orðið of mikið. Hann var hættur að mæta á æfingar og annað í þeim dúr. Best var þá aðeins 25 ára gamall og átti í raun öll sín bestu ár eftir sem knattspyrnumaður ef hann hefði haldið rétt á spilunum. Best kom víða við eftir þetta. Lið eins og Stockport, Cork City, Los Angeles Axtecs, Fulham, Fort Lauderdale, Hibernian og Bour- nemouth voru lið sem hann lék með til ársins 1983. Þegar þarna var komið við sögu var George Best aðal- lega á forsíðum blaða vegna skemmt- analifsins. Árið 2000 var svo komið að hinu ljúfa lífi þurfti að greiða toll og Best var fluttur á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann þurfti lifra- ígræðslu. Sú aðgerð var framkvæmd árið 2002 en ekki hætti George Best að drekka. Fræg er setning hans: „Ég er hættur að drekka, en bara þegar ég er sofandi.“ Þann í.október síð- astliðinn var hann fluttur í skyndi á Cromwell sjúkrahúsið, þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Þegar Best kom fyrst inn á sjúkrahúsið 1. október var hann með einkenni flensu og í kjölfarið fékk hann sýk- ingu í lungu. Banamein hans voru innvortis blæðingar. Denis Law lék með George Best hjá Manchester United og var hjá honum á fimmtudagskvöldið. „Frá 1964-69 var hann besti knattspyrnu- maður Englands," sagði Law um George Best. „Þetta er andskoti sárt en ég held að við höfum aldrei fengið að sjá það besta af honum. Hann datt af sporinu þegar hann hefði aðeins getað orðið betri,“ sagði Law. Ráðamenn votta virðingu Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í gær: „Best var senni- lega sá leikmaður sem hafði mestu náttúrulegu hæfileikana af sinni kynslóð og einn stórkostlegasti leik- maður sem Bretland hefur eignast frá upphafi. Hver sem sá Best spila mun aldrei gleyma honum,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, 1 gær um George Best. Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, sagði í gær: „Við eigum að minnást George fyrir hvað hann gerði best í sínu lífi. Hann var ein- faldlega fótboltasnillingur." Sir Bobby Charlton og George Best unnu marga glæsta sigra með Manchester United og urðu meðal annars Evrópumeistarar saman árið 1968. „Hann hafði gríðarleg áhrif á leikinn sem slíkan og hafði mjög mikil áhrif á þá sem sáu hann leika. Fótboltinn hefur misst eina af stjörnum sínum og ég hef misst ná- inn vin. Hann var yndisleg persóna," sagði Sir Bobby Charlton um George Best í gær. í leikjum helgarinnar í knattspyrnunni á Englandi verður George Best minnst með einnar mín- útu þögn fyrir alla leikina. awawm/ . 13.900 AMRKIÐ www.markid.is • Sími: 553 5320 • Ármúla 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.