blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 30
30 I ÝMISLEGT FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 blaÖÍA Borðspilin að liða undir lok? Sumir vilja meina að borðspil séu að líða undir lok enda mörg þeirra komin í leikjaform fyrir heimilistölvuna. Þessi þróun hefur þó verið viðvarandi í einhvern tíma og Yngvi Björns- son, dósent í tölvunarfræði við Háskólann i Reykjavík, segir að skákin sé gott dæmi um það. Yngvi segist vera hræddur um að við séum hægt og rólega að hverfa frá borðspilunum. „Þetta er bara almennur áhugi fólks enda annar veruleiki. Við sjáum þetta með skákina, hún á undir högg að sækja miðað við það sem var. Það er samt verið að vinna í því að auka veg og virðingu hennar og þeim hefur orðið eitthvað ágengt. Það eru náttúrlega skák og alls kyns hefðbundnir krakkaleikir sem eru komnir í tölvurnar. Svo eru allir svona pókerleikir mjög vinsælir, það er mikill uppgangur í því. Póker er farinn að verða þannig að hægt er að spila hann á netinu, það þarf ekki að fara inn í ein- hverja reyk- kompu til að spila,“ segir Yngvi og hlær. Tölvunotkun þarf ekki að vera neikvæð Aðspurður að því hvað það sé sem heillar við tölvuna umfram borðleik- ina segist Yngvi telja að það sé ekki nógu mikið að gerast í borðspilum. „Maður sér ekki krakka úti að leika sér lengur. Ég held að þetta sé bara orðinn svo stór hluti af okkar veru- leika. Þetta þarf ekkert endilega að vera neikvætt heldur er þetta eins og allt annað, allt er best í hófi. Margir af þessum leikjum eru þroskandi fyrir krakka enda hafa rannsóknir sýnt að það getur verið gott fyrir þroska barna niður í þriggja ára aldur að leika í leikjum á tölvunni. Þetta virkjar þau.“ svanhvit@vbl.is Gamlar bœkur, gulls ígildi Fágœtar bœkur íjólapakkann „Það er mikill fróðleikur í gömlum bókum og í þeim má finna miklar heimildir" segir Ari Gísli Bragason í fornbókabúðinni Bókinni við Klapparstíg. Ari Gísli segir að í versl- uninni megi finna yfir hundrað þús- und bókatitla. „Við sjáum mikla aukningu í bók- sölu hjá okkur í desember og fólk er mikið að leita að fyrstu útgáfum bóka. Gamlar útgáfur af heims- bókmenntum eru vinsælar ásamt norrænum fræðum, Ijóðabókum og gömlum sakamálasögum. Það er nokkuð um að menn eru að gefa sjálfum sér bækur en þær eru einnig teknar til jólagjafa. Sumar bækur eru mjög fágætar og ófáanlegar í búðinni. í þeim tilfellum tökum við að okkur að útvega bækurnar og það tekst alltaf á endanum. Af þeim bókum sem hafa verið vinsælar en illfáanlegar má nefna Harmsaga ævi minnar eftir Jóhannes Birki- land og bækur Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp; horfnir hestar og illfá- anlegt forystufé. Þá er nokkuð um að fólk sé að leita að barnabókum og má þar nefna bókina um Dísu Ijós- álf og Ijósmóðurina í Söðlakoti." „Nýjustu bækur í fornbókabúðinni eru 2-3 ára gamlar og algeng verð á bókum hjá okkur eru 2-400 krónur.“ Ari Gísli segir karlmenn hafa verið í miklum meirihluta þeirra sem koma í búðina en hlutfall kvenna sé þó að aukast. Fornbókabúðin Bókin er opin frá 11-18 virka daga og frá 12-17 laugardaga. Aðalfíutningar Oryggi alla leið HVERGI LÆGRA VERÐ ALLA LAUGARDAGA FRAM AD JÚLUM FRÁ KL. 8 - 12 DPID Vatnauörðum 6 • S. 581 3030 • Fax: 417 2564 • adaleg@simnet.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.