blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 40

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 40
40 I AFPREYXNG FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöið Xbox á eBay I kjölfar kjánalegs skorts á Xbox leikjavélum ffá Micro- soít blómstrar hinn svarti markaður sem aldrei fyrr. Svo virðist vera sem annar hver maður sem nældi sér í eintak af leikjatölvunni eftirsóttu hafi ákveðið að selja hana affur á uppboðsvefnum eBay. Þannig geta þeir sem treystu á Xbox sem auðvelda jólagjöf nú náð í eitt stykki fyrir allt að tvöfalt verð. 1 gær voru vélar að seljast fyrir 6o til 8o þúsund krónur í stað þeirra 45 þúsunda sem þær kostuðu í smásölu. Fyrst um sinn voru vélarnar mun dýrari á eBay en svo virðist sem stoltir eigendur tölvanna hafi séð grænna gras handan upp- boða svo nú er framboð orðið það gott að vel er hægt að finna tölvur á viðráðanlegu verði. 109 SU DOKU talnaþrautir Leiðbeiningar Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóörétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrauhna út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 8 2 4 8 2 6 3 8 9 6 3 5 8 7 5 9 7 2 6 9 5 1 8 8 5 7 5 3 Lausn á siðustu þraut 2 3 6 9 4 1 7 5 8 9 8 7 5 3 6 2 1 4 4 1 5 7 8 2 6 3 9 1 9 3 2 6 4 8 7 5 5 2 4 8 7 3 1 9 6 7 6 8 1 9 5 3 4 2 3 7 9 4 2 8 5 6 1 6 5 2 3 1 9 4 8 7 8 4 1 6 5 7 9 2 3 Jólaklifur íslenski alpaklúbburinn stendur fyxir ískliff i í Múlafjalli eftir því sem ísaðstæður leyfa á morgun. Allir mæta með sinn ísklifur- búnað og þurfa að hafa lokið ísklifurnámskeiði. Hægt er að skrá sig á www.isalp. is. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um námskeið og fleira þessu tengt. Verslanamiðstöðinni í Dubai er engin smásmíði. Viðhanaerfimm stjörnu hótel - innréttað í alpastfl. Til hliðar eru Ijósmyndir innan úr skiðahöllinni. Reðurtákn rísið i Dubai Olíufurstarnir í Dubai hafafátt annað aðgera við tímann ogpeningana en að herma eftir íslendingum. Þeirra Smárálind heitir reyndar ögn flottara nafni en okkar, Verslanamið- stöð Furstadœmanna. Svo hefur hún að bjóða risastóra innanhúss skíðabrekku. Það þóttu stórtíðindi þegar veður- fræðingar spáðu snjókomu í miðri eyðimörkinni fyrir nokkrum vik- um. Þó var ekki um að ræða enn eitt gróðurhúsaklúður mannsins heldur voru olíubarónarnir að opna innanhúss skíðahús í Dubai. Þar er hægt að leigja allt sem þarf til skíða- eða snjóbrettaiðkunar og kostar tíu skipta kort tæpar 20 þúsund krónur. Hitastigið í höllinni er rétt undir frostmarki á daginn en er lækkað niður í -8°C á nóttunni svo snjófram- leiðsla gangi vel fyrir sig. Að sögn að- standenda er öll áferð og útlit gervi- snjósins eins og á „villtum" snjó. Á nóttunni myndast nefnilega ský innan þessa gífurlega stóra rýmis og snjóar úr því rétt eins og á Akureyri. Sex þúsund tonn af snjó þarf alla- jafna til að halda skíðasvæðinu opnu. Þar er 400 metra löng brekka með kvartpípu, snjóbrettasvæði og fimm brekkur með mismiklum halla, þar af ein svokölluð svört brekka, sú eina í heiminum innanhúss. Spurn- ing hvort svona mætti byggja i hlíð- um Úlfarsfells þangað til snjórinn kemur aftur hér sunnan heiða. Vantar bara snjóinn Bláfjöil í fyrravetur. Bla0i6/Stelnar Hugi Ifyrradag hittust fulltrúar skíða- svæðanna á höfuðborgarsvæð- inu ásamt hagsmunaaðilum til að ræða um stefnu skíðasvæðanna á næstu árum. Farið var yfir stöðu fyrri stefnumótunar sem náði yf- ir tímabilið 2000 til 2007 sem ber heitið „Fjöllin heillá' og rætt um framtíðarmarkmið. Að sögn Sævars Kristinssonar ráðgjafa kom margt nytsamlegt fram á fundinum þó að enn sé helst til snemmt að fullyrða nokkuð. „Við vorum að endurskoða gamla planið og kanna næstu skref. Það hefur margt gerst frá því að verkefnið hófst en alltaf má bæta eitt- hvað,“ segir Sævar. Búið er að vinna mikið í fjöllunum aukþess sem tekið hefur verið til í rekstrinum og hann gerður skilvirkari. Þá hefur flutnings- geta skíðalyftanna aukist um 5.000 manns á klukkustund undanfarin misseri svo biðraðir ættu að heyra sögunni til. Sævar segir að í raun vanti ekkert núna nema snjóinn.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.