blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 31

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 31
blaðið FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 Sala unglinga- bóka minnkar Unglingabækur eru oft sagðar sérstaklega mikilvægar þar sem þær geta mótað hug og hjörtu æskunnar. Að sama skapi er sagt að það sé töluvert erfiðara að rita bækur fyrir börn og unglinga heldur en fullorðna. Samkvæmt Sigþrúði Gunnarsdóttur, útgáfu- stjóra barna-og unglingabóka hjá Eddu útgáfu, hefur sala á ung- lingabókum minnkað töluvert undanfarin ár. Sigþrúður segir að það séu tísku- sveiflur í allri bókaútgáfu. „Kannski eru þær hvað mestar í unglinga- bókum. Fyrir nokkrum árum síðan voru unglingabækur þær bækur sem seldust allra mest, þær voru algjör tískuvarningur og eitthvað sem unglingarnir urðu að eignast, að þeirra eigin mati. Þannig er það ekki núna hvað svo sem það segir.“ Sigþrúður segir að framboð ung- lingabóka mætti vera meira. „Það fer saman við það að unglingabækur eru ekki næstum því eins mikið keyptar og var fyrir tíu til fimmtán árum síðan. Það er stór munur þar á. Unglingabókin hefur farið verst út úr samkeppni bókarinnar við aðrar vörur, tölvuleiki og dvd diska, sem er kannski frekar verið að kaupa fyrir unglinga. Ég er hins vegar alveg sannfærð um að það eru mjög margir unglingar sem lesa, þeir sækja þá kannski bókasöfnin í meira mæli.“ Fantasían vinsælust Sigþrúður segir að fantasían sé vinsælust á meðal unglinga þessa dagana þó efni bókanna sé fjöl- breytt. „Ef litið er á unglingabækur í alþjóðlegu samhengi þá er mjög mikið af bókum um dóp, bæði sem einfaldar varnaðarbókmenntir en líka harðar sögur úr dópheiminum sem unglingnum er síðan látið eftir að túlka eins og hann vill. Ég held að fantasían eigi ofboðslega mikið hug og hjörtu unglinganna núna, það er Harry Potter, Lord of the Rings, Discworld og allt þetta sem unglingar liggja í,“ segir Sigþrúður og bætir við að það sé vitanlega misjafnt hvers kyns bækur ungling- arnir leita í. „Unglingsárin eru svo ótrúlega merkileg ár, það verða svo miklar breytingar og þetta eru árin þar sem fólk fer að kryfja hluti veru- lega og spekúlera í þeim. Að sjálf- sögðu vilja unglingarnir léttleika, skemmtun og húmor í bækurnar sínar en þetta eru náttúrlega árin sem þau verða meðvituð um heim- inn í kringum sig og fara að hafa skoðanir á hlutum. Ég held þau sæki það voða mikið í alls kyns bækur.“ Fólki ekki sama hvað stendur í unglingabókum Aðspurð hvort það sé rétt að börn og unglingar séu erfiðasti markhópur- inn segir Sigþrúður að það geti vel verið. „Rithöfundar unglingabóka eru að skrifa fyrir markhóp sem þeir tilheyra ekki sjálfir og þurfa að hafa í huga að ef fjalla á um erf- iða hluti án þess að leggja á þá rétt mat þá þarf að gera það meðvitað. Fólki er alls ekki sama hvað stendur í bókum fyrir börn og unglinga. Fólk hefur skoðanir á því hvað á að vera og hvað á ekki að vera í þessum bókum. Það fylgir því mikil ábyrgð að skrifa unglingabók auk þess sem það er erfitt hlutverk. En ég held að það hljóti að vera gaman,“ segir Sig- þrúður að lokum. svanhvit@vbl.is Frítt í desember Kaffi/súkkulaði og konfektmoli fylgir öllum réttum QuizhosSub MHMH...GLODAÐUR Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32 ftSS ^ jv 2006 TqW | RAFGREIN.IS SKIPHOLT 9 OPIÐ LAUGARDAG 12-15 m TSBOSh. — / \ \ LTFS LOGTNN BJðRN PORLAKSSON össur Skarphéðinsson þingmaður las Lífs- logann og sagði að lestri loknum: „Bók Björns er frá bærlega vel skrifuð örlagasaga um sálarháska, magnaða hrað- skák við Bakkus og endur- heimt lífslogans í gegnum myrkustu örvæntingu. Og hún gerist á Akureyri." !\ V- \ Hr 03 rQ Jr, Björn Þorláksson er þjóðþekktur rithöfundur og fréttamaður. — „Stórkostleg bók. Svo spennandi að ég tók hana með mér í baðið, gat ekki lagt hana frá mér. Skyldulesning." Óskar Pétursson, söngvari. mdur / irT kautgáfa Sfmar: 660 4753-462 4250 www.tindur.is • tindur@tindur.is Notadir bílar Jólin nálgast Kynrrtu þér greiðslukjörín Komdu i Brimborg Jólagjöfin tilþín: 40.000 kr. ávísun uppí Nokian eða Pirelli dekk hjá Max1: sumar- eða vetrardekk að eigin vali, kaupir þú notaðan bíl frá Brimborg. I1I.IS Fjöldi notaðra bíla í sölu á hverjum degi. Veldu bílinn áður en hann selst Smelltu núna. Jólatilboðið giidir aðeins til aðfangadags, 24. desember nk. Smelltu þér á netið - www.brlmborg.is - smelltu þér á notadan bíl hjá Brímborg. Reynsluaktu hjá Brímborg Reykjavík eða Akureyrí. Við kaupum af þér gamla biTinn: Staðgrertt. Þú vettir fyrir þér hvemig best er að losna við gamla bílinn. Brimborg kaupir hann af þér staðgreitt* veljir þú bíl ffá Brimborg. Þú feerð peninginn beint í vasann - eða greiðir upp lánið á gamia bílnum. Þú losnar við allt umstang við að selja og minnkar þinn kostnað. Komdu og skoðaðu notaðan bíl í dag. Komdu í Brimborg - ræddu við söluráðgjafa notaðra bíla um hvemig best er að skipta gamla bílnum uppí notaðan bíl hjá Brimborg. lálctubíl brimborg Öruggur staður til að vera á Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.brimborg.is * Brimborg greiöir þér gamla bílinn 45 dögum eftir að uppítaka á gamla bilnum er frágengin.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.