blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 46

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 46
461 FÓLK FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaðið HVEFRÖKK ER VOR ÆSKA? „Þetta var bara einhver róni." Þetta var afsökun ungmenna fyrir því að þjarma að manni sem minna má sín f þjóðfélaginu. Stuttu síðar var sagt frá manni sem barði öryrkja fyrir þá sök að hafa vogað sér að setja ofan í við hann þegar sá heilbrigði lagði í stæði merkt öryrkjum. Þeir sem skvettu vatni á „rónann" sáu að sér og báðust afsökunar. Þrátt fyrir þetta veltir Smáborgarinn því fyrir sér hvað sé orðið um náungakærleikann og þann hugsunar- hátt að koma vel fram við þá sem minna mega sfn. Sameinumst hjálpum þeim ætti frekar að hljóma dreyfum okkur og tröðkum á þeim. Eða eigum við bara að vera góð við fátæku börnin (Afríku? Til er saga af moldvörpu sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni. Nemendum Víðistaðaskóla í Hafnarfirði er hins vegar mikið í mun að komast að því hver skeit í skólatöskurnar þeirra. Skólastjórnend- ur hafa verið þöglir sem gröfin, kannski halda þeir að það sé rétt að rugga ekki bátnum meira en orðið er. Smáborgarinn telur þó að foreldrarnir sem lenda í því að þrífa saur úrskólatöskum barna sinna vilji gjarnan vita hver á sök í þessu máli til að hægt sé að taka á því á viðeigandi hátt. Smáborgarinn veltir því líka fyrir sér hvort hlíðstæðar uppákomur hafi allt- af verið til en að dugnaður fjölmíðlafólks verði til þess að þau rata á sfður blaðanna nú. Smáborgarinn veit að flest ungmenni eru til fyrirmyndar og myndi aldrei taka þátt í neinu svona löguðu, en um leið veltir hann fyrir sér hvað valdi þvf að sumir krakkar geri svona hluti? Vor ágæta æska hefur aldrei haft það eins gott. Skóladagur hefur reyndar lengst frá þvf sem áður var en á móti kemur að börn f dag virðast ekki skorta neitt, nema e.t.v. meiri tíma með foreldrum sfnum. Kannski er það einmitt mergur málsins? Aðrir sem Smáborgarinn hefur rætt við um þessi mál vilja meina að ákveðið sjón- varpsefni hafi þessi áhrif á krakkana. Ef sú er raunin hefur sjónvarpið orðið meira hegöunarmótandi gildi en foreldrarnir. Ef svo er, þá er það eitthvað sem þarf að athuga, ekki satt? HVAÐ FINNST ÞÉR? Margrét Margeirsdóttir, formaður félags eldri borgara t Reykjavik. Hvaö finnst þér um fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnarinnar? „Það þarf að auka fjármagn inn í málaflokk aldraðra og í raun þarf einfald- lega að marka nýja stefnu í málefnum þessa fólks. Það er mjög ámælisvert að ekki skuli hafa verið gert ráð fyrir auknu fjármagni varðandi lífeyris- greiðslur og lækkun skatta til fólks sem er með þessar lágu tekjur. Við höf- um sett fram ýmsar kröfur um það, til dæmis að ellilífeyrir verði gerður skattfrjáls og tekjutengingar og skerðingar verði einfaldlega afnumdar. Það lifir enginn af því að vera eingöngu á þessum bótum frá Trygginga- stofnun og þessar skerðingar sem koma til fólks sem getur unnið fyrir sér, þær eru auðvitað fyrir neðan allar hellur.“ Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt fjárlög næsta árs og bent á að ekki sé nóg að gert í málefnum aldraðra. Eldri borgarar og öryrkjar efna til göngu og útifundar í dag kl 16.30. Gengið verður frá Hallgrímskirkju og að Austurvelli. Keira er með skódellu Keira Knightley segist vera sjúk í skó. Hún hefur sagt frá því að hún hafi jafnvel keypt skópör sem passi ekki, bara til að horfa á þá í kössunum. Hún sagði í nýlegu viðtali í tíma- ritinu Grazia: „Ég á skó sem ég hef aldrei tekið úr kössunum. Ég á meira að segja skó sem passa ekki á mig. Ég horfi bara á þá og hugsa: Æ, það er allt í lagi þótt ég geti ekki gengið þeim, þeir eru svo fallegir." Arctic Monkeys staðfesta plötutitil Britney Spears hefur ákveðið að gefa eiginmanni sinum Kevin Federline annað tækifæri. Hin 24 ára stjarna henti honum út úr húsi þeirra á Malibu eftir ítrekuð rifrildi. Britney, sem á með Kevin þriggja mánaða gamlan son Sean Preston, hótaði skilnaði. Hún flaug til Las Vegas til að vera við Billboard verðlaunaafhendinguna og Kevin elti hana þangað. Hún neit- aði hins vegar að tala við hann, missti af athöfninni og flaug til sins heimabæjar í Louisiana. Talsmaður hennar sagði: „Ég held að hún sé honum ekki reið fyrir eitthvað ákveðið. Hún er bara uppgefin vegna nýs lífsstíls, að vera móðir og eiginkona. Stundum tekur hún það út á fólkinu sem stendur henni næst og hún veit að stendur með henni.“ Nú er söngkonan stödd í Malibu í Kaliforníu með Kevin og barninu. Hljómsveitin Arctic Monkeys hafa staðfest titilinn á fyrstu skífu sinni. Hún verð- ur kölluð Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not og mun koma út 30. janúar samkvæmt blaðinu NME. Smáskífan When The Sun Goes Down mun svo koma út þann 16. janúar og innihalda tvö ný lög, Stickin To The Floor og 7. Á vínilplötu-útgáfu skífunnar mun aukalagið Settle For a Draw fylgja með. Listi með lokauppröðun á lögunum verður fljót- lega birtur. Britney og Kevin saman á ný HEYRST HEFUR... Pað að Skjár 1 hafi ákveðið að taka Fóík með Sirrý af dag- skrá kemur mörg- um á óvart, ekki síst þar sem Sirrý hefur verið talin hin íslenska Oprah. Þættir hennar hafa notið talsverða vin- ■ Í sælda og oftar en * » ekki hefur henni tekist að fá til sín viðmælendur sem opna sig um viðkvæm mál. Þá má nefna að þættirnir hafa oftar en einu sinni verið tilnefndir til Eddu verðlaunanna. Telja má líklegt að 365 miðlar renni hýru auga til Sirrýjar enda hafa þeir áður haft áhuga á að fá hana í sinar raðir. Mörður Árnason ræðir um hugsanlega endurkomu Jóns Bald- vins Hanni- balssonar á heimasíðu sinni. „Jón Baldvin seg- ir í Blaðinu að ekkert sé útilokað um störf sín í pólitík eftir að hann leggur pípuhatt sendi- herrans á hilluna um áramótin og þau Bryndís koma heim. Og auk okkar Kolbrúnar Bergþórs- dóttur sem höfum hvatt Jón Baldvin til dáða innan Sam- fylkingarinnar eru nú komnir í móttökusveitina tveir traustir Jónsmenn, þeir Jakob Frímann Magnússon, varaþingmaður minn, og fornkappinn ÁÁ, einn duglegasti og merkilegasti aktívistinn i hreyfingu jafnað- armanna - og að auki frægur fyrir umbastörf og útgáfur í tónlistarbransanum, - maður- inn sem skipulagði fundina tvö- hundruð þar sem JBH spurði „Hver á lsland?“ og kveikti á rauðu ljósinu fyrir Jón Baldvin og Ólaf Ragnar sællar minning- « örður heldur áfram: Ámundi dæmið“ Samfylkingin eigi að verða stærsti flokk- urinn eftir næstu kosn- ingar með Jóni Baldvini - en tekur að sjálfsögðu fram að það verði undir ábyrgri forystu Ingibjarg- ar Sólrúnar. „Ég fer bara á flug,“ segir Ámundi við blaðamann. „Jólastjarnan er bara komin aft- ur inn í mitt líf. Ég fer svo sann- arlega ekki í jólaköttinn í ár.“ Og þetta eru lokaorð Marðar: „Ámundi er augljós foringi okkar í fjögurra-manna-klí- kunni í þessari ráðagerð. Og nú um sólstöðurnar ætlum við að syngja öll saman vísurnar hans Tómasar:“ Nú verður aflur hlýtt og bjart um bœinn. Afbernskuglöðum hlátri strætið ómar, þvl vorið kemur sunnan yfir sœinn. Sjá, sólskinið á gangstéttunum Ijómar. Og daprar sálir söngvar vorsinsyngja. Ogsvo er mikill Ijóssins undrakraftur, að jafnvel gamlir simastaurar syngja ísólskininu og verða grœnir aftur." Amen." Hann hefur sett lím á lappirnar aftur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.