blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 10

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaðið Mannræningjar veita gálgafrest Mannrœningjar í írak hafa frestað aftöku fjögurra vestrœnna friðarsinna til laugardags. Þeirfarafram á aðföngum ífangelsum íraka og Bandaríkjamanna verði sleppt. Menn sem rændu fjórum vestrænum friðarsinnum í Bagdad hafa frestað aftöku þeirra til laugardags. Áður höfðu mennirnir hótað því að taka fjórmenningana af lífi í gær. Menn- irnir, sem tilheyra hópi sem kallar sig Sverð réttlætisins, vilja að íröskum föngum verði sleppt úr fangelsum íraka og Bandaríkjamanna í staðinn fyrir gíslana. Fjórmenningarnir sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada unnu á vegum alþjóðlegra kristilegra friðarsamtaka í Bagdad. Ræningjarnir hafa sakað fólkið um að vera njósnarar en yfirmenn þess hafna því. I nýjasta myndbandi sem fjöl- miðlum hefur borist af fjórmenning- unum má sjá þá hlekkjaða í appel- sínugulum samfestingum og með bundið fyrir augun. í myndbandinu lýsir Norman Kember, 74 ára breskur ríkisborgari, því yfir að hann sé vinur íraks. „Eg hef verið andsnúinn þessu stríði, stríði Blairs, frá upphafi þess en rtflíooJlJ rtJglio ýga ploio %íiLi0 -11.00V549.00tfA; 2.00 A141.00 -3.00^1,20 j jJLájJt u** ð*** \>® J■c’±i öjUi jj Breski múslimaklerkurinn Abu Qatada hvatti mannræningja í frak aö láta lausa fjóra vest- ræna gísla f sjónvarpsávarpi i gær. nú bið ég hann og bresku ríkisstjórn- ina um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stuðla að því að mér verði sleppt og að íraska þjóðin verði frelsuð undan kúgun,“ sagði Kember. Sjö Vesturlandabúum rænt að undanförnu Þremur öðrum vestrænum gíslum hefur verið rænt í landinu síðan 25. nóvember. Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, hefur ítrekað hvatt mannræningjana til að láta gíslana lausa og segir Breta vera tilbúna til við- ræðna við mannræningjana. Hann hefur meðal annars lagt áherslu á að þeir séu friðarsinnar sem sé í mun að hjálpa öðrum. Abu Qatada, róttækur múslimaklerkur sem er í fangelsi í Bretlandi, hvatti ræningjana einnig til að láta gíslana lausa í sjónvarps- ávarpi í gær enda væri það í samræmi við trú þeirra. Að sögn breskra yfir- valda bauðst hann sjálfur til að ávarpa mannræningjana. Rauöi kristallinn samþykktur Rauður tígullaga kristall á hvítum fleti verður alþjóðlegt merki hjálp- arstarfsmanna og neyðarbíla og um leið jafnrétthátt rauða krossinum og rauða hálfmánanum. Þar með lýkur deilu sem staðið hefur áratugum saman. Rauða Davíðsstjarnan sem Israelsmenn hafa notað fram að þessu hefur ekki notið alþjóðlegrar viðurkenningar. Hjálparstarfsmenn og neyðarbílar sem bera merki rauða krossins og rauða hálfmán- ans hafa notið verndar samkvæmt alþjóðalögum. Þjóðir sem eiga aðild að Genfar- sáttmálanum samþykktu merkið með tveimur þriðju atkvæða og sagði talsmaður svissneskra stjórn- valda að það væri óheppilegt að ekki hefði náðst almenn samstaða um merkið. Rauða Davíðsstjarnan hefur ekki notið alþjóðlegrar viðurkenningar og hafa arabaríki staðið í vegi fyrir því að annað merki væri fundið. Talið er að nýja táknið sé laust við allar trúarlegar, þjóðlegar eða menn- ingarlegar skírskotanir. Israels- menn hafa lýst sig reiðubúna til að nota merkið í verkefnum utan landa- mæra ríkisins. Rauöi kristallinn verður alþjóölegt merki hjálparstarfsmanna og neyðarbíla líkt og rauði krossinn og rauði hálfmáninn. w Burton snjóbretti Cruzer kr. 27.900.- Burton Profile Lúffurkr. 4.590.- Burton Húfa kr. 2.490 st. Anon subrosa brettagleraugum kr5990.- Burton Bindingar Freeestyle 1.1900 Burton RED Shaun WhiteTrace Brettahjálmur kr. 6.990 CAP RED Vasaverkfæri bullettool kr.1990. GLUCOSAMINE & CHONDROITIN EXTRA STERK LIÐAMÓT GÓÐ HEILSA-GULLI BETRI Gömul mynd af Ante Gotovina Króati eftirlýstur af stríðsglœpadómstólnum: Gotovina handtekinn á Spáni Króatinn Ante Gotovina hefur verið handtekinn á Spáni en hann var lengi eftirlýstur af stríðslæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna. Carla del Ponte, aðalsaksóknari dómstóls- ins, greindi frá þessu í Belgrad í gær. Gotovina höfuðsmaður var formlega ákærður í júlí árið 2001 fyrir meint grimmdarverk gegn uppreisnarmönnum Serba í árás í ágústmánuði 1995 sem var ætlað að endurheimta svæði sem upp- reisnarmenn höfðu lagt undir sig. Hann hefur verið á flótta síðan. Það hefur staðið tilraunum Króatíu til að sækja um inngöngu í Evrópusambandið fyrir þrifum hversu illa hefur gengið að hafa hendur í hári Gotovina. Leiðtogar Evrópusambandsins voru lengi vel tortryggnir í garð króatískra yfirvalda vegjia þess hve illa gekk að hafa hendúr í hári manns sem margir Króatar líta á sem þjóðhetju. Serbía hefur sætt svipaðri gagnrýni á alþjóðavettvangi vegna þess hve illa hefur gengið að fanga Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníuserba, og Ratko Mladic, herforingja hans. Búast má við því að þrýstingur um að þeir verði handsamaðir aukist í kjölfar handtöku Gotovina. Helgartilboð barnanna 690 kr auiznosSuB MMMM...GLÓÐAÐUR Samloka gos og smákökukrukka sem gefur frá sérhllóö dyramia Burton Bindingar Freeestyle 11.900. / / \ \ FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAU. KL. 10-14 WWW.gap.ÍS Leðurskór með flece fóðri, bæði fyrir hana og hann, sem inniskór, í leikfimi, ískíðaskóinn ogfl. TÍSKUVERSLUNIN Smart Grímsbæ viö Bústaöarveg • ÁrmÚla 1 5 Hafnarstræti 106 600 Akureyri Sími 588 8050/588 8488/462 4010 email: smartgina@simnet.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.