blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 32

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 32
32 I BESTI BITINW FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2006 blaóiö Húrra fyrir hádegismatnum! í nútímaþjóðfélagi virðist skyndibitinn vera orðinn staðalhádegisverður margra endafljótlegt að nálgast hann ogjafnvel enn fljótlegra að sporðrenna honum. Það virðist líka heyra sögunni til í hinum hraða samtíma aðfólk geri sérferð heim í hádeginu til að gœða sér á staðgóðum og heimilislegum mat. Það vakti þó gleði í hjarta blaðamanns þegar hannfrétti afþví að víðs vegar um borgina er boðið upp á heitan hádegismat afgamla skólanum. Þvíþótti prýðilegt að kynna sérþessa staði betur og hvað vœri í boði hjá þeim. Það kom líka skemmtilega á óvart hversu dreifðirþessir staðir voru um höfuðborgarsvceðið og Ijóst að sársvangir lesendur Blaðsins ættu að geta skotið inn heimsókn á einhvern þeirra í knöppu hádegishléinu án þess að lenda í tímaþröng, óháðþvt hvarþeir stunda sína vinnu eða aðra dægrastyttingu. Það er nefnilega hægt að nálgast heitan hádegismat íMúlunum, Smáralind- inni, Mjóddinni og meira að segja í miðbæ Reykjavíkur á sanngjörnu verði þegar svengdin hellistyfir okkur eins og svo oft vill gerast. Hádegishátið í Múlanum Múlakaffi hefur um margra ára skeið boðið upp á heimilislegan hádegismat og er hann vanalega afar vel sóttur, enda Múlakaffið vel staðsett í hjarta Múlanna þar sem fjölmörg fyrirtæki umlykja staðinn. Konurnar sem stóðu vakt- ina þegar blaðamann bar að garði sögðu að vanalega væru um 120- 130 manns sem leggðu leið sína þangað í hverju hádegi og færi sá fjöldi heldur vaxandi. Þar er alltaf boðið upp á fimm mismunandi rétti í hádeginu og er einn af þeim ætíð heitur. Heitu réttirnir eru vanalega dýrindis steik eða lamb en þegar Blaðið kom við var boðið upp á jólahangikjöt. Hangikjötið var reglulega bragð- gott og hæfilega reykt. Það er óhætt að segja að það hafi komið bragð- laukum blaðamanns í snemmbúið jólaskap og setti kjötið klárlega jólatóninn fyrir hátíðarveisluna sem framundan er á næstu dögum og vikum. Það var vel útilátið með passlega þykkum og góðum jafn- ingi. Þá voru kartöflurnar hæfi- lega soðnar. Annað meðlæti var rauðkál og grænar baunir og þótti í einu orði sagt til fyrirmyndar. Einnig var smakkað á soðnum fiski sem borinn var fram með sveppum og lauki og þótti hrein- asta afbragð. Einn álitsgjafanna sagði fiskinn þann besta sem hann hefði smakkað lengi. Fiskurinn þótti vel eldaður og bráðnaði hrein- lega upp í manni. Greinilegt að um glænýjan fisk var að ræða. Það kostar frá rúmum 1.000 krónum og upp i 1.600 krónur að snæða á Múlakaffi í hádeginu og er súpa og kaffi alltaf innifalið í verðinu. Einnig geta sérstakir súpu- áhugamenn fengið hana staka á 490 krónur. Á sunnudögum er síðan boðið upp á sunnudagssteikur og hækkar verðið þá örlítið. Matur- inn er þó hverrar krónu virði og greinilegt að þeir Múlakaffismenn leggja mikið upp úr gæðum. Eitthvað við allra hæfi Nóatún í Smáralind bauð upp á prýðilegt lambafillet. Þar eru ætíð á boðstólnum 4-5 mismunandi réttir í hverju hádegi og er reynt að hafa fjölbreytnina sem mesta hverju sinni sem og á milli daga. I Nóatúni er enda biðröð í nánast hverju hádegi. Því er ljóst að við- skiptavinirnir eru afar ánægðir með þjónustuna og hafa tilhneig- ingu til að snúa aftur og aftur. Skorpan á kjötinu var afar bragð- góð. Kjötið sjálft var meyrt og hæfilega eldað. Það var borið fram með sósu og kartöflum sem pass- aði vel við filletið sjálft. Sósan var hefðbundin og prýðileg en heldur bragðlítil. Það hefði verið óskandi ef það hefði verið dálítið meiri broddur í henni. Hádegismaturinn í Nóatúni er þó afar örugg lending þar sem allir sem á annað borð leggja sér kjöt til munns ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Verðið á matnum hjá þeim er breytilegt eftir því hvað er á boðstólnum hverju sinni en það getur verið frá 400 krónum og allt að 1.000 krónum. Svikni hérinn tónar vel við meðlætið sem fylgir með honum. Hann kostar um 550 krónur í Svarta svaninum. Grísasteikin Hjá Dóra kostar um 800 krónur með meðlæti. Fyrirmyndar hádeg- ismatur í Mjóddinni I einu horninu í stórverslun Nettó í Mjóddinni er lítill matarbás sem heitir einfaldlega Hjá Dóra. Þar hafði myndast mikil biðröð þegar blaðamann bar að garði og ljóst að Dóri hefur komið sér upp stórum hópi fastakúnna. Þar er bæði hægt að borða inni eða taka með sér. Á matseðlinum þennan daginn var meðal annars grísasteik og kjúk- lingapottréttur. Grísasteikin var borin fram með blönduðu græn- meti, kartöflum og sérdeilis prýði- legri sósu. Kjötið sjálft var meyrt en ekkert sérlega bragðmikið. Skorpan bætti það þó upp enda sterkur og góður keimur af henni. Kjúklingapottrétturinn var síðan hreinasta afbragð. Hann hafði verið rifinn út í karrísósu og var veisla fyrir bragðlaukana þegar hann var snæddur með hrísgrjónunum sem með fylgdu. Það var ekki þetta venjubundna íslenska karríbragð af honum en sósan var samt sem áður h r e i n - asta snilld. Hæfilega sterk og bragð- mikil. Kjúklingurinn sjálfur var eins og kjúklingur á að vera eldaður. Einn álitsgjafanna sagði að þetta væri þannig matur sem hún óskaði sér að hún myndi fá ef að hún færi í hádegismat til mömmu. Maturinn Hjá Dóra kostar frá um 450 krónum og upp í rúmar 850 krónur og virt- ist almenn ánægja ríkja hjá þeim matargestum sem stóðu svangir og spenntir í röðinni í gær. Svikinn héri svíkur engan Svarti svanurinn við Hlemmtorg hefur boðið upp á heimilismat í há- deginu á virkum dögum síðastliðin sex ár. Rekstraraðilar sögðu að það væri misjafnt hversu margir nýttu sér þessa þjónustu en þó væri til staðar tryggur kjarni sem kæmi reglulega þangað til að snæða. Þar er fjölbreytnin í fyrrirúmi og var til að mynda boðið upp á pönnusteikta ýsu langikjöt meö meðlæti kostar 1.590 krón- ur á Múlakaffi með meðlæti, nauta- hakksbollur með spæleggi og fleiru, tælenskan kjúklingarétt og svikinn héra þegar Blaðið bar að garði, en blaðamaður gæddi sér ein- mitt á honum. Svikni hérinn var bragðgóður og svíkur svo sannarlega engan þrátt fyrir nafnið. Þá var meðlætið sér- lega vel útilátið en hérinn var borinn fram með Jcartöflumús, blönduðu grænmeti og sérdeilis góðri sultu. Sultan var einmitt punkturinn yfir i-ið í þessum málsverð og tengdi hann vel saman. Heild hlutanna gekk vel upp og minnir á gamla tíma þegar matur af þessum toga var reglulega á matardiskum íslend- inga. Hádegismatur í Svarta svan- inum kostar frá 400 krónum upp í 800 krónur og fer verðið eftir magni og framboði hverju sinni. tjuliusson@vbl.is Lambafillet með kartöflum og sósu kostar í kringum 1.000 krónur í Nóatúni, en vert er þó að taka fram að filletið er það dýrasta sem er á boðstólnum hjá þeim.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.