blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 18
18 I TÍSKA FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaðið Ný náttföt og nœrföt fyrir jólin og korsilett undir kjólinn Góðar hugmyndir í mjúku pakkana Vandaður fatnaður við öll tœkifœri Klassísk föt fyrir konur á öllum aldri Verð frá aðeíns Kr. 1990.- Nú fer í hönd tími jólaboða og allar konur vilja líta sem best út í sparikjólnum. Ólympía selur mikið úrval aðhalds- undirfatnaðar sem er þægilegur en gegnir samt vel því hlut- verki að halda k óæskilegum fell- ingum í skefjum. Þá finnst sumum ómissandi að sofna í nýjum náttfötum á aðfangadagskvöld. „Ólympía er elsta undirfataverslunin á landinu," segir Þor- steinn Þorsteinsson, eigandi Ólympíu. ,Við seljum aðhald- sundirfatnað og erum m.a. með hin vinsælu Flexes mitti sem ná frá mitti og niður á mjöðm. Þau eru tilvalin innan undir þrönga boli og við annan fatnað þar sem fellingar eiga ekki °g silki að sjást. Við erum líka með heil korsi- lett sem eru með vírum og halda mjög vel að.“ í Ólympíu fá allar konur eitthvað við sitt hæfi í undirfatn- aði því þar eru seldir brjósta- haldarar upp í skála- stærðir E og eru allt að 105 cm undir mitti. Aðhalds- undirfatnaður hefur líka verið notaður af ófrískum konum með grindargliðnun. „Við erum með undir- fatnað frá Anitu en í þeirri línu má finna undirfatnað á ófrískar konur og þær sem eru með börn ábrjósti,“segir Þorsteinn. Fyrir utan að selja undir- fatnað er Ó 1 y m p í a með mikið úrval af náttfötum. „Náttföt, náttkjólar sloppar úr eru bæði vönduð og vinsæl vara en við erum einnig með náttfatnað úr bómull. I þeirri línu er bæði hægt að kaupa sett en einnig stakar buxur og boli. Bómullarnáttfötin eru frá 2.990 upp í 4.990 en silkináttfötin kosta um 14.500 krónur. I Ólympíu er hægt að fá undir fatnað úr silki frá Wiki sem er danskt merki. Silki er mjög góð vara fyrir margra hluta sakir. Silki er náttúrulegt efni sem gerir það að verkum að líkams- lykt verður ekki eins áberandi í fötunum og svo eru þau auðvitað mjög mjúk.“ Þorsteinn segir að það séu klassískir litir í silkinu og nefnir blátt, rautt, hvítt og svart, en svo koma aðrir litir inn á milli. Ólympía selur silki allan ársins hring en mest sala er í því fyrir jólin. „Við seljum undirfatnað frá Triumph og erum með gott úrval nærfata úr 100% silki. Þá erum við með danska merkið Missya en það merki er selt á Kastrup flugvelli i Danmörku og þykir á frábæru verði. Ólympía er með eitthvað fyrir konur á öllum aldri, í öllum stærðum ogbíður upp á klassískan og vandaðan fatnað. Þessa dagana fáum við nýjar vörur daglega og vöruverð búðarinnar er hagstætt," segir Þorsteinn að lokum. hugrun@vbl.is IANDSINS MESTA ÚRVAI, Aí UBÐURHÖNSKUM YFIR 25 LITIR FÁANLEGIR í ÖLLUM STÆRÐUM allt smart LAUGAVEGI46 SÍMI 5511040 „Þetta er verslun fyrir konur á öllum aldri og geta margar kynslóðir komið og fengið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Ingibjörg Guðlaugs- dóttir, eigandi Fröken Júlíu í Mjódd. „Við bjóðum upp á vörur á góðu verði og erum með mikið af dönskum merkjum. Má þar nefna Cher, Esprit, Jensen, Merry Time og Steilmann. Þá erum við með fatnað frá Brandtex sem kemur í góðum stærðum. „í Fröken Júlíu er hægt að fá föt við öll tækifæri og má þar nefna buxur, pils, blússur, toppa, dragtir, peysur og yfirhafnir. Við erum ný- búnar að fá vesti úr kanínuskinni í þremur litum sem hafa selst mjög vel,“ segir Ingibjörg og bætir við að hægt sé að fá húfur, trefla og belti í Fröken Júlíu. „Verslunin opnaði fyrir sjö árum og hefur fastan kúnnahóp sem kemur aftur og aftur. Starfsfólkið hefur flest starfað í búðinni frá opnun og leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Það er nokkuð um að konur komi utan að landi og versli og við sendum líka fatnað í póstkröfu. Á þessum árstíma er meira um að konur séu að velja sér betri fatnað en við erum með allt frá gallabuxum og upp í spariföt. Stundum korna makar eða börn kvenna og kaupa föt í gjafir. Við erum líka með gjafabréf sem getur verið góð gjöf.“ hugrun@vbl.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.