blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 16
16 I VEIÐI FðSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaðiö PHILIPS HÁGÆÐA HÁRVÖRUR TILBOÐ Philips HP4881 Einfaldur og kraftmikill 1900w JetSet HÁRBLÁSARI meö 3 hita- og hraðastillingum og köldu lofti. Dreifihaus fylgir. 2.995 FULLTVERÐ 3.995 r Philips HP4892 Professional hárblásari með AC mótor eins og notað er á hárgreiðslu- stofum. lon tækni sem afrafmagnar hárið og 6 hita- og hraðastillingar. Toppurinn frá Philips. TILBOÐ 4.995 FULLTVERÐ 5.995 I /: 3.995 FULLTVERÐ 4.995 Philips HP4696 8 taeki í 1. Sléttujárn, krullujárn, krullubursti, krumpujám og fleira. Allt með vandaðri keramik húð sem fer vel með hárið. Frábært sett. TILBOÐ TILBOÐ 4.995 FULLTVERÐ 5.995 Philips HP4648 Hágæða sléttujám með Keramik húð og ION tækni sem afrafmagnar hárið. LCD skjár sem stilla má hita á og hitnar á aðeins 30 sekúndum. Það allra besta sem völ er á. HAGKAUP a2> verffo' SÆTÚNI 8 REYKJAVlK • SlMI 569-1500 I UMBOÐSMENN EYRARVEGI 21 SELFOSSI • SlMI 480-3700 I UM LAND ALLT OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA! OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA! Veiðikortið: Vötnum Veiðikortið er komið út aftur en í fyrra var það gefið út í fyrsta skiptið og gekk feiknavel. Margir keyptu kortið og veiddu víða í vötnum landsins. Við heyrðum aðeins í Ingi- mundi Bergssyni þegar hann var á hlaupum að dreifa kortinu í veiði- búðir fyrir jólin. Veiðikortið er fyrir alia aidurshópa og einn og einn lax er bara tii að kæta unga veiðimenn. fjölgar ! Þið eruðsnemma með kortið íár, miklu fyrren ífyrra? „Já, við ákváðum að vera með Veiði- kortið 2006 klárt fyrir jólin þannig að veiðimenn geti nú sett veiðileyfi á við- ráðanlegu verði á óskalistann. Salan hefur farið vel af stað og nú þegar hafa margir keypt kortið til að gefa vinum og vandamönnum. Einnig hentar það mjög vel að skipuleggja sumarið yfir vetrarmánuðina auk þess sem hægt er að fara í dorgveiði á mörgum stöðum.“ Þettagekk velfyrir ári síðan ogþið eruð að bæta við veiðivötnum: Þingvalla- vatni, Hraunsfirði og Ljósavatni. Eru þið ánægðir meðþessa viðbót? „Við erum mjög ánægðir með nýju vötnin. Þingvallavatn hefur til að mynda verið eitt vinsælasta veiðivatn landsins. Hraunsfjörður er mjög vaxandi veiðisvæði og þar veiðist sjó- bleikja, sjóbirtingur og lax. Ljósavatn er kærkomið fyrir Norðlendinga og er t.d. ekki nema rúmlega hálftíma akstur þangað frá Akureyri." Þingvallavatnið kemur sterkt inn, er það ekki? „Þingvallavatnið í landi þjóðgarðsins kemur mjög sterkt inn. Einnig má benda á að Þingvallanefnd hefur stór- bætt aðstöðu við vatnið með nýju aðgerðarhúsi fyrir veiðimenn og einnig verður komið upp flotbryggju við Vatnskotið til að auðvelda fötl- uðum aðgengi að vatninu.“ Blaðið með kortinu ífyrra var í stóru broti, núna er það minna. Er það til þess að veiðimenn geti tekið það með sér í veiðitúrinn? „Við höfum fengið ábendingar frá kort- höfum um að það hentaði betur að vera með bæklinginn í A5 broti til þess að hægt væri að geyma hann í hanska- hólfinu eða í veiðivestinu. Að sjálf- sögðu breyttum við stærðinni þannig að bæklingurinn nýtist betur.“ Er búið að dreifa mikið afkortum? „Það er búið að dreifa kortunum á flestar bensínstöðvar ESSO sem og í flestar veiðivöruverslanir. Einnig höfum við selt mikið í gegnum Inter- netið á heimasfðu Veiðikortsins.“ Fyrsta námskeiðið í stangasmídi Það þykja nokkur tímamót þegar boðið er upp á námskeið í stanga- smíði en núna eftir áramótin stendur Veiðihornið einmitt fyrir slfku námskeiði. ,Við auglýstum fyrirhugað námskeið á vefnum okkar og það hafa þegar um 30 þátttakendur skráð sig. Undir tilsögn munu áhugasamir smíða eða setja upp sínar eigin flugustangir,“ segir Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorn- inu, sem stendur fyrir námskeiðinu. „Notast er við „blank“ eða stangar- efni frá SAGE en mörg undanfarin ár hefur SAGE verið mest keypta flugustöngin á íslandi. Þátttakendur geta valið úr ýmsum gerðum grafíts frá SAGE en auk þess valið um lengd stanganna, lfnuþyngd o.s.frv.,“ segir Ólafur ennfremur. Námskeiðið er enn í undirbúningi og liggur endanlegur kostnaður ekki fyrir enn sem komið er. Námskeiðin fara fram í janúar og febrúar en allar nánari upplýsingar eru á vef Veiði- hornsins, www.veidihornid.is. Mörg flughnýtinganámskeið hafa verið haldin í gegnum tíðina en ekki námskeið um stangasmíði og verður fróðlegt að sjá hvernig tekst til. Hug- myndin er góð. 'Jua’r af Sesiu faxuetð/dm íancfs/ns SPORÐUR chf I.ágmúla 7 108 Keykjavík Sími: 587 OHOO Fax: 568 0615. spordurCw'spordur.is Jólaaiöf veiðimannsins! Veiðikortið 2006 Kortiö gildir sem veiöileyfi i 23 veiöivötn vítt og breitt um landiö. Veiðikortiö er fjölskylduvænt og stuðlar aö notalegri útiveru. Ný vötn eru: - Mngvallavatn fyrir landi þjóögarös - Liósavatn - Hraunsfjöröur Nánari upplýsingar um önnur vötn eru á vef Veiöikortsins www.veidikortid.Í8 Gefðu gleðilegt sumar í jólagjöf! Sölustaðir: ESSO stöðvarnar - veiðibúðir og víðar Frl heimsending á netpöntunum - www.veidikortid.is Cssol Heiðargces: Lítill hópur sást á Auðkúluheiði Nú um næstu helgi verða grágæsir taldar aftur á Bredandseyjum og er það í fyrsta sinn sem það er gert í desember. Talningin er gerð vegna þeirrar óvissu sem virðist fylgja hefðbundnum taln- ingum og er tilgangur hennar að athuga hvort hægt er að fá betri áætlun á stærð stofnsins. Því leitar Náttúrufræðistofnun enn til skotveiðimanna um aðstoð um að láta vita ef þeir verða varir við grágæsir á næstu dögum. Viðbrögð við samskonar beiðni í október og nóvember voru mjög góð. Þá fréttist reyndar aðeins af um 1.500 heiðagæsum, mest í Skaga- firði og Húnavatnssýslum auk Suðurlands. Svo til ekkert sást til heiðagæsa á hálendinu, einungis lítill hópur sást á Auðkúluheiði. Fyrstu áædanir benda til að a.m.k. 4.000 gæsir hafi verið hér á landi þegar umrædd talning fór fram. HEITUR OG ÞURR I tcrmo SPORTVÖRUGERÐIN Skipholt 5, 562 8383

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.