blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 2
2 i IWWLEWDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö Utanríkisversluti: Um 52% meiri innflutningur á þessu ári Vöruinnflutningur í nóvembermán- uði nam um 27,5 milljörðum án innflutnings skipa og flugvéla sam- kvæmt bráðabirgðartölum frá fjár- málaráðuneytinu sem birtar voru í gær. Reynast tölurnar réttar er nóv- ember stærsti innflutningsmánuður- inn á árinu og er innflutningur um 52% meiri en á sama tíma í fyrra. Sé horft til fyrstu 10 mánuða ársins er verðmæti innflutnings það sem af er þessu ári rúmlega þriðjungi meira en í fyrra. Meginskýring á þessari aukningu er fyrst og fremst rakin til magninnflutnings á fjárfestinga- vörum sem að stærstum hluta er til- kominn vegna stóriðjuframkvæmda. Þjóðarbúskapur: Gert ráð fyr- ir miklum hagvexti Útlit er fyrir mikinn hagvöxt á þriðja ársfjórðungi þessa árs samkvæmt Greiningardeild íslandsbanka. Mikil aukning á einkaneyslu sem og áframhald- andi stjóriðjufjárfestingar eru taldar vera helstu ástæður þess en í heild gerir Greiningardeildin ráð fyrir um 6% hagvexti á árinu. Til samanburðar má nefna að á öðrum ársfjórðingi þessa árs mældist hagvöxtur um 7%. Þá gerir deildin ráð fyrir því að eitthvað dragi úr hagvexti á næsta ári m.a. vegna mettunaráhrifa í einkaneyslu og samdráttar í stóriðjufjárfestingum. Nátthrafnar athugið Opið til kl. 05:00 á laugardags og tll kl. 07:00 á sunnudagsmorgnum CluiznosSuB HHMH...GLÓÐAÐUR Lækjargata 8 Félagsmálaráðherra rassskelltur af Hæstarétti Ríkið dæmt til sex milljóna króna bótagreiðslna vegna þess að Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hafði knúið Val- gerði H. Bjarnadóttur, jafnréttisstýru, til afsagnar. Ráðherrann ávítaður fyrir að gœta ekki meðalhófs ogfyrir að hafa sniðgengið lögboðna stjórnsýslu. Hæstiréttur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða Valgerði H. Bjarna- dóttur, fyrrverandi framkvæmda- stýru Jafnréttisstofu, 6 milljónir króna f bætur vegna starfsloka hennar árið 2003. Segir Hæstiréttur að Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra, hafi bakað ríkinu skaðabóta- ábyrgð með þvf að hafa með ein- dregnum tilmælum sínum knúið Valgerði til að fallast á að láta af starf- inu, en það gerði hún eftir að vafi kom upp um heilindi hennar í jafn- réttismálum árið 2002. Með þessu er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur snúið við, en þar var ríkið sýknað. Árni Magnússon sagðist í gær ekki draga dul að þessi niðurstaða Hæstaréttar ylli sér vonbrigðum, enda væri hún andstæð héraðsdómi og mati ríkislögmanns og annarra lögfræðilegra ráðgjafa sem hann hafi leitað til. 1 dómi Hæstaréttar segir að engin rök hafi verið færð fyrir því að ekki hefði mátt skapa frið um Valgerður H. Bjarnadóttir, starfsemi Jafnréttisstofu með því að Valgerður viki tímabundið úr starfi þar til Hæstiréttur hefði dæmt í máli leikfélagsins, eins og hún lagði til. Með þessu hafi ekki verið virt regla um meðalhóf við töku stjórnvaldsákvörðunar. Þá dæmir Hæstiréttur að ráðherra hafi knúið Valgerði til að fallast á að láta af starfinu í stað þess að fylgja lögboðinni málsmeðferð, sem ætlað sé að tryggja réttaröryggi aðila. Því hafi ráðherra bakað ríkinu skaða- bótaskyldu gagnvart Valgerði. Hæstiréttur taldi eðlilegt, með hliðsjón af dómaframkvæmd og að- stæðum í málinu, að ríkið greiði Val- gerði 6 milljónir króna í bætur. Jafnréttisstýra átti sjáif frumkvæðið að afsögn Valgerður var skipuð framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu árið 2005 til fimm ára, en hún var einnig for- maður stjórnar Leikfélags Akur- eyrar. Á þeim vettvangi beitti hún sér fyrir ráðningu Þorsteins Bach- mans í stöðu leikhússtjóra árið 2002, en kærunefnd jafnréttismála taldi hana brjóta í bága við jafnréttislög og var sú niðurstaða staðfest í hér- aðsdómi um miðbik árs 2003. Þetta setti Jafnréttisstofu og fram- kvæmdastýru hennar í erfiða stöðu, enda var trúverðugleiki beggja mjög dreginn í efa á opinberum vettvangi. Ritaði Valgerður félagsmálaráðherra þá bréf, þar sem hún kvaðst tilbúin til þess að starfa áfram þrátt fyrir þrönga stöðu, en sagðist „einnig til- búin til að víkja ef [stjórnvöld] telja það fyrir bestu.“ Sama dag fundaði hún með ráðherra og þar sagði hann Valgerði að hún nyti ekki trausts síns. Féllst hún við svo búið á að láta af störfum. Gerði ráðuneytið í fram- haldinu einhliða starfslokasamning við hana, sem nam eingreiðslu sex mánaðarlauna, samtals 3,6 milljónir króna. Hálfu ári síðar féll hins vegar dómur Hæstaréttar um ráðningu leikhússtjórans á annan veg en í hér- aði. f framhaldinu krafði Valgerður ríkið um bætur vegna starfslokanna og byggði á því að hún hefði látið af störfum að kröfu ráðherra og án sakar af hennar hálfu. ■ Aldraðir: Ráðstöfunartekjur hæstar á íslandi Ráðstöfunartekjur aldraðra eru hæstar á fslandi í samanburði við tekjur aldraðra á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í vefriti fjármála- ráðuneytisins sem birt var í gær. For- maður Landssambands eldri borg- ara gagnrýnir þessar niðurstöður og segir þær ekki sýna alla myndina. Háar ráðstöfunartekjur f vefriti fjármálaráðuneytisins kemur fram að samkvæmt nýjustu samantekt Nordisk Socialstatistik (NOSOSKO) eru ráðstöfunartekjur aldraðra hæstar á íslandi. Tölurnar, íslensk list er góÖ gjöf Gallerí Fold - Kringlunni og Rauðarórstíg - OpiS í Kringlunni mánudaga til laugardaga 10-22, sunnudaga kl. 13-22 OpiS á RauSarárstíg laugardaga 11-16, sunnudaga kl. 14-16 Sjáumst í Galleríi Fold RauSarárstig 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is sem unnar eru úr skattaframtölum, byggja á því að allar skattskyldar tekjur aldraðra að meðaltali eru taldar saman svo sem atvinnutekjur, fjármagnstekjur og ellilífeyrir. Þá kemur fram í vefritinu að helstu skýringar fyrir þessum háu ráðstöf- unartekjum eru lágir skattar og mikil atvinnuþátttaka aldraðra á fslandi. Einnig er þess getið að árið 2002 hafi tekjutryggingarauki Trygg- ingastofnunar tvöfaldast og í dag fái um 8.000 ellilífeyrisþegar hlutdeild í þessum tekjutryggingarauka. Sýnir ekki alla myndina Ólafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, segir það vissulega rétt að ráðstöfunartekjur aldraðra séu háar hér á landi en segir þessar tölur ekki sýna alla myndina. „Þeir tala aldrei um það að meðallíf- eyrir frá tryggingunum er lægstur á íslandi. Hitt er annað mál að það vinna mun fleiri 65 ára og eldri á fs- landi en í nágrannalöndum okkar. Það eru m.a. tvær ástæður fyrir þessu. Við erum mjög vinnusamt fólk en hin ástæðan er að meginlíf- BlaOiö/SteinarHugi eyrisgreiðslurnar eru svo lágar að menn lifa ekki á þeim.“ Ólafur segir ríkið refsa þeim sem fara út á vinnu- markaðinn með lífeyrisskerðingu og sköttum og menn fá oft lítið fyrir sinn snúð. „Um þetta talar ráðu- neytið aldrei. Þetta eru upplýsingar sem okkur eru ekki bjóðandi. Þetta eru svo takmarkaðar upplýsingar um hag þessa hóps að maður bara skammast sín fyrir hönd ráðuneytis- ins að láta ekki alla söguna fara. ■ Úrvalsvísitalan Yfir 5.200 stig í fyrsta sinn Úrvalsvísitala Kauphallar íslands fór í gær í fyrsta skipti yfir 5.200 stig. Vísitalan hækkaði í viðskiptum gærdagsins um 0,86% og endaði í 5.204 stigum. Viðskipti með hlutabréf námu um 3,4 milljörðum króna í gær og þar af námu við- skipti með hlutabréf í Actavis um 1,23 milljörðum. Mest hækkuðu bréf í Bakkavör, eða um 2,56% en bréf í Actavis hækkuðu um 2,45%. Samgöngur SAS hefur flug til Islands Flugfélagið SAS-Braathens hyggst hefja reglubundið flug milli Islands og Noregs í mars á næsta ári sam- kvæmt tilkynningu frá félaginu sem send var út í gær. Flogið verður þrisvar í viku á milli Keflavíkur og Osló og munu lægstu fargjöld nema rétt rúmum sjö þúsund krónum. SAS-Braathens er sjálfstætt flugfélag innan SAS-Group og hefur m.a. yfir að ráða 52 Boeing 737 vélum en flug- vélar af þeirri gerð munu halda uppi flugleiðinni mflli Islands og Noregs. O Helðsklrt 0 Léttskýjað Skýjað | Alskýjað ^ ✓ Rigning, lítllsháttar // Rigning 9 9 Súld jjc'Í' Snjókoma Slydda /n Snjóél v-7 ' ’ * V V V Amsterdam 04 ✓ ✓ ✓ s * > * Barcelona Berlín 14 02 €Í' ' ' S / / y ' 0 o Chicago Frankfurt -10 04 er5° Hamborg 02 s ✓ Helsinki -04 Kaupmannahöfn 0 ^ s London 07 x 3° : Madrid Mallorka 12 14 Montreal -05 W 3° NewYork Orlando -01 18 4° Osló Paris -03 04 / X <B>* Stokkhólmur -02 r y. / 4 Þórshöfn 08 'Zt° Vín 02 ✓ . Algarve 16 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 ✓ ✓ Dublln 10 Veðursíminn 5° Glasgow 10 Byggt á upplýsingum fró Veðurstofu íslands * * 9 9 9 r 5 9 9 s ✓ ✓ / ✓ '4°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.