blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaðiö Ríkisháskólar: Vangaveltur uppi hvort að Sigrfður sé á leiðfráSkjáeinum. þátt af dagskrá." Magnús segir alls kyns verkefni vera í þróun en að ekkert hafi verið ákveðið enn sem komið er. Á krossgötum Sigríður Arnardóttir segist vera sátt við þessa ákvörðun og nú sé hún að skoða framhaldið. „Mér finnst ágætt að brey ta núna þar sem maður hefur meðbyr. Þátturinn var að koma mjög vel út i síðustu könnun og hefur verið vaxandi þannig að það er bara flott að hætta á toppnum. Bæði Skjár einn er með hugmyndir að þáttum sem þeir vilja að ég geri og sjálf er ég með hugmynd að þætti sem ég er búin að vera með í huga í um tvö ár.“ Sigríður vildi ekki tjá sig um það hvort að aðrar sjónvarps- stöðvar hefðu falast eftir hæfileikum hennar en segir það gott að staðna ekki og að henni standi margar dyr opnar. „Það eru manni allir vegir færir þegar maður stendur á kross- götum. Eg er með hugmynd um þátt sem hefur gerjast með mér í tvö ár og ég bara stend í samningum." Bim/FMi Fimm stjörnu vegir I næstu viku verður hrundið af stað öryggisúttekt á íslenskum vegum undir merkjum EuroRap (European Road Asessment Programme). Af því tilefni var haldinn blaðamanna- fundur í húsnæði Bílaumboðsins Öskju en af verkefninu standa m.a. sjö íslensk fyrirtæki. Markmið verkefnisins verður að gera öryggisúttekt á íslenskum vegum og gefa þeim stjörnur með tilliti til öryggis. Áætlað er að birta fyrstu niðurstöður í upphafi næsta árs. Um þúsund manns var synjað um skólavist hjá ríkisreknu háskólunum við upphaf þessa skólaárs sem nú er að líða. Björgvin G. Sigurðsson, ai- þingismaður, beindi fyrirspurn til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um hve mörgum hafi verið vísað frá. í svari ráðherra kom fram að 127 var vísað frá við Háskólann á Akureyri eða tæplega 20% þeirra sem sóttu um. 1.071 umsókn barst til Kennara- háskóla Islands um grunnnám og var 690 þeirra hafnað. I framhalds- nám sóttu 324 einstaklingar, en 124 þurftu frá að hverfa. Að mati Björg- vins eru þetta sérstaklega háar tölur í ljósi þess að alvarlegur skortur er á fræslumenntuðu fólki, í leikskólum og grunnskólum. Hjá Háskóla ís- lands var 48 umsækjandum neitað um að hefja þar grunnnám. Menntamálaráðherra vill ekki beita sér „Kjarninn í málinu er sá að fyrir nokkrum árum fóru opinberu há- skólarnir að grípa til örþrifaráða til að standa undir rekstrinum. Þeir fóru því að beita þeim fjöldatak- mörkunum sem þeim var stætt á að beita, eins og að nota ekki heimild til að taka inn aðra en þá sem hafa formlegt stúdentspróf," segir Björg- vin og segir þann hátt hafa viðgeng- ist hér á landi um áraraðir. „Háskól- inn á Akureyri hefur nýtt sér þessa heimild sérstaklega rúmlega, en grundvöllur þess skóla er að hluta til sá að fullorðið fólk úti á landi eigi kost á háskólamenntun. Þetta er í raun birtingarmynd af alvarlegri stöðu skólanna, en þeir eru í alvar- Háskóii fslands: 48 synjað um grunnnám á síðasta ári. legri kreppu. Menntamálaráðherra hefur hvorki viljað beita sér fyrir auknum opinberum framlögum, né heimild til skólagjalda. Það er ljóst að skólarnir verða að fá annað hvort, og kannski einhvern timann, bæði. Þetta var niðurstaða tveggja úttekta í vor og í haust á gæðum og starfsemi Háskóla íslands. Gæðin eru ágæt og í raun og veru kraftaverk miðað við þrönga stöðu skólans fjárhagslega. Fjöldatakmarkanirnar sem orðnar eru ansi miklar þegar 1.000 manns er vísað frá. Þetta tónar alveg við þá staðreynd að um leið og Háskól- inn á Akureyri þarf að vísa frá 20% umsækjanda þá loki hann tveimur deildum." Eftirbátar nágranna okkar Björgvin segir íslendinga vera að horfast í augu við alvarlegan sam- drátt í háskólamenntun. „f stað þess að auka útgjöldin verulega til þess að jafna framlögin við það sem þekkist annars staðar á Norðurlönd- unum erum við að draga saman. Þar eru útgjöld til háskóla 4-8 millj- örðum hærri á ári. Þetta er sérstak- lega alvarlegt með tilliti til þess hve menntunarstigið hér á landi er lágt og þjóðin ung. Hér er einungis einn af hverjum tiu á vinnumarkaði með háskólapróf, sem er margfalt lægra en þekkist á Norðulöndunum og í ríkjum Vestur-Evrópu. f fjósi þessa eru þessar umfangsmiklu frávís- anir alvarlegur vitnisburður um ástandið. Ég vona að þetta verði til þess að þrýstingur aukist á stjórn- völd um að auka framlögin til háskólastigsins." Amerísk jólatré netbudir.is Skjár einn: Fólk með Sirrý af dagskrá Sjónvarpsþátturinn Fólk með Sirrý fer af dagskrá Skjás eins um ára- mótin eftir að hafa verið fimm ár í loftinu. Þátturinn hefur komið vel út í könnunum og nánast árlega tilnefndur til Edduverðfauna og því kom þessi tilkynning mörgum á óvart. Ekkert óvenjulegt á seyði segir sjónvarpsstjóri Skjás eins. Sameiginleg ákvörðun Að sögn Magnúsar Ragnarssonar, sjónvarpsstjóra Skjás eins, var það sameiginleg ákvörðun að taka þátt- inn af dagskrá. „Það var ákveðið að hætta meðan hæst stæði. Hún er búin að vera með þáttinn í fimm ár. Hann hefur verið afskaplega vinsæll og við erum ekkert að hætta með Sig- ríði, við erum bara að taka þennan Fallegustu tré í heimi Margar stærðir Margar gerðir Landsins mesta úrval af jólatrjám KRUDDA Eyjarslóð 9 - Reykjavík 5528866 - .sknidda@sknidda.is JÖRUNDUR HUNDADAGA- KONUNGUR ævisaga. Ævintýramaðurinn sem lagði ísland undir sig. en nokkur skáldskapur. IS r.. ^ kni'iiiG IIhhní*«»s |h' Pétur Poppari Sendu eina fyrirsögn úr Blaðinu í dag á holar@vbl.is og þú gætir eignast eintak af bókinni Pétur Poppari sem fjallar um nokkra spretti úr lífshlaupi Péturs Kristjáns Blaðið Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur blaöió BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Um 1.000 manns synjað um skólavist Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, segir stöðuna alvarlega.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.