blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 14

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 14
14 I ÁUT -4 blaðið___________________________________ Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Karl Garðarsson. TÍMASPRENGJUR í ÞÉTTBYLI Um götur höfuðborgarsvæðisins aka á degi hverjum tugir tifandi tímasprengja, dulbúnar sem eldsneytisflutningabílar. Fram að þessu hafa menn blessunarlega sloppið við óhöpp vegna þeirra og vonandi verður svo áfram, en er ástæða til þess að taka meiri áhættu í þeim efnum en brýn nauðsyn er til? Fram hefur komið að eldsneytisflutningar um höfuðborgarsvæðið hafi aukist mjög mikið á undanförnum mánuðum og eru nú þúsundir tonna af eldsneyti fluttar um götur og torg í viku hverri. Við þetta hefur slysa- hættan aukist verulega, ekki aðeins vegna hugsanlegra eldsvoða heldur einnig hvað mengunarslys áhrærir, að ógleymdu ónæði íbúa og aukinni loftmengun. Þessa aukningu má rekja til þriggja þátta: Aukinnar eldsneytisneyslu með auknum bílafjölda, tvískiptingu dísilolíu sem kallar á fleiri og lengri ferðir og þess að þotueldsney ti fyrir borgaralegt flug á Keflavíkur- flugvelli er nú geymt í olíubirgðastöðinni í Effersey. Það er hreint og beint hlálegt að þotueldsneyti sé nú skipað upp í Eff- ersey, geymt þar á tönkum og svo ekið í gegnum höfuðborgarsvæðið endilangt og suður til Keflavíkurflugvallar eftir þörfum. Á sama tíma hefur Bandaríkjaher - sem ekki hefur haft sérstakt orð á sér fyrir um- hverfisvernd - þann háttinn á að þotueldsneyti er skipað upp í Helgu- vík. Þaðan liggja leiðslur upp að flughlaði, þannig að aldrei er ekið með eldsneytið eitt eða neitt. Ekkert er því til fyrirstöðu að þotueldsneyti fyrir borgaralegt flug sé höndlað á sama hátt. Þannig mætti leysa stóran hluta vandans á einfaldan hátt. í framhaldinu mætti svo huga að breyttu fyrirkomulagi á birgðahaldi og flutningum á öðru eldsney ti á höfuðborg- arsvæðinu, en áætlanir í þá veru hafa verið fastar í borgarkerfinu í tvö ár án þess að neitt hafi verið aðhafst. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi minnihlutans í Reykjavík, hefur vakið athygli á þessu við litlar undirtektir meirihlutans. Hér er þó ekki um pólitískara mál að ræða en svo, að í Hafnarfirði hefur Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri Samfylkingarinnar tekið málið upp og raunar óskað þess að samgönguyfirvöld láti gera áhættugreiningu vegna olíuflutninga á landinu öllu, enda gefi áætluð tíðni olíuóhappa ærið tilefni til þess. Hér þurfa sveitarfélög og ríki að taka höndum saman fljótt og örugglega. Hér er svo augljóst hagsmunamál allra á ferðum, að engin ástæða er til þess að blanda flokkspólitiskum þrætum í málið. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 5103700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. L 04 RÉTTA JÓLAMATSEÐILL kr: 3.900 4 RÉTTA VILLIBRÁÐARMATSEÐILL kr: 4.900 Borðapantanir í síma 5626222 eða angelo@angelo.is FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaöiö >U w ÍKKÍ ,4D Djétcs! 'E'R &KMJ zm eu Búít/y m sj/iR&e wmwM . IVRÓPDFIÍÍ MEt) ÖTtJLU j ÆémSSa /í uoi II 3 Boðberar óljósra, mögulegra tíðinda Eitt af því sem ég hræðist meira en annað eru sögur sem hefjast á orð- unum: „Ég man þá tíð...“. Venjulega fylgja í kjölfarið hástemmdar og langar lýsingar af því hversu allt var miklu betra og dásamlega rómant- ískt í gamla daga. Ég hef setið undir ýtarlegum lýsingum af dásemdum sveitalífsins fyrir tíma rafmagns og sjónvarps, þegar unga fólkið vann saman á engjunum þar sem það hitti manneskjuna sem það átti eftir að eyða lífinu með. Ég hef líka heyrt sögur frá síldarárunum, þar sem fólk talar með söknuði um það hvernig það vann aldrei minna en 12 tíma á sólarhring, en hafði nú samt tíma til að fara á böll og skemmta sér að því virðist að minnsta kosti aðra hvora nótt. Það er talað um allan peninginn sem fólk náði að vinna sér inn með stritinu - þá hafi nú verið gaman að lifa. Þá verða sagðar ríkisf réttir Ég sat undir einni slíkri sögu á dög- unum hjá öldruðum frænda mínum sem hafði náð að króa mig af í einu fjölskylduboðinu. Sá hafði fengið eitthvað veður af þeirri staðreynd að ég væri farinn að vinna á fjöl- miðli og hafði á því langar og miklar skoðanir. Hann rifjaði upp þá tíma þegar ekkert sjónvarp var á fimmtu- dagskvöldum og ríkismiðlarnir fóru í mánaða frí yfir sumarmánuðina. Einnig var rætt um stemmninguna í sveitinni þegar flokksmálgagnið kom með mjólkurpóstinum tvisvar í viku og var lesið upp til agna. Þá sagði RUV fréttir yfir hafragraut og slátri klukkan 12 á hádegi - og síðan aftur yfir kubbasteik með brúnni sósu eða jafnvel útvötnuðum salt- fiski klukkan sjö á kvöldin. Eftir það var síðan hægt að horfa á fréttir í sjónvarpi (nema á fimmtudögum og yfir heitasta tíma sumarsins). Frændinn var á þeirri skoðun að nú væru miðlanir orðnir allt of margir og engin leið að fylgjast með öllu sem væri í gangi. Aðalbjörn Sigurðsson Boðberi óljósra spádóma Ég varð ákaflega hugsi yfir orðum þessa aldraða herramanns. Ég hef nefnilega verið að velta því fyrir mér hvert fréttafíkn nútímamanns- ins og stöðug fjölgun fjölmiðla væri búin að koma okkur. Mér sýnist nefnilega að stórum hluta af frétta- tímum nútímans sé ekki eytt í að segja fréttir, heldur að boða óljósar spár um mögulegar hörmungar. I gær var meðal annars sagt frá því að kannski, hugsanlega - ekki lík- lega - myndi loftsteinn rekast á jörðina árið 2036. „Það er ekki hægt að segja til um hversu mikil hætta er á að hann rekist á jörðina. En hún er ekki engin,“ var haft eftir einhverjum útlendum prófessor. Ég geri ekki ráð fyrir að mörgum hafi brugðið við slíka ógnarfrétt - ef frétt skyldi kalla. Ég hef einnig verið að hugsa um fréttir af Hong Kong flensunni fyrir tveimur til þremur árum þegar stöðugt voru sýndar myndir af asísku fólki með ryk- grímur sem greinilega var í bráðri lífshættu vegna mögulegs flensu- faraldurs. Slíkar fréttir eru sagðar reglulega um þessar mundir, meðal annars í tengslum við mögulegan fuglaflensufaraldur. Fréttatímar nú- tímans eru að breytast í afsprengi truflaða mannsins á götuhorninu í borgum fortíðarinnar, sem stöðugt boðaði yfirvofandi heimsendi. Boð- berar nútímans eru reyndar heldur betur klæddir og það er tekið meira mark á þeim - líklega vegna þess að boðskapur þeirra byggir á annars konar trú en áður fyrr - trúnni á óskeikul vísindin. Ef virðulegur vís- indamaður heldur því fram að fugla- flensufaraldur muni dynja yfir á næstu misserum þá er á það hlustað. Það sem meira er - af því eru fluttar fréttir. Höfundur erfréttastjóri á Blaðinu Klippt & skorið Dagur Bergþóruson Eggertsson, hinn óháði borgarfulltrúi R-listans, er nú nánast búinn að lýsa yfir fram- boði í efsta sætið í próf- kjöri Samfylkingarinnar. Bæði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson hafa hvatt mjög til þess að Dagur gefi kost á sér til að ieysa flokkinn úr þeirri ánauð að þurfa að velja á milli Stein- unnar V. Óskarsdóttur og Stefáns Jóns Hafstein. Dagur er helsti hugsuður Reykja- víkurlistans (skipulagsmálum, enda formaður skipulagsnefndar borgarinnar, og ber ekki minnsta ábyrgð á Hringbrautinni sem þykir ein mesta vitleysa i skipuiagsmálum Reykja- víkur. Skammt er síðan DV birti forsíðuviðtal við Dag þar sem letrað var stríðsletri eftir honum að Dagur væri á leið í nám erlendis og ætlaði ekki að fara í framboð til borgarstjórnar. Hjá nýja borgarstjóraefni Samfylkingarinnar stendur sumsé allt eins og stafur í bók, líkt og hjá pólitískri guðmóður hans! En þaðerviðarsem sveitarstjórnamálin eru að hitna. Sunnlenska fréttablaðið greinir frá því að Eyþór Arnalds, pennavinur Blaðsins, sé fluttur búferlum í Hreiðurborg í Sandvikur- hreppi hinum forna. Eyþór er ættaður úr Árnes- sýslu og nefnir Sunnlenska, að móðursystir hans sé Ingibjörg Eyþórsdóttir, húsfreyja (Kaldaðarnesi. Þetta setur blaðið svo i sam- hengi við boðað prófkjör Sjálfstæðisflokksins ( klipptogskond@vbUs Árborg og segirorðróm ganga um að leitað hafi verið til Eyþórs um að leiða listann (komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn reið ekki feitum hesti frá síðustu kosningum og fékk að- eins tvo menn kjörna og mun nokkur hreyfing vera um það meðal sjálfstæðismanna (Árborg aö fá unga og óþreytta menn á listann. K lippari les að umboðsmaður Al- þingis hafi óskað eftir skýringum bæjaryfirvalda f Vestmannaeyjum á upp- sögn garðyrkjustjóra þar ( bænum. Hvernig er það, hefur umboðsmaður Al- þingis aldrei til Vestmanna- eyja komið? Ef hann liti í aðeins ( kringum sig þar, þyrfti hann tæpast að leita frekari skýringa. I ' r V

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.