blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 26

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 26
26 IHÖWWUN FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöið Falleg glös fyrir allafjölskylduna Tengja nútímamainninn við fortíðina Fjölskyldan mín heitir ný glasa- lína sem tveir íslenskir hönnuðir eru að setja á markað. Hönnuð- irnir eru Ingibjörg Hanna Bjarna- dóttir og Dagný Kristjánsdóttir sem eiga hönnunarfyrirtækið Stella Design. Glösin eru til sölu í Epal. .Hugmyndin kviknaði þegar við fórum að hugsa um hvernig mat- artímar Islendinga hafa breyst frá því að vera samverustund fjölskyld- unnar yfir í að snætt sé fyrir framan sjónvarpið og hver sé í sínu horni með matinn,“ segir Ingibjörg. Hönn- uðunum fannst að eitthvað þyrfti til að endurvekja þá hefð sem fólst í samverustundum fjölskyldunnar yfir góðri máltíð. „Með glösunum fannst okkur við ná að skapa góða stemmningu og gleði við matar- borðið með hönnun sem höfðaði bæði til fullorðinna og barna um leið og við reyndum að finna barnið í sjálfum okkur.“ I glasalínunni eru sex glös, skreytt með sex mismunandi myndum. Þemað er íslensk fjölskylda, þjóð- búningurinn, torfbæirnir, sauð- kindin og sveitin, allt eitthvað sem tengir nútíma Islendinga fortíðinni og rótum þeirra. Myndirnar sýna afa og ömmu, pabba og mömmu og börnin tvö. Glösin koma í svolítið óvenjulegum pakkningum, eins konar burstabæ úr pappa og inni- halda pakkningarnar eitt eða tvö glös hver. Dagný og Ingibjörg hafa þekkst frá því þær gengu saman í Verslun- arskólann en leiðir þeirra lágu síðan /W4lkS0 ITOCxlSOO 2i;o.iJ*o| Ford 125 hest TDCI, Challenger mageo 108. Lengd 6,5 mtr, vel útbúinn, geislaspilarl með fjarstýringu. Verð 4,6 skráður Ford 125 hestTDCI Challenger genesis 32 Lengd 5,64 mtr, vel útbúinn geislaspilari með fjarstýringu. Verð 3,950 skráður Fly 50 Fiat BLUCAMP commandrail diesel, iengd 6,08 mtr, svefnpláss fyrir 6 manns vel útbúinn, loftkæling,110 H.Ö. verð: 4,5 skráður jnon>r9 tti#*-* /fw.ivn Sky 400 Ford BLUCAMP commandraíl diesel lengd 7,13 mtr vel útbúinn, loftkæling, 137 H.Ö. verð: 5,3 skráður Fly 400 Fiat BLUCAMP commandrail diesel.lengd 6,84 mtr vel útbúinn, loftkæling, 147 H.Ö. verð: 5,3 skráður www.bilexport.dk Bilexport á íslandi ehf. Upplýsingar veitir Bóas í síma 0045-40110007 saman á Brautargengisnámskeiði fyrir tveimur árum og upp úr því ákváðu þær að hefja samstarf. Ðagný er vefhönnuður og lærði í Teknisk Akademia Syd í Danmörku og hefur starfað við kennslu og vef- síðugerð auk þess sem hún stundar nú nám í viðskiptafræði í Háskóla íslands. Ingibjörg Hanna útskrif- aðist sem grafískur hönnuður frá Listaháskcla íslands og var um tíma gestanemandi við Academia Min- erva í Hollandi. Hún hefur starfað á auglýsingastofu og starfar nú sem grafískur hönnuður auk þess sem hún hannar föt og ljós. Glösin á leið á erlendan markað Glösin eru framleidd í Þýskalandi og hefur framleiðandinn látið í ljós áhuga á að markaðssetja glösin þar. Það eru því góðar líkur á því að glösin verði sett á erlendan markað. „Aðilar í Evrópu hafa sýnt hönnun okkar áhuga og við erum að skoða samninga við þá,“ segir Ingibjörg. „Ég held að þessi glös snerti strengi í okkur öllum. Þau eru litrík og höfða til allra aldurshópa. Þó svo að glösin séu fjölskyldumiðuð hefur einhleypt fólk líka sýnt þeim áhuga og þau myndu sóma sér vel sem partíglös." Dagný og Ingibjörg vinna enn saman og hafa hugsað sér að vinna meirameð hugmyndina um fjölskyld- una á glösunum. „Okkur langar að nota þessa hugmynd og jafnvel setja hana á matardiska," segir Dagný. Hún segir einnig að þær stöllur séu með fleiri hugmyndir í kollinum sem spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Glösin komu í verslunina Epal um síðustu helgi og samkvæmt upplýs- ingum frá Eyjólfi í Epal hefur mikið verið spurt um þau. Glösin koma saman eitt eða tvö í kassa sem er í laginu eins og burstabær. Eitt glas kostar 850 krónur en tvö eru á 1.650 krónur. Hvers vegna eru glösin svona ........................................ vinscel? hugrun@vbl.is Vandaðar vörur á viðráðanlegu verði Sjónvörp eru orðin fyrirferð- arminni og sum hver hanga upp á vegg. DVD diskar hafa tekið við að vídeóspólum og margir eru með alla tónlist á tölvutæku formi. Breytt heimilistæki kalla á nýja hönnun á hirslum sem þeim tilheyra. .Hirslur fyrir geisladiska eru mikið að færast inn í sjónvarps- og hillu- einingar enda tæknin farin að bjóða upp á ýmsar samtengingar á milli tækja,“ segir Lísa Björk Osk- arsdóttir, markaðs- og vefstjóri hjá IKEA. „Við erum með Hejan geisla- diskastand sem er lítill og tekur 20 diska. Þessi standur fæst í ýmsum litum og kostar 190 krónur. Þá getur Obervatör geilsadiskarekki hentað vel í hillur eða skúffur og tekur 22 geisladiska. Benno geisladiskahillurnar eru klassískar og eru búnar að vera til í mörg ár. Hillan tekur 180 geisla- diska, 88 DVD diska eða 40 mynd- bönd eftir því hvernig hillunum er raðað. Þessar hillur fást hvítar og með viðarspón. Af stærri geisla- diskahirslum má nefna Leksvik hillu en hún tekur 190 geisladiska eða 100 DVD diska og kostar 5.950 krónur." Lísa segir geisladiskahirslur frá Lersvik mjög sniðugar en þær eru með glerhurðum og taka 320 geisladiska og kosta 9.950. Markör geisladiskaskápurinn lítur í fyrstu út eins og skóhilla en hann er úr an- tikbæsuðu gegnheilu greni og tekur 330 geisladiska og kostar 19.900 krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.